Saturday, June 07, 2008

Með ljómann í maganum


Mun rigningin og grámyglulegur á glettingi bjóða okkur velkomin? Eða fjallaandvari, kaldur, ferskur og hreinn? Eða safarík grasgræna sem fær nóg að drekka? Eða fagnandi foreldrar, ömmur, afar og vinir? Eða allt í senn? Líklega fáum við sitt lítið af hverju. Með ljómann í maganum munum við fljúga yfir eyjafjörðinn og stíga glöð á íslenska grund, æ hvað við hlökkum til.

Við verðum í Snægili 18 næstu 3 vikurnar kæru vinir, endilega látið í ykkur heyra, síminn er 462 54 87 og 0046 732551068, líklega mun ég redda mér íslensku númeri á næstu dögum.

Ástarkveðjur Brynjalilla og hennar fylgifiskar

8 comments:

Anonymous said...

Í morgun var rigning og nú er sólin farin að skína enda spennt að sjá ykkur :)

Sjáumst
Edda sem vonar að börnin verði vöknuð svo hún komist á völlinn !!!

Fnatur said...

Hlakka svoooo mikið til að sjá þig elsku krútta.

Anonymous said...

Hlakka til að sjá þig og kannski verður það fyrsta að veifa þér yfir planið :-)

Thordisa said...

Velkomin mín kæra ég hr í þig í dag

Anonymous said...

Velkomin kæra Brynja,
kær kveðja,
Ásta Ó.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Velkomin til landsins mín kæra. Vonast til að sjá þig meðan þú dvelur á landinu.

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Ég og stelpurnar erum að fara norður í Skagafjörð um helgina en stefni á að vera á mánudag og þriðjudag á Akureyri. Væri rosa gaman að sjá ykkur. Gsm hjá mér er 846 7514.

imyndum said...

leiðinlegt að missa af ykkur elsku vinkona. Við erum á leiðinni til Kaíró á mánudaginn og verðum í 3 vikur. Stoppum rúma viku í París og komum ekki til Íslands fyrr en 20 Júlí. Njótið vel als því sem Ísland hefur að bjóða
Bisous