Sunday, January 27, 2008
Stórhríðarstemming og stelpukvöld
Rokið og rigningin skapaði þægilega "stórhríðarstemmingu" í gær. Innipúkadagur, hér fór fólk ekki úr náttfötum fyrr en liðið var ósiðlega á seinnipart, fórum út á náttfötunum og settum byrgðar í formi grjóts og gamalla flugeldapalla á trampólínið svo það fyki ekki í loft upp. Snæddum svo dásamlegan marókanskan kjúkling hjá Tobbu og Sveina og belgdum okkur svo út af franskri ávaxtaböku sem vinur minn Siggi Hall gaf mér uppskrift af. Sunnudagskvöld, ró, næði, wasabihnetur og sofandi börn. "Stelpukvöld" hjá Nönnu og Valla, heimagerður maski, vítamínbúst fyrir húðina sem allt eins gæti verið uppskrift að hollu millimáli eftir Sollu grænu. Skóli, vinna og pasta með "köttfärssås" á morgun, allt við það sama sem sé nema helst kannski bara vaxandi birta í sinni vegna hækkandi sólar, vorlauka sem eru farnir að gægjast upp í garðinum og niðurtalningar þar til við sjáum Frostalilla og Pallatralla.
Hér líður öllum voðalega vel allavega í húðinni og í þessum skrifuðum orðum browsum við gömlu gerðina af myndinni "the producers" og horfum á uppáhaldsatriðin okkar, þar ber hæst atriðið þar sem verið er að prófa í hlutverk Hitlers
Wednesday, January 23, 2008
...blessunin
Er komin á kaf í stjórnunar, skipulags og samskiptafög, kann vel við mig, kennslureynslan kemur sér vel enda hver bekkur eins og áhöfn í sjálfu sér og kennarann skipstjórinn. þvílíkur léttir annars að vera laus undan oki faraldsfræðinnar og líftölfræðinnar. Grátur og gnístran í skólanum en það birtust niðurstöður í dag, ég náði undangreindu með góðum árangri, himinlifandi glöð en þriðjungur þarf að þreyta þorrann aftur, mikið ofsalega er ég fegin að vera ekki í þeim sporum. Annars fátt að segja þar sem dagarnir byrja snemma og enda seint undirlagðir upphafi nýrrar annar. Er komin með góðan lestarstafla nú þegar á borðið og verkefnalistinn fyrirferðarmikill. En fögin eru ekki lengur framandi og óskiljanleg, það er gott að hafa komist í gegnum leiðinlegu byrjunarsíuna og sigla smám saman inn í fögin sem drógu mann í fagið. Fljótlega förum við á fund um nýjar reglur varðandi lokaverkefnið. Hlakka til að heyra um þau mál og ydda svolítið af annars góðum haug hugmynda, það er af mörgu spennandi að taka og dásamlegt að finna fyrir þessum eldmóði, ég hlakka til að takast á við þetta. Ok veit að án efa mun ég á einhverjum tímapunktum bölva fram og aftur svo mikið að Kolbeinn Kafteinn vinur minn mun roðna en æ þá tek ég bara Valíuna og segi "ó ég er svo fögur að ég gæti hlegið"
Ok ég veit lítið áhugavert blogg hingað til, fréttir? Nei svo sem ekki. Nannan stendur sig vel í skólanum og lætur lista- og ástargyðjuna í sjálfri sér njóta sín. Hörður Breki litli maðurinn minn æfir júdó 2 í viku og nýjasta dillan hans er að mála og setja saman kalla sem kallast "warhammer" mjög sniðugt, nokkuð skapandi, fín æfing fyrir fínhreyfingar og einbeitni. Dagrúnlillan er enn á prinsessutímabilinu sínu, hún var búin að safna sér pening sem hún fékk að eyða um helgina. Við reyndum að fá hana til að kaupa sér trivial pursuit disney spil en hún kom heim með bleikt barbihús sem hún reyndar er búin að leika sér í alla morgna núna áður en hún fer í skólann, þar eru teboð og afmælisveislur haldnar á hverjum degi og mikið um dýrðir. Framundan er allt við það sama, elskulegir vinir okkar Frosti og Palli eru á leiðinni til okkar í lok mánaðarins og við hlökkum svo mikið til og ætlum að draga þá með okkur í sjóbað. Vonandi verður hitastigið í sjónum allavega yfir 4 gráðum og engir dularfullir kallar með exi í gufubaðinu. Ætlum svo að fjölmenna öll til Andra og Rósu í Gautaborg og eiga samveru með þessum yndislega vinahópi. *dæs* jahérna er með skrifræpu, svo þægilega letilegt meðan börnin horfa á Bolibomba, sit hjá þeim með tölvuna í fanginu og horfi á ofvaxna elga og börn að læra að hjóla með öðru og blogga með hinu, augnablik sem er dýrmætt þegar það fæst sjaldan.
