Eplauppskeran tröllríðandi, við kunnum vel að meta það enda epli góð og holl og hægt að eta í ýmsum myndum, já og meira að segja hægt að búa til mynd úr þeim. Síðustu helgi fórum við í Gloriu eplagarðinn sem er bara í 10 mín hjólafjarlægð héðan og týndum epli í eplabrauð handa Ingveldinni sem heiðraði okkur með afmælisdegi. Svo núna um helgina keyrðum við austur á skán til Kivik og dýrkuðum eplagoðin meira. Ferlega skemmtilegt, yndislega sænskt og eitt af þessum litlu ævintýrum sem gerir Svíþjóð skemmtilega og notalega.
Í kvöld var sænskt skyr, sænsk nýtýnd niðurbrytjuð epli, íslensk bláber, norskur reyktur lax og rúgbrauð í matinn
Evurnar:Brynja og Ingveldur reyna við syndina
Elsku strákurinn minn
Eplabrauðið sem Valur bakaði á afmælideginum hennar Ingveldar, svo gott
Kjammis, kjammsað á súkkulaðihúðuðum og sykurhúðum eplum
kjamms
Evan,Adaminn,snákurinn og 35 000 epli
Eplacollage
Sumir myndu segja illa farið með góð epli en...
Sænska stemmingin ráðandi
Lítið hægt að veiða með páfuglsfjöðrum en má reyna
Ídan og Dagrúnin
Hörður Breki og Óskar Páll hugsandi
Reynt að leggja hugsunum lið
Og í lokin elskulega afmælisstelpan hún Nanna sem var því miður fjarri eplagamni, 17 ára á morgun, til lukku músalús aldrei að vita nema þú fáir pytt i panna í matinn annaðkvöld, við elskum þig
Sunday, September 28, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Þvílík litadýrð. Yndislegar myndir sem hægt er að kjammsa á:)
Þið eruð svo mikil krútt, þið Ingveldur. Alveg jafn ferskar og í fyrsta bekk í menntó, eins og þið hefðuð verið að byrja í gær.... Góða skemmtun í Svíaríki!
Takk takk Brynja:)
Mmmm epli, syndsamlega góð svona beint af trjánum. Augljóslega alltaf stuð í Svíaríki. Hafið það gott og til hamingju með afmælið elsku Ingveldur.
Post a Comment