Friday, October 24, 2008

takk fyrir innlitið

Músin mín litla lasin, með eyrnaverk, kallinn á ráðstefnu og frumburðurinn minn í skólanum, það er 9 stiga hiti og grámi í lofti. Ég er í röndóttum kjól með gloss, gengur alltaf betur að læra hrein og fín. Ég sit við borðstofuborðið mitt, ilmvatn dagsins er "for you" Jean Paul Gaultier. Ég er búin að kveikja á kertunum í kristalstjaka sem keyptur var í Tékklandi, ég er búin að fara út í garð og klippa ferskt lavender sem liggur núna á borðinu og ég tek öðru hvoru upp og þefa innilega af. Ég les frasa eins og:

value of the Cost-effectiveness threshold is a political or strategic defined value of the maximal costs of gaining a QALY or LYG. The height of the threshold value stipulates if the outcome of the CEA is cost-effective i.e. if the cost-effectiveness ratio is under this threshold. The threshold value is also referred to as the willingness-to-pay per QALY or LYG. The value of the treshold varies per country. For example the threshold value is set at €20,000 per LYG in the Netherlands........

Ég þarf oft að taka pásu, sinna músinni, hita mér te, kíkja í tölvuna og athuga hvort einhver hafi kommentað á mig, kíkja á moggann og athuga hvort eitthvað sé að gerast. Kíkja á blogg hjá hinum og þessum.

Knús á ykkur, ég vil fá kommentaknús til baka frá öllum sem lesa bloggið mitt í dag því ég þarf á því að halda og takk fyrir innlitið.

14 comments:

Anonymous said...

Jesús minn almáttugur.... það liggur við að maður þakki fyrir að barnið sé lasið svo þú þurfir sem oftast að standa upp og sinna henni ;) Mikið ógeðslega virkar þetta viðbjóslega leiðinlegt, segi nú ekki annað!!!
Vonum samt innielga að Dagrún verði fljót að ná sér elsku kerlingin. Hér var pakkað inn jólagjöfum og afmælisgjöf prinsessunnar í gærkvöldi og nú á bara eftir að græja jólagjöf þín og Vals.... ddadadadammmmm

Knús
Edda

imyndum said...

Skil vel þessar littlu pásur. Ótrúlegt hvað þarf oft að gera annað þegar maður ákveður að vinna heima. Það er samt ekkert betra þegar veðrið er eins og þú segir.

Gott gengi kæra vinkona og góðann bata littla Brynju mús

kossar
Rósa Rut

amamiha said...

Dear B,

I can understand perfectly what have been going through...I am next to u and here for u forever. Use a gin and tonic if necessary:))
Kisses,hugs and love
Miha

Thordisa said...

knús frá mér takk fyrir símtalið í gær

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Mikid djö verd eg fegin thegar thu ert buin i thessari törn og vid förum med rassgatid fullt af penginum og eydum i jolaskraut og okkur sjalfar, kannski pinku handa Valla og Sveinba, og pons handa krökkunum.
Bless i beli
er ad hlusta a Óskastundina, Gerdi G Bjarklind sidan i dag.
Einsi fór í afmaeli til stelpu, gaf henni bleika rúmfó kertastjakann minn med kerti i (ónotudu) og slaufu, kortid var gömul glansmynd af hrossi!
Djöfull hata eg peningaleysi
Tek á móti frjálsum framlögum.
Thetta bara á ekki vid mig, fer mér ekki og hvad thá ther.
Bid ther samt í raudvinsglas og ad skoda gömul híbýlablöd ef thu vilt a eftir.
Taktu eyrnaskodunartaekid mitt med og Dagrúnu. Svona bara okeypis heilbrigdisthjonusta, djeskoti ertu alltaf ad graeda!!
Lavenderinn minn er haettur ad ilma,

Anonymous said...

Ræfils þú!
Baráttukveðjur við að plægja þig í gengum þessa að því virðist hræðilega óspennandi texta.
Hér er annars allt gersamlega á kafi í snjó og enn bætir í. Bara alvöru "snöstorm" úti... jakk...

Anonymous said...

Stórt knús á þig Brynja mín. Bókin hljómar ekki spennandi...

Anonymous said...

Þótt svo ég geti verið drullu "leim" að "commenta" þá hugsa ég nú oft til þín elsku vina mín. T.d. alltaf þegar ég nota Bobby Brown glossið mitt í vinnunni og heima fyrir alla daga.
Heyri vonandi fljótlega í þér bonnsið mitt. Úti er alveg ekta kúri-knúsi veður, snjóstormur og kalt, lítið skyggni og óveðursviðvaranir í netfréttamiðlum. Er að klára afríska shiraz rauðvínið mitt og velta fyrir mér hvort ég eigi að nenna að fara á Sálar-ball á morgun með mágkonum mínum....efa það ekki að það yrði stuð....ef hljómsveitin er ekki veðurteppt hahaha, ohh svo íslenskt vííííí.
PS Eru nokkuð alltof mikið að hafa áhyggjur að pjéningum?? mér finnst eins og ég lesi það milli lína???
Þín Ingveldur.
Og mundu "you can't buy me love daddaraddaraaaa..."

Anonymous said...

knús

Soar Iceland said...

Hæ elsku grásleppan mín ...finn til með þér og litlu músinni henni Dagrúnu.. búin að standa í stóræðum en við hjónin ákváðum að dansa og tjútta kvöldið í kvöld heima tvö saman meðan stórhríð hrindir á rúðurnar ..elska manninn minn, börnin og ykkur ásamt öllum í fjölskyldu okkar beggja og líka alla hinna sem eru bara bestu vinir okkar megaknús Ragna

Fnatur said...

Æi litla músin. Það er svo ferlega vont að vera með í eyrunum. Ljósa pilsið sem þú fannst á forever21 með svörtu blómunum er ljótt þegar maður sér það "up close". Rakst á það í forever búðinni í mollinu MÍNU í dag. Sá samt fullt af öðrum flottum pilsum, bolum, peysum, jökkum og kjólum þar sem þú hefir fílað í strimla:) Verst þú varst ekki með.

Batakveðjur til Dagrúnar.

kossar.

brynjalilla said...

oh hvað þið eruð yndilsg, takk fyrir öll knúsin, þau eru ekki í peningum talin enda meira virði. Ljósin mín ljúfu nú er ég farin á bókasafnið sem er sem betur fer fallegt og notalegt, les á mig í dag og reyni að skilja samhengið í þessu öllu saman. Er búin að fá loforð mannsins míns að þegar ég skríð heim í dag, þá verður fínt og kertaljós, það finnst mér notalegt þrátt fyrir að hér sé enginn snjóstormur heldur 10 stiga hiti og sól, það skrýtnasta samt er að ég væri sko alveg til í snjóstorm, elska óveður svo lengi sem tjón hlýst ekki af.

Hjörvar Pétursson said...

Rafrænt knús nú þegar, Brynja mín. Og svo eitt lífrænt eftir svona fjóra tíma. Hlakka til að sjá ykkur.

Anonymous said...

Knús til þín og karlsins míns!
Árný