En o jæja er að hugsa um að fara að lesa glæpasöguna sem Valur gaf mér í jólagjöf en ég faldi hana fyrir sjálfri mér í prófatíðinni. Yndislegt að lesa skáldsögur á ný. Ah frábært get haldið aðeins áfram, fékk svo skemmtilega bók frá Rögnunni minni og Zipponum í jólagjöf, Yozoy eftir Guðrúnu Mínervudóttir. Las hana um helgina. Skemmtilega mannleg en draumkennd um leið, las í einum rykk og tuggði Wasabi hnetur á meðan, nýjasta æðið mitt og hefur þessa stundina ótrúlegt en satt vinninginn yfir súkkulaðið. En bókin já, full af athyglisverðu fólki og pælingum svo ekki sé talað um hvernig stelpan setur saman setningar, bara svo þjált og fallegt hverning hún notar orðin, blessunin. Pínu þunnur endir en náði engan veginn að spilla ánægjunni fyrir mér.
Elskurnar mínar bolibomba er búið, þetta var dagurinn í dag, Sendið mér smá geisla í kommenti.
Brynja
Ok ég veit lítið áhugavert blogg hingað til, fréttir? Nei svo sem ekki. Nannan stendur sig vel í skólanum og lætur lista- og ástargyðjuna í sjálfri sér njóta sín. Hörður Breki litli maðurinn minn æfir júdó 2 í viku og nýjasta dillan hans er að mála og setja saman kalla sem kallast "warhammer" mjög sniðugt, nokkuð skapandi, fín æfing fyrir fínhreyfingar og einbeitni. Dagrúnlillan er enn á prinsessutímabilinu sínu, hún var búin að safna sér pening sem hún fékk að eyða um helgina. Við reyndum að fá hana til að kaupa sér trivial pursuit disney spil en hún kom heim með bleikt barbihús sem hún reyndar er búin að leika sér í alla morgna núna áður en hún fer í skólann, þar eru teboð og afmælisveislur haldnar á hverjum degi og mikið um dýrðir. Framundan er allt við það sama, elskulegir vinir okkar Frosti og Palli eru á leiðinni til okkar í lok mánaðarins og við hlökkum svo mikið til og ætlum að draga þá með okkur í sjóbað. Vonandi verður hitastigið í sjónum allavega yfir 4 gráðum og engir dularfullir kallar með exi í gufubaðinu. Ætlum svo að fjölmenna öll til Andra og Rósu í Gautaborg og eiga samveru með þessum yndislega vinahópi. *dæs* jahérna er með skrifræpu, svo þægilega letilegt meðan börnin horfa á Bolibomba, sit hjá þeim með tölvuna í fanginu og horfi á ofvaxna elga og börn að læra að hjóla með öðru og blogga með hinu, augnablik sem er dýrmætt þegar það fæst sjaldan.
En o jæja er að hugsa um að fara að lesa glæpasöguna sem Valur gaf mér í jólagjöf en ég faldi hana fyrir sjálfri mér í prófatíðinni. Yndislegt að lesa skáldsögur á ný. Ah frábært get haldið aðeins áfram, fékk svo skemmtilega bók frá Rögnunni minni og Zipponum í jólagjöf, Yozoy eftir Guðrúnu Mínervudóttir. Las hana um helgina. Skemmtilega mannleg en draumkennd um leið, las í einum rykk og tuggði Wasabi hnetur á meðan, nýjasta æðið mitt og hefur þessa stundina ótrúlegt en satt vinninginn yfir súkkulaðið. En bókin já, full af athyglisverðu fólki og pælingum svo ekki sé talað um hvernig stelpan setur saman setningar, bara svo þjált og fallegt hverning hún notar orðin, blessunin. Pínu þunnur endir en náði engan veginn að spilla ánægjunni fyrir mér.
Elskurnar mínar bolibomba er búið, þetta var dagurinn í dag, Sendið mér smá geisla í kommenti.
Brynja
Friday, January 18, 2008
la coligiala
Þegar ég kom úr lestinni í dag, með nýþungan bakpoka á öxlum, bauga undir augum og rauðsprengdar hvítur en létt í sinni eftir erfiða og krefjandi törn undanfarnar vikur, tók á móti mér lag. La coligiala hljómaði úr lestargöngunum þar sem suðrænir, lágvaxnir og litskrúðugir menn unnu sér inn fyrir salti í grautinn.
