Monday, April 14, 2008

kjammsað á klukkutíma

Dásamlegt alveg hreint og ég smjatta og kjammsa vel á þessum klukkutíma, pásuklukktími og húsið svona hreint og fínt eftir vorhreingerningu helgarinnar, Valli hélt mér við efnið og gerði mér þann greiða að vera ber að ofan á meðan á þessum dúett okkar hjóna stóð. Ég datt í það að skoða myndir frá ferðalaginu okkar í ágúst 2007 til Tékklands og Póllands. Erum núna að skipuleggja fjallahéraðsferð til Rúmeníu í ágúst...slurp. En myndirnar já lýsa einu magnaðasta fjölskylduferðalagi sem ég hef farið í



















7 comments:

Thordisa said...

Flottar myndir!!! Við skulum taka flottar myndir saman í sumar miss you darling...

Anonymous said...

Heill sé Evrópuferð! Gaman að fara í gegnum þessar myndir!

Anonymous said...

Vá! Margar og flottar myndir! Varstu ekki lengi að setja þetta inn, Brynja mín?

brynjalilla said...

ó já ekki spurning að við tökum margar og góðar myndir í sumar þórdís og maður er ekki lengi að skutla þessu inn, ég tek bara afrit af myndunum og minnka þær niður í 500 og þá tekur bara nokkrar sekúndur að skutla hverri inn...sem betur fer þvi annars myndi ég ekki nenna því. Knús til ykkar og Nanna þú ert alltaf svo sæt á þriðjudögum

Vallitralli said...

Sturtuklefinn aftur orðin löðrandi í helvítis brúnkukremi (gulukremi?)

Fnatur said...

Yndislegar myndir. Hlakka til að sjá gullmolana ykkar í sumar:)

Guðbjörg Harpa said...

Yndislegar myndir :) ohh mig langar svo að ferðast og ferðast og ferðast. Geri það bráðum ...
EN hey það kemur mér ekki á óvart hvaða strumpur þú ert :) Hlakka til að fjárfesta í mynd eftir þig síðar :)

Kveðja frá mér og bumbus sem er orðinn tæpar 14 merkur!