Sunday, January 27, 2008

Stórhríðarstemming og stelpukvöld


Rokið og rigningin skapaði þægilega "stórhríðarstemmingu" í gær. Innipúkadagur, hér fór fólk ekki úr náttfötum fyrr en liðið var ósiðlega á seinnipart, fórum út á náttfötunum og settum byrgðar í formi grjóts og gamalla flugeldapalla á trampólínið svo það fyki ekki í loft upp. Snæddum svo dásamlegan marókanskan kjúkling hjá Tobbu og Sveina og belgdum okkur svo út af franskri ávaxtaböku sem vinur minn Siggi Hall gaf mér uppskrift af. Sunnudagskvöld, ró, næði, wasabihnetur og sofandi börn. "Stelpukvöld" hjá Nönnu og Valla, heimagerður maski, vítamínbúst fyrir húðina sem allt eins gæti verið uppskrift að hollu millimáli eftir Sollu grænu. Skóli, vinna og pasta með "köttfärssås" á morgun, allt við það sama sem sé nema helst kannski bara vaxandi birta í sinni vegna hækkandi sólar, vorlauka sem eru farnir að gægjast upp í garðinum og niðurtalningar þar til við sjáum Frostalilla og Pallatralla.

Hér líður öllum voðalega vel allavega í húðinni og í þessum skrifuðum orðum browsum við gömlu gerðina af myndinni "the producers" og horfum á uppáhaldsatriðin okkar, þar ber hæst atriðið þar sem verið er að prófa í hlutverk Hitlers

7 comments:

Anonymous said...

Svo næs :)
Næs næs næs
og ekki skemmir fyrir sólin sem gladdi ófá hjörtu í skáni í dag :)

Thordisa said...

Þið eruð flottust gaman að sjá ykkur loksins í réttu ljósi hehe... Væri til í að hér færi hækkandi sól á hraðferð og henti burtu myrkri og kulda sem fyrst.

Anonymous said...

Ummmmmm saltkjötogbaunirtúkall. Namminamminamm!!
Kram Fanný

Anonymous said...

hefði verið til í stelpukvöld með valla og nönnu eftir að hafa eldað gúrme máltíð handa okkur öllum ;)

Fnatur said...

aaaarrrgggg ferlega hljómar kjúllinn girnó. Mín ekki enn búin að fá sér morgunmat.
Sakna ykkar.

Lilý said...

Hahaha stórkostleg mynd sem læddi brosi fram á vanga.. hjá langamanga. ást og rassasass

Anonymous said...

mér datt nú barasta í hug Shrek ;)

Komnar fullt af nýjum myndum og vídjóum á Kolfinnu-síðu :)

Kveðja
Edda