Mig langaði að bjóða þeim í kaffi fyrir að gleðja mig og fagna með mér prófalokum en henti í staðinn nokkrum krónum í körfuna þeirra. Þar sem það voru nokkrar mínútur í næstu lest fór ég á blómamarkaðinn á torginu og keypti mér vænan blómavönd, blandaði saman túlípönum, rósum, fresíum, nellikum og fleiru krassandi sem hita upp sálina og rétt náði í skottið á lestinni heim. Tók góða skorpu, kveikti á kertum og skipti út málverkum á veggjunum. Er sófakartafla núna en nýt þess að horfa á blómin mín og eiga venjulegt sjónvarpskvöld með fólkinu mínu, litlu lúsunum sem ég hef varla séð undanfarnar vikur. Á morgun ætla ég að halda áfram að verðlauna mig, fara á snyrtistofu og láta vinna á þessum gráma og baugum sem þykjast hreiðra um sig framan í mér. En já, mér gekk vel í prófunum, lagði á mig ómælda vinnu og er nokkuð bjartsýn. Var hrósað fyrir góða vörn og fyrir að vinna sérstaklega vel með að tengja saman praktík og þeoríu. Framundan er dekurhelgi með sjálfri mér og fylgifiskunum. Heilir tveir dagar frí en svo byrjar ballið aftur á mánudaginn með tveggja vikna fyrirlestarlotu. Leggst vel í mig, ný fög, nýjar bækur, nýjar áherslur. Ég ætla að taka lagið inn í þessa önn, muna eftir sjálfri mér, taka upp penslana og byrja á málverki sem ég er búin að vera með í maganum lengi vel. Elskurnar mínar ég er komin aftur!
Mig langaði að bjóða þeim í kaffi fyrir að gleðja mig og fagna með mér prófalokum en henti í staðinn nokkrum krónum í körfuna þeirra. Þar sem það voru nokkrar mínútur í næstu lest fór ég á blómamarkaðinn á torginu og keypti mér vænan blómavönd, blandaði saman túlípönum, rósum, fresíum, nellikum og fleiru krassandi sem hita upp sálina og rétt náði í skottið á lestinni heim. Tók góða skorpu, kveikti á kertum og skipti út málverkum á veggjunum. Er sófakartafla núna en nýt þess að horfa á blómin mín og eiga venjulegt sjónvarpskvöld með fólkinu mínu, litlu lúsunum sem ég hef varla séð undanfarnar vikur. Á morgun ætla ég að halda áfram að verðlauna mig, fara á snyrtistofu og láta vinna á þessum gráma og baugum sem þykjast hreiðra um sig framan í mér. En já, mér gekk vel í prófunum, lagði á mig ómælda vinnu og er nokkuð bjartsýn. Var hrósað fyrir góða vörn og fyrir að vinna sérstaklega vel með að tengja saman praktík og þeoríu. Framundan er dekurhelgi með sjálfri mér og fylgifiskunum. Heilir tveir dagar frí en svo byrjar ballið aftur á mánudaginn með tveggja vikna fyrirlestarlotu. Leggst vel í mig, ný fög, nýjar bækur, nýjar áherslur. Ég ætla að taka lagið inn í þessa önn, muna eftir sjálfri mér, taka upp penslana og byrja á málverki sem ég er búin að vera með í maganum lengi vel. Elskurnar mínar ég er komin aftur!
Sunday, January 06, 2008
veruleg loftmengun frá heila en vonandi ekki rassi
Jahérna hér, heilinn á mér er á svo miklum farti að það rýkur úr honum. Er búin að skila tveimur stórum verkefnum, sem ætlunin er að verja í prófatíðinni. Líðandi stundir fram að 14. janúar eru eyddar við lestur, skriftir, stærðfræðiúrlausnir, fyrirlestragerð og svör við yfirvofandi, mögulegum spurningum. Æfi svarið/spurninguna: A good question, interesting perspective, what do you thing the answer is? En á milli kvíðakasta þá finnst mér svei mér þá að þetta sé farið að raðast með nokkru skipulagi í skúmaskot og lýðheilsuhillur heilabúsins. Sem raðast bara nokkuð snyrtilega meðal annarra hilla sem geyma mis nýtanlega þekkingu. Staða dagsins er nokkuð góð, las í kúrsinum Public health og global pattern, skemmtilegur kúrs þar sem félagsvísindabakgrunnur nýtist helvíti vel svo ekki sé talað um þægindin sem fylgja því að vera gift manni sem er hvorki meira né minna en sérfræðingur í heilbrigðisvísindum. Á morgun er það bókasafnið, 20 bollar af kaffi, red bull og veruleg loftmengun frá heila en vonandi ekki rassi svona svo tillit sé allavega tekið til annarra gesta safnsins.
Ja hérna hér, ætlaði bara að skrifa að þetta blogg væri óvirkt næstu 2 vikurnar og vorkenna mér stuttlega en er allt í einu búin að gera alvöru blogg, hrmpff og tíminn sem er svo dýrmætur og ég ætlaði að lesa um hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. O jæja reykvélin náttúrlega þarf sína pásu og já þetta var góð pása að sitja hér og hugsa svolítið til ykkar og muna að ég á mér líf, meira að segja blogglíf.
