Tuesday, July 22, 2008

kílómeter af himnaríki

Ég man þá tíð sem útihátiðir með búsi og tilheyrandi gelgjulátum freistuðu mín, laugar 1987, Melgerðismelar 1988 og og svo fram vegis. Með hækkandi aldri hefur þetta breyst svolítið. Útihátiðir freista enn en bara í annarri mynd. Loppisar, antíkmarkaðir og slíkt góss er víða í henni Sverige, heilar helgar og dagar eru teknar undir herlegheitin og eru þetta útihátíðir sem þóknast mér. Við stöllur Tobba lögðum af stað með nesti í gömlum þægilegum skóm 7:00 á sunnudagsmorgni til Degeberga staðráðnar í að missa ekki af mínútu af eins dags útihátíð.

Tobba til í slaginn, vagninum var skilað aftur í bílinn þegar einn gamall kall datt um hann kylliflatur, við héldum í eitt augnablik að við hefðum drepið hann en komumst að því að fall er fararheill, því þá opnaðist einn kílómeter af himnaríki

Það þurfti engan lyklapétur hér, við sáum sjálfar um inngönguna enda aufúsugestir, það var auðvelt að njóta lystisemda himnaríkisins, við prúttuðum og gerðum snilldarkaup á "gömlu drasli" Sitjum hér sigri hrósandi með kaupin og veltum fyrir okkur hvernig ferja eigi góssið í bílinn

Búnar að leysa vandann, allir pokar hanga aftan í bakpokunum, búið að troða því sem komst í kassa. Um okkur safnaðist hópur fólks sem fylgdist með aðförum okkar sannfært um að þetta gætum við aldrei, við hlógum okkur máttlausar og tókum íslenska valkyrjugenið á þetta, stóðum okkur með prýði og komust heilu og höldnu í bílinn

4 comments:

Anonymous said...

Maður kemst allt með svona lífsnauðsynlega hluti einsog ég sé að þið hafið verslað ;)

Knús úr sumarblíðu :)
Edda

Anonymous said...

Hej, ser att ni varit på loppis och fyndat =)Åker nog ner nästa vecka så kanske ses vi då?
puss o kram Britta o Sixten

Anonymous said...

Hej, ser att ni varit på loppis och fyndat =)Åker nog ner nästa vecka så kanske ses vi då?
puss o kram Britta o Sixten

Fnatur said...

Ohhh hvað það hefði nú verið gaman að vera með ykkur skvísum.