Saturday, June 24, 2006

Naflastrengur

Komin enn á ný til Svíþjóðar og það var bara svo góð tilfinning að koma heim í bælið sitt. Að vísu var voða erfitt að kveðja fjölskylduna og vinina og ekki laust við nokkur tár féllu. En það voru líka ljúfsár tár, frábær mánuður sem við áttum á Íslandi. Við hittum svo marga vini og fjölskyldan var alltaf nálægt okkur. Eignuðumst minningar sem munu án efa hita okkur upp þegar haustar. Skrýtið samt að vera upplifa að naflastrengurinn heim er að breytast, hann er allt í einu orðin svo miklu lengri og sveigjanlegri en áður, ég meina Ísland verður alltaf Ísland og heldur áfram að vera þarna í norðri þ.e. ef við höldum ekki áfram að selja okkur áliðnaði og skammtímagróðamarkmiðum. "Andvarp" ég elska landið mitt og finnst dásamlegt að vera íslensk. Hinsvegar get ég verið svo íslensk allsstaðar í heiminum og það er á vissan hátt mjög frelsandi tilfinning.

Við komum beint í 25 stiga hita og hellirigningu en sluppum við þrumuveðrið, sem betur fer er sólin komin enda heiðrar hún Svía á Jónsmessu sem er stærri hátið en jólin og svo er náttúrlega Svíþjóð- Þýskaland að spila í dag. Við lepjum sólina og njótum þess að vera með tengdó í heimsókn....njótum þess að borða góðan mat og vera ákaflega heilsusamleg þar sem við erum að fara að leggja í hann á Kebne kaise á mánudaginn.....mikið rosalega hlakka ég til! Svo erum við nýbúin að kaupa okkur tjald og sjáum fram á að skoða heilmikið af Svíþjóð í sumar.

Hlakka til að hitta ykkur Tobbalilla og Sveinbjörn hvenær farið þið til Ísalands?

Árný því miður getum við ekki hitt ykkur á Ak í júlí en þið eruð alltaf velkomin til Örebro.

Fnaturinn minn æi já ég veit ég er ekki of dugleg að blogga en það er svona þegar það er sumar og sól, en ég reyni allavega að blogga 2 í mánuði!

Thursday, June 15, 2006

hvað?

Hvað dreymdi þig í æsku?
Hvaða þrár hafðir þú í æsku?
Hvað langaði þig til að verða?
Hvað ertu?
Hvað viltu verða?
Hvað þráir þú?
Hvað dreymir þig?

Sunday, June 11, 2006

Píkublóm og klakabönd

þvílík dýrðarinnar dásemd það er nú að vera á Íslandi og fá gott veður. Allt verður svo fallegt og góð lykt af öllu. Við höldum áfram að blómstra og hafa það huggulegt. Vikan var þó nokkuð annasöm þar sem píkublómin voru opinberuð í gær. Frábær dagur og opnunin gekk mjög vel, um 100 manns skrifuðu sig í gestabókina. Fólk var bara nokkuð ánægt með sýninguna, helmingurinn af málverkunum seld og píkublómin skjóta víða rótum. Arna Vals söng yndislega fyrir mig og gesti "dvel ég í draumahöll", "björt mey og hrein" og "fann ég á fjalli fallega steina" Dagrún spilaði undir á þríhorn. Frímann frændi spilaði á gítar og söng, m.a. "fjöllin hafa vakað í þúsund ár" mikið þótti mér vænt um það!
Það var svo gott að hitta allt þetta fólk í gær og finna fyrir einlægum áhuga á því sem ég er að gera . Kvöldið endaði ég svo umkringd vinkonum mínum, innblásnar af kvenlegum krafti sem svo sannarlega var ríkjandi í návist píkublómanna.

Monday, June 05, 2006

vei bloggleikur, hermiherm

Settu nafnið þitt í kommentakerfið og…
1. Ég segi þér eitthvað handahófskennt um þig.
2. Ég segi þér hvaða lag/mynd minnir mig á þig.
3. Ég segi þér hvaða bragð minnir mig á þig.
4. Ég segi þér fyrstu ljósu minninguna mína af þér.
5. Ég segi þér á hvaða dýr þú minnir mig.
6. Ég spyr þig að einhverju sem ég hef velt lengi fyrir mér um þig.
7. Ég segi þér hvaða frægu manneskju þú minnir mig á.
8. Ég segi þér hvaða drykkur þú ert.
9. Ég segi þér hvaða stað á Íslandi þú passar best við.
10. Ég segi þér hvaða morgunkorn þú ert.
11. Ég segi þér hvaða kvöldmatur þú ert.

Friday, June 02, 2006

Hundertwasser




Veðurfarið er alltaf svo skemmtilega fjölbreytt hér á fróni, árstíðir koma og fara með dagsmillibili og til að lifa af í þessu happdrætti árstíðna byggir maður upp spennublandna tilhlökkun dag hvern..hvaða árstíð skyldi vera á morgun? Það er búið að vera sumar í dag og undanfarna daga og vísbendingar gefnar um að það sé áframhaldandi, sem sé sumar sem staldrar við! Gott. Við blómstrum og vöxum um leið hér heima....búin að fara í 7 matarboð á 10 dögum og þess á milli þarf að vinna upp tap á ýmsum íslenskum fæðuvörum sem ekki finnast í Svíþjóð. En þetta er magnað, mér finnst gaman að vera boðin í mat, sitja frameftir kvöldi, borða, eiga góðar samræður og síðast en ekki síst hlæja og vera svolítið rómantískur um leið. Börnin njóta þess að vera með eða í pössun eftir eðli matarboða....það besta er að það sér enn ekki fyrir endann á þessu og það er víst að við munum njóta þessa á meðan er.

Valur fór austur í dag og byrjaði að lækna sjúka, ég útbýti boðskortum á Píkublómin og klakaböndin og nýt þess að vera með krökkunum.

Börnin eru sofnuð og ég er á leiðinni að fara að lesa í bókinni sem ég fékk í forafmælisgjöf í dag, takk Ingveldur mín! Hundertwasser listmálari er minn félagsskapur í kvöld og ég er eiginlega pínu fegin að vera bara "heima" í kvöld....nýt þess þá bara betur þegar okkur verður boðið næst í mat.
En nú kem ég Hundertwasser minn.

ps: takk Ragna og Zippo fyrir alla fimm réttina í gær og síðast en ekki síst fyrir félagsskapinn!