Wednesday, August 29, 2007

Meltingarslý og borubrött fiðrildi

Já ég veit ég var búin að lofa ferðasögu og myndum og auðvitað efni ég það...fljótlega. Er annars að undirbúa mig fyrir fyrsta skóladaginn, hlakka til en er með nokkur borubrött stressfiðrildi sveimandi í maganum. Skil ekkert í því hvað þau eru að villlast þarna inn enda ættu þau að vita að magasýrur og annað jukk er ekki vænlegur gróður fyrir þau. En nú er þessu ljúfa og langa sumarfríi lokið og merkilegt nokk þá er það góð tilfinning og ég spái að fiðrildin muni deyja kvalarfullum dauðdaga í grænu meltingarslýi, tja eða ef ég er góð, fljúga út um naflann. Rútínan er þægilegur gestur, þegar henni er boðið. Gjörðu svo vel og hreiðraðu um þig.

Monday, August 27, 2007

orð dagsins

Fjöldi fólks glatar hlut sínum í hamingjunni. Ekki vegna þess að það hafi aldrei fundið hana, heldur vegna þess að það nam aldrei staðar til að njóta hennar (William Feather).

Saturday, August 25, 2007

Hversdagsannríkið...

Erum komin heim eftir frábært ferðalag og fegrum heimilið með minjagripum úr ferðinni og skoðum myndirnar til að aðlögunin að venjubundnu lifi gerist ekki með skelli. En hversdagsannríkið er skammt undan og við tilbúin í slaginn. Búið að dusta rykið af skólatösku stráksins og Dagrún er stoltur eigandi blómamynstraðs bakpoka sem var keyptur í Tékklandi. Ég er búin að laga til í fartölvunni minni og á nýtt pennaveski með nýjum skrúfblýanti. Ferðasagan kemur seinna og myndir þegar tími gefst til, vona að það verði sem fyrst.

Sunday, August 19, 2007

Thetta ferdalag er buid ad ganga rosalega vel. Attum alveg frabaera viku i Tekklandi, allt frekar skrytid en mikil upplifun, mikid gaman og sumarhusid var mjog snyrtilegt og thaegilegt. Bornin eru alsael enda bunir ad vera vidburarikir dagar. Erum buin ad skoda hernadarvirki, fara med leikfong a munadarleysingjahaeli, skoda natturuundur, fara a strondina,i sund og borda nesti her og thar og svo njota godra kvolda i bustadnum. Vid erum komin aftur til sidmenningarinnar og erum med baekistodvar i Krakow, Pollandi, buum a finu hoteli, forum a markad og bordudum a mjog godan mat i gydingahverfinu herna, a stad sem heitir Ariel, akvedin kaldhaedni i thvi. Eg fekk mer yndislega ond en Valur var frakkari og fekk ser gaesahalsa fyllta med kjuklingalifur. Erum nuna i dagsferd i Auschwich og erum nuna ad fara inn a safnid, komid ad thvi nuna, bless i bili.
ast
Brynja

Wednesday, August 08, 2007

tékkneskar kartöflur

Áttum frábæra daga í Österlen með fjölskyldunni. Mun setja inn myndir í haust. Erum núna að leggja í hann til Tékklands, til bændahéraðs norðaustanmegin. Ein búð í þorpinu og nostalgía 50 ár aftur í tímann. Svo er bara óvissan, eigum gistingu víða, París, Vitrac, Sviss ef við viljum en kannski bara skoðum við Tékkland fer algjörlega eftir stemmingu, orku og veðri.....hlakka til að fara að kaupa kartöflur af tékkneskum bændum, dobrídjén eða eitthvað svoleiðis, allavega auf wiedersehen.

Heyri í ykkur eftir 2 vikur eða svo.

Friday, August 03, 2007

skeyti

Frábært í Kaupmannahöfn stopp Mikil rómantík stopp Fullt hús af gestum stopp Mikið fjör stopp Erum að fara í sumarbústað stopp Veðurspá 25 stiga hiti og sól stopp Hamingjusöm stopp Glöð stopp Búin að kaupa afmælisgjöf handa spúsa stopp Evrópuferð framundan stopp Sumarhús í Tékklandi stopp Herragarður í Frakklandi stopp

Heyrumst stopp