Eplauppskeran tröllríðandi, við kunnum vel að meta það enda epli góð og holl og hægt að eta í ýmsum myndum, já og meira að segja hægt að búa til mynd úr þeim. Síðustu helgi fórum við í Gloriu eplagarðinn sem er bara í 10 mín hjólafjarlægð héðan og týndum epli í eplabrauð handa Ingveldinni sem heiðraði okkur með afmælisdegi. Svo núna um helgina keyrðum við austur á skán til Kivik og dýrkuðum eplagoðin meira. Ferlega skemmtilegt, yndislega sænskt og eitt af þessum litlu ævintýrum sem gerir Svíþjóð skemmtilega og notalega.
Í kvöld var sænskt skyr, sænsk nýtýnd niðurbrytjuð epli, íslensk bláber, norskur reyktur lax og rúgbrauð í matinn
Evurnar:Brynja og Ingveldur reyna við syndina
Elsku strákurinn minn
Eplabrauðið sem Valur bakaði á afmælideginum hennar Ingveldar, svo gott
Kjammis, kjammsað á súkkulaðihúðuðum og sykurhúðum eplum
kjamms
Evan,Adaminn,snákurinn og 35 000 epli
Eplacollage
Sumir myndu segja illa farið með góð epli en...
Sænska stemmingin ráðandi
Lítið hægt að veiða með páfuglsfjöðrum en má reyna
Ídan og Dagrúnin
Hörður Breki og Óskar Páll hugsandi
Reynt að leggja hugsunum lið
Og í lokin elskulega afmælisstelpan hún Nanna sem var því miður fjarri eplagamni, 17 ára á morgun, til lukku músalús aldrei að vita nema þú fáir pytt i panna í matinn annaðkvöld, við elskum þig
Sunday, September 28, 2008
Friday, September 26, 2008
gyðjulæti en ekki ólæti
Elskulegi föstudagur runninn upp, er á leið til Malmö að vinna verkefni í heilsuhagfræði stuð. Mér líður vel, búin að fá mér hafragraut, fara í leikfimi og er í gallapilsi. Gott þegar maður nær rútínunni í rassinn og bakið mitt er með gyðjulæti en ekki ólæti.
Ég ætla að kaupa mér blóm í dag.
Ég ætla að kaupa mér blóm í dag.
Tuesday, September 23, 2008
Lífsblómið
Fyrirlestur dagsins í gær var fluttur af Julian Tudor Hart, 81 gamall heimilislæknir frá Wales og marxisti með meiru. Mjög gaman að hlusta á reyndann og skemmtilegann kall. Ég hitti Elísabetu Gerle í pásunni, manaði mig upp í að fara að þakka henni fyrir fyrirlesturinn sem ég var á með henni um daginn sjá blogg Hún var svona almennileg og við spjölluðum um tengsl heilsu og menningar og gildi þess að nýta sköpunargáfuna sem býr í okkur mannfólkinu. Ég fékk svoltið í hnén því ég ber mikla virðingu fyrir þessari konu og mér fannst það skemmtilegt (kannski líka af öðrum ástæðum sjá síðar í þessari færslu). Annars dró ég Ingveldi þessa elsku með á fyrirlesturinn en hún er búin að vera í heimsókn hjá mér síðustu daga. Eins og okkur er lagið höfum við nýtt dagana vel og m.a. vökvað lífsblómið af og til. Við vorum því ekki alveg að ná að einbeita okkur, læt því til sönnunar fylgja með bréfaskriftir sem fóru okkur á milli.
"heldurðu að það sé lykt af okkur"?
"ó já ég held að það sé þokkaleg lykt af okkur"
"ó men og ég var að tala við master thesis prófessorinn minn, og á eftir að tala aftur við hann í hlénu"
....
pældu í því hann er 81 árs...
"væri gott að hafa fleyginn núna"
"ojá, hvað eigum við að gera á eftir"?
"Veit ekki, væri til í að ná Martin og Nick á krána"
..."maðurinn getur talað"
"núna þyrfti ég að fá mér sopa"
"þetta minnir mig á íslenskutíma hjá meistara í gamla daga"
"ójá"
En svo sem til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ákaflega samviskusamur nemandi sem gef lífsblóminu yfirleitt hafragraut. Við komumst klakklausar frá þessari breytingu á lífsblómamatseðlinum, allavega sýndi fólk þá kurteisi að þefa ekki af okkur með vandlætingarvip. Valur var sem betur fer með og gætti þess að blómið yrði ekki ofvökvað.
eigið góðan dag, nú er ég farin til Kaupmannarhafnar með lífsblóminu og Ingveldarblóminu.
