Saturday, August 26, 2006

Vinkonur



















Eg hitti vinkonu mina i dag sem eg hef ekki hitt i 6 ar en vid eigum thad sameiginlegt ad vera badar myndlistarkonur asamt fleiru. Thad var eins og vid hefdum sidast hist i gaer. Eg hugsa oft um hversu lansom manneskja eg er. Eg a vinkonur a ollum aldri sem eru mer svo mikilvaegar. Eg er heppin ad hafa kynnst svona flottum stelpum i gegnum tidina. Thaer hafa skemmt mer, kennt mer, hlegid og gratid med mer og eru svo yndislegar allar a sinn hatt. Eg veit ekki alveg afhverju thessar vinattur hafa verid mer svo mikid umhugsunarefni og uppspretta til listskopunar undanfarid. Hugsanlega er thad fjarlaegdin sem eg upplifi svolitid nuna svona fjarri heimahogum og hitti ekki vinkonur minar eins reglulega og eg vildi. Hugsanlega er eg lika bara "brynjuleg" i kvold thar sem eg er ad lesa bokina Huldukonur i islenskri myndlist, Hrafnhildur Schram.2005 og hlusta um leid a disk med Carla bruni, quelqu'n m'a dit og sotra hvivin med!

Laet fylgja nokkrar myndir af godum vinkonum og godum stundum en thetta er svo sannarlega ekki fullnaegjandi eins og thid vitid!

Thursday, August 24, 2006

fidringur

Munid thid hvernig thad var thegar madur byrjadi fyrst i haskola? Eg er med eina af ungu visindakonunum minum herna i Orebro en hun var ad byrja i haskolanum herna....madur faer nettan firding og langar i eitt augnablik aftur i boknam. Thad er athyglisvert ad lesa baeklingana sem nyir haskolastudentar fa her i Orebro...their fa umsjonarmenn sem syna theim allar vistaverur skolans, thad eru ferdir um Orebro thar sem adkomnir fa upplysingar um stadinn, thad eru party a hverju kvoldi "mingelkvall" med skemmtiatridum, mat og drykk, (serstakt simanumer sem fylgir til ad hringja oghlata vita ef madur hefur ofnaemi fyrir einhverju) en serstaklega tekid fram ad madur thurfi ekki ad drekka afengi ef madur vill thad ekki....skondid en vissulega er vel tekid a moti nynemum herna i Orebro, svei mer tha ef sumar menntastofnanir maettu ekki taka ser thad til fyrirmyndar...en lifid er ju odruvisi a froni, veit ekki medalaldur haskolanynema heima en hann er laegri her thar sem flestir skrida ur mennaskola 19 ara i Sverige....aetli islenskir haskolar geti adlagad sig ad thessu thegar stytting til studentsprofs verdur ad veruleika?

ps: thid verdid svo bara ad bida tholinmod eftir ad bloggid mitt lagist, eg get ekkert i thessu gert nema segja ##$%%%*&%#

Wednesday, August 23, 2006

Bara að athuga hvort það komi íslenskir stafir!
ðþæö
í é á

Tuesday, August 22, 2006

Tómlegt











Það er tómlegt í dag í húsinu mínu. Búið að vera mikið af yndislegum gestum sem hafa skemmt sér og okkur. Mikið er maður lánsamur að eiga góða fjölskyldu og góða vini sem nenna að heimsækja okkur til Örebro...nú eru allir gestirnir farnir,
rútínan að komast í gang sem er auðvitað gott en í dag er í mér svona týpískt sunnudagsþunglyndi, ætti að vera að vinna en leyfi mér aðeins að velta mér upp úr tómleikanum. Drakk morgunte með Rósu sem er núna flutt til Gautaborgar ásamt sínum fylgifiskum "andvarp" Já svona eru sumir dagar tómlegir en minna mann um leið á hvað maður er heppinn....nú ætla ég að hætta þessu og fara að hlakka til að kynnast Finnunum og Kínverjanum sem eru víst að fara að byrja í skólanum mínum og já að fá hana Lilý vísindakonu hingað til Örebro..verið þið velkomin!

Thursday, August 17, 2006

hálfvitaháttur

Hvað myndir þú gera ef einhver færi að kenna barninu þínu að allir samkynhneigðir þyrftu að fara í meðferð til að verða gagnkynhneigðir og eingöngu þannig væri hægt að stuðla að hamingju þessa "ógæfusama" fólks?

“Villist ekki! Hvorki munu saurlífismenn…né kynvillingar guðs ríki erfa!(1.Kor6:9)

Hvurslags hálfvitaháttur er þetta?

Sunday, August 06, 2006

blíðan




















...og sumarið heldur áfram. Það er gott að vera í fríi heima hjá sér og slappa af og taka dagstúra hingað og þangað. Fara á ströndina, halda matarboð á veröndinni, buslupartý og
forafmælispartý. Fara í veislur, klæða sig upp hvort sem það er í grímubúning eða ballkjól, "andvarp". Og ævintýrið heldur áfram fullt af vinum og vandamönnum á næsta leyti og helstu áhyggjurnar snúast um að blíðan taki sér hvíld og rigningin leysi hana af....

...já og takk fyrir allar kveðjurnar, okkur finnst alltaf svo gaman að fá kveðjur!
....Hæ Siva vona að þú kíkir aftur á okkur, ertu kannski sjálf með heimasíðu?