Thursday, July 31, 2008

litlar áhyggjur af morgundeginum

Ég er södd og sæl eins og kisa sem lúrir í sólinni og hefur litlar áhyggjur af morgundeginum. Sleiki á mér loppurnar og set upp stýrið, ævintýrið er þó ekki úti heldur rétt byrjað. Ágúst er framundan, fríið og ævintýrið heldur áfram. Sagan tekur dýfur, rólega millikafla og fléttar inn í hliðarsögur með lykkjum og slaufum sem lífga upp öll skynfæri kisunnar. Mallinn malar og heldur að hann verði aldrei aftur svangur, sólkysst húðin þakkar fyrir sig og bíður mýflugnabitum byrginn með nýfengnu sjálfsöryggi....

Kisi kúrir í fleti og kleinuilmur fyllir húsið

Monday, July 28, 2008

Tuesday, July 22, 2008

kílómeter af himnaríki

Ég man þá tíð sem útihátiðir með búsi og tilheyrandi gelgjulátum freistuðu mín, laugar 1987, Melgerðismelar 1988 og og svo fram vegis. Með hækkandi aldri hefur þetta breyst svolítið. Útihátiðir freista enn en bara í annarri mynd. Loppisar, antíkmarkaðir og slíkt góss er víða í henni Sverige, heilar helgar og dagar eru teknar undir herlegheitin og eru þetta útihátíðir sem þóknast mér. Við stöllur Tobba lögðum af stað með nesti í gömlum þægilegum skóm 7:00 á sunnudagsmorgni til Degeberga staðráðnar í að missa ekki af mínútu af eins dags útihátíð.

Tobba til í slaginn, vagninum var skilað aftur í bílinn þegar einn gamall kall datt um hann kylliflatur, við héldum í eitt augnablik að við hefðum drepið hann en komumst að því að fall er fararheill, því þá opnaðist einn kílómeter af himnaríki

Það þurfti engan lyklapétur hér, við sáum sjálfar um inngönguna enda aufúsugestir, það var auðvelt að njóta lystisemda himnaríkisins, við prúttuðum og gerðum snilldarkaup á "gömlu drasli" Sitjum hér sigri hrósandi með kaupin og veltum fyrir okkur hvernig ferja eigi góssið í bílinn

Búnar að leysa vandann, allir pokar hanga aftan í bakpokunum, búið að troða því sem komst í kassa. Um okkur safnaðist hópur fólks sem fylgdist með aðförum okkar sannfært um að þetta gætum við aldrei, við hlógum okkur máttlausar og tókum íslenska valkyrjugenið á þetta, stóðum okkur með prýði og komust heilu og höldnu í bílinn

Wednesday, July 16, 2008

ef maður á heima í málverki er allt hægt.

Ég á heima í málverki þessa dagana. Ferköntuð form og innlit í glugga jökuls. Fann þessar setningar í skissubókinni minni:

Að hvílast á jökli, finna æðalátt okkar beggja og óþreyjufulla náttúruna

og hér sit ég og læt mig dreyma um glæsta fjallgöngu...það er mín náttúrufræði


Annars er gaman að eiga heima í málverki, ég er heppin að geta skroppið þangað. Tók Dagrúnu með mér í ferðalag og Sylvíu litlu skvísu sem vildi halda upp á fimm ára afmælið sitt í dag þó rauntími sé ekki fyrr en í apríl. Hinsvegar ef maður á heima í málverki er allt hægt.





Tilboð óskast

mynd dagsins 120x72 sm

Ég í vinnugallanum

Þetta er ekki málverk, heldur svuntan mín

Listamannssvipur Dagrúnar

Sylvía Rós, lítill lærlingur

Dagrún er efnileg

Rassálfarnir í Stångby munda penslana

Saturday, July 12, 2008

det e najs

útilega, át og trallerí og svo er ég nýbúin að kaupa mér tryllibók eftir Karen Alvtegen sem heitir "skugga" det e najs eins og skánverjar segja.

Vöfflur með sinnepi, not

Brauð með rósahunangi, uppáhalds

Ekki leiðinlegt

Hrot í heitu tjaldi

Ást

Ariel Helga Ísold

Fallegt hús og kóngurinn af Saba

Áfram Ísland

Með dassi af íslenskum fjöllum, væri þetta fullkomið

Útilegukonan

Drottningin af Stångby

Halahult með öllu

Drottningin af Saba

Lasagna með sól og tveimur fjölskyldum


Skítugar og hamingjusamar tær í lavenderbaði

kisa

bloggleti, gott veður, leika sér, hjólatúrar, scrabble á kvöldin, sofið út, ég er kisa...mjá

Friday, July 04, 2008

Product of Iceland

Siglufjörður and a visit to an old fishing museum



















The mountains of my youth and my son



This is the life

Happy Icelandic children


Kolfinna with her favorite ear

My beautiful Icelandic mountains and children with Akureyri behind them





Midsommer night with family and friends at my sisters farm, we did not eat the dog nor the shark only delicious fishsoup made by me and my sister




























The Mountain Kaldbakur 1173 m, I am so proud of my kids



Grandmother lego, she was always a little bit behind
































The fishing at Ystuvík, with my parents please notice how professional we are, we have this in our blood












My father the fisherman



Icelandic goddess party, oboy






My mother in law and my mother, they are true godesses