Thursday, April 27, 2006

un petit peu

Var að skríða inn úr dyrunum, búin að vera í rútu í sólarhring. Keyrði í gegnum Belgíu, Þýskaland Danmörku og Sviþjóð og sit nú og býð eftir að baðið fyllist af heitu vatni sem á að skola af mér svitann og liðka beinin eftir að hafa verið í fósturstellingunni síðasta sólarhringinn. EN það var alveg þess virði, París er yndisleg borg og ótrúlega rómantísk. Ég skoðaði mikið af list, sá gömul meistaraverk og spennandi samtímalist sem gefur manni heilmikinn innblástur svo ég tali ekki bara um París sjálfa og allt það líf sem hrærist þar. Ég borðaði mikið af góðum mat, drakk hvítvín og rauðvín með. Hitti Rósu vinkonu mína og kærastann hennar Marvan, átti frábærar stundir með henni og lýst mjög vel á kærastann, ljúfur og mjög skotinn í Rósu. Það var erfitt að kveðja hana, það var svo gott að hitta íslenska vinkonu sem er búin að þekkja mig lengi, skældi svolítið þegar ég kvaddi hana! Það var skrýtið að vera með Svíum í útlöndum, þeir voru líka útlendingar eins og ég en æi hvað það er nú allt "jobbigt" hjá þeim greyjunum....ósköp gott fólk Svíar en þeir gleyma stundum að njóta augnabliksins og slaka á. En nú er baðið tilbúið set inn myndir seinna
au revoir
Brynja

Thursday, April 20, 2006

vaxandi grasgraena

Thad er svo merkilegt hvad tíminn lídur hratt en meginástaedan liggur í ad thad er gaman. Noregur og öll thau aevintyri sem maettu okkar thar hristu ur okkur vetrardvalann. Mikid var yndislegt ad hitta fjolskyldu og vini. Fjoruferd, fjallaklifur, kadlasprang, pylsugrillun og páskaeggjaát einkenndu frídagana fyrir utan thad sem ekki er ritfaert, vísbendingar......umferdakeilur og stódhestar.

Til marks um vorgledina hér hjá okkur i Örebro hefur ekki verid horft a sjonvarpid i tvo daga og á mínu heimili telst thad til personulegra meta. Í gaer voru börnin hjá vinum sínum, hoppudu sig úrvinda á trampolíi og nutu sólarinnar og vaxandi grasgraenu.

En nú er ég farin til Parísar.............c´est la vie

Wednesday, April 12, 2006

frettir af Noregi

Noregur er gott land thratt fyrir bomsinn og ad thad kostar ad fara a klosettid. Fallegt landslag og vorid vel a veg komid. Hedvig gamla var virkilega hress, tho hun se ekki ordin 100 ara eins og hun helt fram vid forvitin bornin okkar, Elisabet og Bjorn eru liklega enn ad jafna sig fra innrasinni fra Islandi en akaflega satt vid hana, brodir minn er mjog flottur med skegg, Einar Orri er sjarmur og orkubolti, Alis er otrulega god mamma og flott stelpa og Vigga er alltaf jafn skemmtileg og gerir bestu sveppasosuna. Mikid er eg nu glod ad bornin min eru nu buin ad atta sig a norskum uppruna mommunar og um leid sínum eigin.

Maggi eg sleppti thvi ad kveikja i trefjaverksmidjunni en ulladi a hana i stadinn med verstu kvedjum fra ther. Fanney eg gaeti hugsanlega skrifad eina "rauda" eldheita astarsogu tilleinkadri ther, a ljod i forum minum sem fjallar um eldheitt astarsamband mitt vid Jokul, samt ekki viss um hvort haegt se ad lysa honum sem havoxnum, vel kyldum med krullud augnhar.....og ja thetta yndislega rymi sem madur endurheimtir ad hluta til her i Stavanger...mikid vodalega var gaman ad sja sjoinn aftur og svo eg monti mig adeins, taka skokkid medfram strandlengjunni i morgun. Nu erum vid ad bua bornin i svefn, midnaetursnarlid verda nyjar raekjur fra Stavanger, sitronur og ekta majones, drukkid med ljuffengu hvitvini i felagsskap sem gefur fyrirheit um ogleymanlegt kvold.


Saturday, April 08, 2006

Rómantík og páskaegg

kæra dagbók!
það er stutt þangað til við förum heim. Mikið verður nú gaman að sjá íslenskt landslag og fjöllin aftur. Stundum dreymir mig þau og einhverra hluta vegna alltaf í ljósaskiptunum, þannig að þau eru virkilega blá, græn og hvít og birtan svo mild og hrein..... greinilega komin tími á að kíkja á þau. Ég er orðin eins og skáldin forðum, sé allt í rómantískum blæ og búin að gleyma grámyglulegum rigningar og súldar dögum, tja svei mér þá ef mér finnst þeir ekki bara líka pínu rómantískir....Merkilegt hvernig ég líka upplifi rýmið öðruvísi þegar ég er í burtu frá heimahögum og kann betur að meta allt þetta rými sem við höfum heima. Geta andað djúpt og séð til allra átta og víðátta, einhversskonar tærleiki sem ég hef enn ekki upplifað hér í náttúrunni, spurning hvort Kebnekaise breyti því?

Málverkin mín bera keim af þessari rómantík, eiga tilvitnun í ís, tærleika og bjarta heima eins klisjukennt og það nú hljómar. Vil samt ekki trúa því að málverkin mín séu klisjukennd heldur frekar nokkuð áhugaverð. Ég get allavega sagt að það hefur verið yndislegt að vinna þau og vera hluti af þessum heimum með öllu því sem leynist í þeim.. vona að þú haldir ekki að ég sé komin með alvarlega veruleikatruflun, heldur einmitt skiljir að þetta er mín hugleiðsla.

En að hversdagslegri hlutum, erum núna að búa okkur undir ferðalag, ætlum sem sé að keyra til Noregs í kvöld.. Heimsækja bróður minn og fjölskyldu og kíkja á nokkra norska ættingja í leiðinni, Elísabetu og Hedvig gömlu sem hafa aldrei séð börnin okkar. Förum svo á þriðjudag, miðvikudag til Stavanger, til Orra og Þóru og verðum þar án efa í í lúxuslífi, fáum t.d. ferskar rækjur, slurp og ekki skaðar að mig grunar að Frosti og maðurinn hans Palli komi með páskaegg handa okkur. það verður svo nóg að gera. Því þegar við komum heim frá Noregi fer ég 3. dögum seinna til Parísar með skólanum mínum og þegar ég er komin þaðan eru bara 3 vikur í bláu fjöllin og fólkið mitt..
Gleðilega páska!
Þín Brynja

Sunday, April 02, 2006

snjóanda







Sunnudagur 2. apríl 2006

kæra dagbók!
Við sváfum frameftir, alveg til níu. Þá blessaði sjónvarpið börnin með stríðshetjum og kærleiksbjörnum. Foreldrarnir kúrðu og voru móðgaðir við veðrið. Það sem sé SNJÓAÐI í morgun. Áttuðum okkur svo á því að allt hefur sinn tilgang. Jú þarna var gefinn síðasti séns á að leika sér almennilega í snjónum....eftir grautarspón og mátulega morgunfýlu drifum við okkur út og viðruðum fýluna úr okkur með snjóhúsa- og snjóandagerð (skemmtilegt orð "snjóanda"). Héldum svo kakó- og snúða boð með kertaljósum í félagsskap góðra anda.
þín Brynja