Thursday, April 19, 2012

Það er gott fyrir mig eins og sumarið og Evróvisjón



Ég vaknaði með svolitla dásemd í kollinum, lagið "Je veux” stórlega viðeigandi meðan Sumardagurinn fyrsti skýtur rótum. http://www.youtube.com/watch?v=Tm88QAI8I5A

Dagurinn hófst á útsofelsi, koma börnum á fjall og í fjöru, eða næstum því. Annað fór á skíði, hitt á leiksýningu. Ég sit nú í gyðjustemningu í Hofinu og prenta út nótur í gríð og erg sem eiga að spilast 5. maí í Hofi. Evróvisjóntónleikar með sinfóníuhljómsveit, kór, bakröddum og alles, cést la vie fyrir nördinn í mér, Þetta er skemmtilegt. Finnst forréttindi að fá að leggja mitt af mörkum til menningar og eflingar á upplifunum Akureyringa og annarra, það er partur af lýðheilsu og tja brynjulegt. Ég fæ mér kaffelatté og hlusta á fleiri lög með Zaz og auðvitað fylgja Evróvisjónlögin með. Læt mig dreyma með því um sumarrómantík í tilefni dagsins. Inn í þeim hugsunum eru háin þrjú: Humar, Hrísey og hlátur. Ekkert endilega í þessari röð.

Það er langt síðan ég kíkti hingað inn, þykir þó vænt um þennan stað. Þetta er eins og góð og gömul frænka. Held ég líti hér inn allavega einu sinni á ári. Það er gott fyrir mig eins og sumarið og Evróvisjón.