"heldurðu að það sé lykt af okkur"?
"ó já ég held að það sé þokkaleg lykt af okkur"
"ó men og ég var að tala við master thesis prófessorinn minn, og á eftir að tala aftur við hann í hlénu"
....
pældu í því hann er 81 árs...
"væri gott að hafa fleyginn núna"
"ojá, hvað eigum við að gera á eftir"?
"Veit ekki, væri til í að ná Martin og Nick á krána"
..."maðurinn getur talað"
"núna þyrfti ég að fá mér sopa"
"þetta minnir mig á íslenskutíma hjá meistara í gamla daga"
"ójá"
En svo sem til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ákaflega samviskusamur nemandi sem gef lífsblóminu yfirleitt hafragraut. Við komumst klakklausar frá þessari breytingu á lífsblómamatseðlinum, allavega sýndi fólk þá kurteisi að þefa ekki af okkur með vandlætingarvip. Valur var sem betur fer með og gætti þess að blómið yrði ekki ofvökvað.
eigið góðan dag, nú er ég farin til Kaupmannarhafnar með lífsblóminu og Ingveldarblóminu.
Wednesday, September 17, 2008
No more threesome?
Nú er komið að því eða allavega á næstu dögum, kannski, hugsanlega fljótlega. Nú verður þessu bara að linna. Það er kominn tími á, fyrir löngu, að slíta sambandi. Þeir hafa veitt mér nautnir, sérstaklega á kvöldin þegar ég hef þurft á sérstakri uppörvun að halda eftir annasama daga. Við höfum átt mörg munaðarfull augnablik saman, við þrjú höfum verið eitt mörgum sinnum í skammtímaalgleymi. Ég er of oft búin að sjá botninn. Bragðið, lyktin, áferðin og fjölbreytnin hefur hinsvegar togað mig yfir í syndina. Ég bölva þeim en elska um leið. Ástarhaturssamband okkar gengur ekki lengur. Orkan sem þeir gefa mér um stund er fölsk, hún er góð þar til botninn er skafinn en þá tekur við tómleikinn og samviskubitið. Nú þarf ég að rýna í raunverulegar þarfir og leggja þessa syndugu vini mína til hliðar. Eða hvað... efinn nagar mig, hvað þegar ég þarf að fá faðmlag í formi súkkulaðiþerapíu eða pistasíuhrolls, hvað þá, er ég í alvöru að segja: no more threesome?
Friday, September 12, 2008
Viltu hlýja mér?
Bragðgóða piparkaka, það er svo góð lyktin af þér. Viltu hlýja mér að innan sem utan með mjólkurlúsinni? Stundum eru föstudagskvöldin best í ykkar félagsskap þegar ró er komin í húsið.
Monday, September 08, 2008
Elisabeth Gerle Ástríður
Elisabeth Gerle, hrifning eða ást við fyrstu sýn? Mig langar til að kynnast henni eða allavega fara á fleiri fyrirlestra með henni, allavega heyra hana syngja. Prestur, jazzsöngkona og vísindamaður. Ég var high on life eftir að hafa verið á fyrirlestri hjá henni í dag um mannréttindi. Hún er svo falleg konan, berfætt í háhæluðum skóm með svo lifandi blá augu. Ég gat bara ekki hætt að horfa í þessi augu sem gjörsamlega gripu mig og tóku mig og skólasystkini mín í ferðalag um upprunahugmyndir mannréttinda. Umræður um kynjahlutverk, trúarhugmyndir,biblíuþýðingar og ótrúlega bragðsterk og hrífandi hebresk orð sem hún sagði fallega upphátt. Líflegar umræður í kjölfarið þar sem sterkur trúarhiti býr í mörgum skólasystkina minna, oft undarlega fjarlægur rökhyggju. En dæs, andvarp og korriró, í dag fann ég fyrir ástríðu á orðum, fékk innsýn inn í guðfræði og sá heiminn með nýjum sjónarhornum, dillidó þetta var æðislegt.
Thursday, September 04, 2008
kvöldgælur
Annríkið er ekki lengi að hreiðra um sig, blessað. Er að reyna að strjúka því og gæla við það, sefa það og róa. Gengur annan hvorn dag. Fæ svolitlar hjartsláttatruflanir öðru hvoru en þær eru enn á byrjunarstigi og ég sleiki útum því það er gaman að vera á öðru ári og vera búin með doðranta sem var leiðinlegt að hafa í rassinum alla daga fyrir ári. Valkreppa gerir þó vart við sig því núna er ég að reyna að velja milli kúrsa í mental health og sexual og reproductive health held að ég muni læra meira af þeim seinni en í hinum kúrsinum er ég á kunnuglegum slóðum sem er svolítið freistandi auk þess sem rannsóknarverkefnið mitt fer inn á það svið meira. Hef samt viku til að ákveða mig og ég mun gera kosta-galla greiningu þangað til.
