Saturday, July 22, 2006

Heiðardalurinn



























































































Komin heim í heiðardalinn... þetta var frábært frí, við heimsóttum eftirtalda staði, fólk og dýr:
Kolmården dýragarðinn, þar sem við sáum górilluunga og fleiri dýr. Jönköping, þar sem við fórum á eldspýtusafnið, ekki mjög vinsæl hugmynd sem Valur lagði fram en safnið var ótrúlega áhugavert og gaman að skyggnast á bak við söguna á jafn sjálfssögðum hlut og eldspýtan er, svo var ekki verra að fá að gera sínar eigin eldspýtur, við börnin fyrigáfum Val því . Fórum svo til Lundar og nutum gestrisni Tobbu og Sveinbjarnar, við Tobba fórum á fornsölur og ég keypti dásamlega kitsh eftirlíkingu af rússneskum kirkjulampa, við fórum svo á hundaströndina í Malmö og svo auðvitað var haldin veisla og Þau skötuhjú voru ekki að láta það trufla sig að vera að fara til Íslands daginn eftir. Gautaborg var næst og það var rosalega gaman að hitta Sigfús og Rúnu, sem voru með okkur svo oft á Húsavík hér forðum. Lisebergtívolíið stóð fyrir sínu og eins Skara Sommarland og Astrid Lindgren värld í Vimmerby. Allt gekk ljómandi vel og setningin " ef þetta er ekki lífið, hvað er þetta þá" var oft sögð!

Saturday, July 15, 2006

BÍldudalur

jaeja ferdalagid heldur afram. Erum nuna ad njota lifsins hja vinafolki i Gautaborg eda Billdal svo rett se sagt fra. Vedrid leikur vid okkur og gaerkvoldid var alveg frabaert thar sem vid satum ut a verond, godur hopur Islendinga sem hittist sidast allur a studentagordunum i Reykjavik, heimsvandamalin voru leyst, athyglisverdar pikublomasogur sagdar og kraesingar snaeddar. Strondin var vinsael i dag en fyrst eyddum vid klukkutima i bidrod i Liseberg tivoliid, snerum svo fra eftir ad vid frettum af slysi dagsins thar, 20 manns slasadir eftir arekstur einhverra lestarvagna. Aetlum samt ad storka orlogunum og fara aftur a morgun.

Kvoldid i kvold er ekki buid, strakarnir eru ad vaska upp, bornin ad horfa a latabae, husmodirin ad svaefa hana Elinu Móu 7 vikna og eg hangi i tolvunni a medan....se fram a eftirrett eftir ad bornin eru komin i svefn og an efa vitraenar og innihaldsrikar umraedur fram eftir nottu.......hmmm allavega skemmtilegar! Elska ad vera i frii og thurfa ekki ad horfa a klukkuna ne velta fyrir mer hvada dagur se i dag!

Wednesday, July 12, 2006

"mamma thetta er lífid"

Thad er búid aå vera rosagaman í útilegunni. Hvad getur madur annad sagt thegar frumburdurinn segir fullur hrifningar"mamma thetta er lifid" mikid lifandi skelfing er madur thakklatur ad geta veitt bornunum sinum sliik avinintyri ad thau brosa i hring. I gaer forum vid i dyragard og i frumskogargard. Forum a hofrungasyningu og eg veit ekki nema vid foreldrarnir hafi haft jafn gaman af thessu og bornin. Eg veit allavega ekki hvert eg aetladi ad fara thegar eg fann tarin sprautast i augun thegar hofrungarnir voru ad leika listir sinar. Thad ma nu alveg milli vera hversu vaemin eg get verid sko. Kongularnar, krokodilarnir og eiturslongurnar gerdu bornin tritilod ur hrifningu og hakarlarnir settu svo sannarlega punktinn yfir iid. Endudum svo frabaeran dag i kolmården med yatsíspili fram a nott. Hordur Breki vann.....nu erum vid komin til Lundar og thar er ekki donalegt ad vera....go´natt
Brynja og fylgifiskar

Monday, July 10, 2006

Útilegufólkið

Loksins erum við búin að kaupa okkur tjald og fylgihluti. Erum að drífa okkur í Svíþjóðartúr og kynnast landinu aðeins betur og þá sérstaklega út frá sjónarhorni barnanna. Ætlum að fara í dýragarði, sundgarði, Astrid Lindgren garðinn og vonandi heimsækja einhverja vini i leiðinni sem einhverra hluta vegna eru ótrúlega margir komnir til Svíþjóðar!

Blogga um túrinn þegar þar að kemur......
................Bless elskurnar mínar og já sjáumst um jólin á Akureyri

Saturday, July 01, 2006

Kebnekasie

Lestarferð í 22 tíma, Lappland, Kiruna, Nikkaluokta, Lap Dånalds hamborgarar, ferjusigling, Kebnekasie fjällstation, Kebnekasie (2108 m), Tarfaladalurinn, þyrluflug, Þetta var einfaldlega alveg magnað....held að hér segi myndir meira en öll orð!