Thursday, October 02, 2008

ekkert er stundum gott

lúsin mín litla er öll að braggast. Hún vildi núðlur með súrsætri sósu í dag, sem er gott batamerki. Hálsinn er enn aumur en verst finnst henni bólgna tungan, en eitthvað ráku þeir sig í hana þegar hálskirtlarnir voru teknir. Dagrún er bæði svo lítil og stór, þarf að knúsa mig og halda í hendina mína en ber sig vel og veltir fyrir sér mögulegum afmæliskræsingum. Við ætlum að búa til piparkökuíssamlokur þegar piparkökuárstíðin byrjar, sem betur fer er stutt í hana.

Hörður Breki hjólaði til Lundar í gær, lenti í mígandi rigningu en bar sig vel, enda með nýja warhammer karla í vasanum. Sjálfstæðari með hverjum deginum með lykil um hálsinn. Hann gerði lexíurnar sínar áðan á stofugólfinu, æfði enskan orðaforða og reiknaði en gaf sér tíma til að horfa á Simpsons, hann er komin með "häng" á buxurnar og ennþá finnst mér það bara krúttlegt.

Ég sit í sófanum, ekkert í sjónvarpinu, hangi í tölvunni, með samviskubit yfir tímaeyðslu í ekkert. En ekkert er stundum gott. Á morgun eina ferðina enn föstudagur, ætla að læra á mig svo um munar og baka svo eplaköku á laugardaginn, tillögur um uppskrift?

4 comments:

Anonymous said...

Ohhh þau eru svo dugleg :)
mmmm ég væri til í að koma í piparkökuíssamlokurnar.

Já það er gott að gera ekkert...hugsa sér hvað það væri slæmt ef maður kynni ekki að njóta þess...að gera ekkert :)

Knús til ykkar
Edda

Anonymous said...

Ekki gott að hafa "rekið sig í" tungugrey. Vonandi nær litla stúlka sér fljótt. Ég er ennþá með marsípaneplakökuna á heilanum frá því síðustu pælingar voru ;-) og mæli með þeirri í Af bestu lyst.
Knúsílús, Ingveldur.

Thordisa said...

hæ elskan mín mikið er langt síðan ég hef heyrt í þér. Var að klára nett biðað törn en er að sigla inn í aðra s.s. miðannaprófin. Fer norður á eftir vona að ég sjái sem flesta sem ég þekki og finnst skemmtilegir vil ekkert sjá hina hehe knús og góða helgi

Anonymous said...

Hæ elsku Brynja, hef ekki litið inn lengi, gaman að lesa allar fréttirnar þínar og sjá myndirnar. Og já, það er sko gott að gera ekkert, en það er lúxus sem ég get sjaldan leyft mér þessa dagana (þessi kennsla;-)).
Knús og kram, Ingibjörg