Tuesday, June 16, 2009

hafið og himininn

Jú svo sannarlega er ég hér enn. Annríkið hefur hinsvegar verið í heimsókn og er orðið nokkuð rótfast blessað. En allt gengur vel og við göngum saman í nokkuð viðráðanlegum takti þó komi dagar sem við vitum ekki alveg í hvaða átt við eigum að fara og eigum það til að rekast aðeins saman. Allavega hafa samt afköst verið góð. Ég kláraði rannsóknina mína með góðum árangri og varði hana listilega svei mér þá og fékk hrós sem hleypti mér langleiðina til tunglsins, heimferðin var líka ljúf og ég lenti vel þó hinsvegar undarlegt nokk tók sig nokkra daga að venjast því að þurfa ekki að halda sér stíft að verki við tölvuna, en úff ljúft að hafa hana ekki lengur í eftirdragi eins og sjá má af litlum afköstum hér í bloggheimum. Útskriftin var yndisleg, ma og pa, bróðir minn og mágkona Vigga og Þórdís vinkona mín komu sem gerði allt svo hátiðlegt. Ég fékk þann heiður að halda ræðu nemenda, við fengum kampavín og snittur og góð orð frá ýmsu mætu fólki í tilefni dagsins. Það var skælt í enda hans enda stórar kveðjustundir, sérstaklega fannst mér erfitt að kveðja elsku vini mína Alex frá Palestínu og Taye frá Eþiópíu, víst munum við hittast aftur en hvenær veit ég ekki, þó vissulega á reunion 2014. Fleiri kveðjustundir hafa fylgt í kjölfarið, Nannan er farin til Íslands, börnin eru hætt í skólunum sínum og í gærkveldi voru Helga og Einar knúsuð sem eru núna ljúfurnar komin til Sviss. En geimið heldur áfram, nú eru tengdó komin í hús og bæði settin því í koti sem reyndar er á rúi og stúi vegna fyrirhugaðra flutninga. Þjóðhátíðardagurinn á morgun, afmælið mitt næst, svo jónsmessa og loks Danmörk og sigling heim eftir 4 ára ferðalag. Elskurnar mínar, mikið þætti mér vænt um að fá komment, líklega mun ég ekki fremja nein stórvirki í bloggheimum á næstunni en ég er hér enn þó lítið fyrir mér fari þessa dagana. Knús á ykkur og gleðilegt alltsaman!

Erfitt að kveðja kennarann sinn, þær snöktu í kór þessar elskur
Með ömmu og afa á skólaslitum
blått är mitt hårband, blå är min kjol, blåa är blåbär, almáttugur hvað þau sungu fallega
Sungið um sumarið á skólaslitum
Í matarboði hjá Orrhede familjen
Allir opna körfuboltavöll
HBV og Olaf ásamt öllum hinum opna körfuboltavöll
Sonurinn dansar þjóðdansa á skólaslitum
Hörður Breki blæs tyggjókúlur með vinum sínum
Alexander the great
Nick kollegi minn og vinur, Erika og fallegi Alexander
í matarboði hér, Lucia, Mihaela, elsku rúmenska fólkið mitt og Alexander, yndislegust
Gæludýrin
Hún valdi lit á skápinn sinn sem minnir hana á hafið og himininn
Dugleg
Dagrún að leika skjaldböku og syngja
The right attitude hjá unglingunum
Ferðalag
Kirsuberjatré
Hlaðborð hjá Anitu
þessa mynd þarf ekki að útskýra
Fundum þessa á loppis, sænskir ruggustólar frá 1920 til að eldast í
Taye vinur minn og ég, ég skældi mörgum tárum þegar við kvöddumst
Vinkonur
Úr sitthvorri áttinni
Yndislegur dagur 6. júní 2009, öllu var skartað
Litla Gunna, litli Jón og lillarnir þeirra
Yndislegu foreldrar mínir og lýðheilsufræðingurinn þeirra
Við Þórdís nývaknaðar á útskriftardaginn minn
Yndislegu vinir mínirAlex
Hópamynd
Reunion 2014, counting down