Heyrumst eftir 2 vikur sirka, þá verð ég búin, reykvélin komin inn í skáp við hliðina á nýja kjólnum handa mér í verðlaun frá mér til mín.
Ja hérna hér, ætlaði bara að skrifa að þetta blogg væri óvirkt næstu 2 vikurnar og vorkenna mér stuttlega en er allt í einu búin að gera alvöru blogg, hrmpff og tíminn sem er svo dýrmætur og ég ætlaði að lesa um hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. O jæja reykvélin náttúrlega þarf sína pásu og já þetta var góð pása að sitja hér og hugsa svolítið til ykkar og muna að ég á mér líf, meira að segja blogglíf.
Heyrumst eftir 2 vikur sirka, þá verð ég búin, reykvélin komin inn í skáp við hliðina á nýja kjólnum handa mér í verðlaun frá mér til mín.
Wednesday, January 02, 2008
Syndabaðlausn 2007-2008
2007 verður líklega árið sem svo margt og mikið gerðist en óhætt er að segja að það hafi einkennst af breytingum, ferðalögum og annríki. Við keyptum hús og seldum hús, fluttum, kláruðum skóla, útskrifuðumst. Ég eilífðarstúdentinn byrjaði í masternámi og Valli í nýrri vinnu. Dagrún byrjaði í grunnskóla og bæði börnin byrjuðu því í nýjum skólum. Við fórum til Egyptlands, austur Evrópu og Íslands. Við gerðust fósturforeldrar og unglingsstúlkan hún Nanna okkar bættist í flóruna okkar og síðar tengdasonurinn André. Frábært og mjög spennandi ár sem ég er mjög sátt við þegar allt er tekið saman.
Í gær fór ég í bað, svo sem ekki neitt merkilegt við það og þó? Ég nefnilega fór í bað enn með nokkrar syndir ársins 2007 óuppgerðar, ónauðsynlegar áhyggjur, lítil sem engin listsköpun og ofát bar þar hæst. Ég hinsvegar þvoði mér (hmm með aðstoð eiginmannsins, líklega siðferðislega rangt að láta þessar upplýsingar fylgja með, það er bara svo skemmtilegt) með glimmersápunni minni og syndirnar skoluðust af mér og glimmerið skyldi eftir sig fyrirheit um hamingju, ástundun dyggða sem bæta andlega og líkamlega líðan eins og listsköpun, hreyfingu og mátulegri hófsemi í súkkulaðiáti, ferðalögum og róteríi. Við erum sammála um fjölskyldan að vilja eiga rólyndis og hamingjuríkt ár framundan. Vonandi veitist okkur það.
Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar, njótið þess og verið til.
Skelli inn nokkrum myndum af áramótafagnaðinum okkar sem við áttum í félagsskap yndislegra vina, sænskra og íslenskra. Við tókum ofátið, annálinn, áramótaskaupið, nú árið er liðið í aldanna skaut, kampavínsskálun og flugeldagleði alvarlega sem aldrei fyrr. Takið sérstaklega eftir flotta flugeldapallinum sem Valur smíðaði með aðstoð krakkanna.
Í gær fór ég í bað, svo sem ekki neitt merkilegt við það og þó? Ég nefnilega fór í bað enn með nokkrar syndir ársins 2007 óuppgerðar, ónauðsynlegar áhyggjur, lítil sem engin listsköpun og ofát bar þar hæst. Ég hinsvegar þvoði mér (hmm með aðstoð eiginmannsins, líklega siðferðislega rangt að láta þessar upplýsingar fylgja með, það er bara svo skemmtilegt) með glimmersápunni minni og syndirnar skoluðust af mér og glimmerið skyldi eftir sig fyrirheit um hamingju, ástundun dyggða sem bæta andlega og líkamlega líðan eins og listsköpun, hreyfingu og mátulegri hófsemi í súkkulaðiáti, ferðalögum og róteríi. Við erum sammála um fjölskyldan að vilja eiga rólyndis og hamingjuríkt ár framundan. Vonandi veitist okkur það.
Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar, njótið þess og verið til.
Skelli inn nokkrum myndum af áramótafagnaðinum okkar sem við áttum í félagsskap yndislegra vina, sænskra og íslenskra. Við tókum ofátið, annálinn, áramótaskaupið, nú árið er liðið í aldanna skaut, kampavínsskálun og flugeldagleði alvarlega sem aldrei fyrr. Takið sérstaklega eftir flotta flugeldapallinum sem Valur smíðaði með aðstoð krakkanna.
Subscribe to:
Posts (Atom)