Dagrún mín litla hrýtur snemma þessa dagana, hún dettur út af rétt eftir kvöldmat og gleymir að velja sér föt fyrir morgundaginn sem þýðir að við þurfum helst að vakna hálftíma fyrr en venjulega til að taka þann höfuðverk. Uppáhaldið hennar núna er bláberjajógúrt með rúsínum. Hún er sátt og sæl jafnvel þó við séum enn ekki enn búin að finna handa henni almennilegan regngalla sem verður verkefni um helgina.
Hörður hinsvegar hrýtur ekki eins snemma og litla sys. Hann vakir lengur og les Tinna, Gottskálk Skelfi, One piece og Knasen. Við mæðgin eigum góðar Tinnastundir og það var alveg magnað að lesa bókina þar sem Akureyri er nefnd....þið eigið að geta í hvaða bók það er. Annars fórum við í júdó í dag og ég fékk ekki að leiða hann yfir götuna... ég fékk samt að kyssa hann góða nótt.
Klukkan er of margt þar sem hér er farið snemma á fætur. Ég er að rýna í kostnaðargreiningu á inngripi til að draga úr endurkomu drykkjusjúklinga á slysadeild með hjálp spúsa, ferlega leiðinlegt en verð að viðurkenna að heilsuhagfræði er bara nokkuð áhugaverð og athyglisvert að skoða ný sjónarhorn á því hvað ýtir undir eða dregur úr áhættuhegðun okkar manndýra.
Kvöldmaturinn var snarl, heitar samlokur, bláberjasúpa og hafragrautur. Þið bara verðið að prófa nýjustu hafgrautssamsetninguna mína, hafragrautur, kotasæla, bláberjasúpa og kanel, amminamminamm, þorið þið eða flokkast þetta undir of mikla áhættuhegðun?
Sofið rótt í alla nótt, dreymi ykkur vel og guð blessi ykkur. Ef það er erfitt að sofna fáið ykkur þá volga bláberjasúpu í bolla, helst bleikan og leyfið hollustunni að fóðra ykkur að innan.
PS: er að skrifa á nýju tölvuna mína og takk fyrir öll kommentin á síðustu færslu. Mér þykir ósköp vænt um ykkur.
Dagrún mín litla hrýtur snemma þessa dagana, hún dettur út af rétt eftir kvöldmat og gleymir að velja sér föt fyrir morgundaginn sem þýðir að við þurfum helst að vakna hálftíma fyrr en venjulega til að taka þann höfuðverk. Uppáhaldið hennar núna er bláberjajógúrt með rúsínum. Hún er sátt og sæl jafnvel þó við séum enn ekki enn búin að finna handa henni almennilegan regngalla sem verður verkefni um helgina.
Hörður hinsvegar hrýtur ekki eins snemma og litla sys. Hann vakir lengur og les Tinna, Gottskálk Skelfi, One piece og Knasen. Við mæðgin eigum góðar Tinnastundir og það var alveg magnað að lesa bókina þar sem Akureyri er nefnd....þið eigið að geta í hvaða bók það er. Annars fórum við í júdó í dag og ég fékk ekki að leiða hann yfir götuna... ég fékk samt að kyssa hann góða nótt.
Klukkan er of margt þar sem hér er farið snemma á fætur. Ég er að rýna í kostnaðargreiningu á inngripi til að draga úr endurkomu drykkjusjúklinga á slysadeild með hjálp spúsa, ferlega leiðinlegt en verð að viðurkenna að heilsuhagfræði er bara nokkuð áhugaverð og athyglisvert að skoða ný sjónarhorn á því hvað ýtir undir eða dregur úr áhættuhegðun okkar manndýra.
Kvöldmaturinn var snarl, heitar samlokur, bláberjasúpa og hafragrautur. Þið bara verðið að prófa nýjustu hafgrautssamsetninguna mína, hafragrautur, kotasæla, bláberjasúpa og kanel, amminamminamm, þorið þið eða flokkast þetta undir of mikla áhættuhegðun?
Sofið rótt í alla nótt, dreymi ykkur vel og guð blessi ykkur. Ef það er erfitt að sofna fáið ykkur þá volga bláberjasúpu í bolla, helst bleikan og leyfið hollustunni að fóðra ykkur að innan.
PS: er að skrifa á nýju tölvuna mína og takk fyrir öll kommentin á síðustu færslu. Mér þykir ósköp vænt um ykkur.
Subscribe to:
Posts (Atom)