Sunday, October 26, 2008

sár mun gróa á höfði

Leikurinn er svo skemmtilegur og stundum gleymist að fara varlega. Það er gott að fá að príla á herðar bróður síns, labbandi milli húsa. En það er ekki gott að detta, það er vont og allir verða hræddir þegar stór bróðir birtist og er hræddur og dapur og lætur vita um slysið. Það er enn verra að finna ekki barnið strax vitandi að það fékk höfuðhögg. Mamman og pabbinn, komu leitandi meðan við snæddum pizzulús, stukkum til og spretturinn um hverfið var hraður og hugsanirnar voru skynseminni yfirsterkari, myndir birtust í haus og einkenndust af histeríu. Barnið fannst með gat, aldrei hefur barnsgrátur hljómað jafn fallega, Áverkar minni en haldið var í fyrstu, sár mun gróa á höfði og hjartsláttur allra komast í eðlilegt horf. Elsku litla Helga mín mikið rosalega varstu dugleg og mikið ósköp elskum við þig mikið

12 comments:

Anonymous said...

Helga er nú sterkasta 6 ára stelpa sem ég þekki, það kom ekki eitt tár þegar Valli var að sauma sárið

inga Heiddal said...

ÆÆÆ... En þau eru fljót að gleyma og komin á fullt áður en maður veit af. Góða nýja viku. Klemmz INGA

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Mikid er eg nu ánægð með hana, hún segist verða "extra ógeðsleg" á Halloween því hún er með sár á höfði!, búin að eyða kvöldinu síðan ég kom heim að stofna aðgang að franska ebay, fann nefnilega svo mikið flott þar, og ODYRT, nú heiti ég sem sagt brynjan0046, þannig að ekki bjóða í mína hluti thank you, á nú samt ekki krónu, en allavega, þú ert allstaðar í öllum innloggningum mínum , á tradera, í vinnunni svo ég geti lesið journala, og núna á ebay.
Sá tvö börn fæðast í dag, í byrjun og lok vaktar, þurfti að liggja hálf ofaná mömmunni, sem ætlaði af skurðarborðinu, og segja djúpri röddu "nú gerir þú eins og ég segi", söng svo fyrir hana og nuddaði milli augnanna, og hún stóð sig eins og hetja, barnið grenjaði strax o svo fór ég heim eftir mjög þunga vakt.
Blessuð börnin, blessuð börnin.
Valur Helgi, er náttúrlega hetjan á mínu heimili, getur allt, kann allt og bestur í að róa móðursjúka móður og móðursjúk börn, tala nú ekki um að vera með saumasett og allt bara svona heima, sannkallaður heimilislæknir! og best er að vera ekki einu sinni rukkuð, þú manst læknar og læknabörn eiga að fá ókeypis læknaþjónustu, skv Codex Edicus,
Mér finnst líka að læknar eigi að fá ókeypis á franska ebay.
Löv jú,
Fer að sofa fljótlega, önnur vakt á morgun, og þá alla nóttina, vei vei mikið er ég heppin!!!

Anonymous said...

Já, Valur klikkar ekki á því. Gleymi ekki hvað hann var almennilegur og þegar hann kom heim til okkar að líta á Jóhann litla þegar hann var búinn að vera með ælupesti í nokkra daga og var orðinn mjög slappur, og móðirin ennþá slappari á taugum (Jónas í Ameríku). En Valur var svo ótrúlega nærgætinn og góður við Jóhann og tókst honum ekki síður vel að róa tuagaveiklaða móðurina. Takk Valur, þú klikkar ekki!

Anonymous said...

obbosí !
Þetta er greinilega svaka dugleg stelpa - algjör hetja !
Vallinn klikkar náttúrulega ekki :)

Knús úr snjónum
Edda

Anonymous said...

rffa er semsagt edda á vitlausum stað á lyklaborðinu
hahahaa....

Anonymous said...

Thad er aldrei lognmollan i kringum ykkur tharna nidur fra. Modir, barn og laeknir - thetta eru hetjur hvunndagsins.
Farid vel med ykkur.
kvedja Lola

Hjörvar Pétursson said...

Einmitt, Brynja: Það eru til þær stundir þegar barnsgrátur er fegursta hljóð í allri veröldinni. Enn og aftur takk fyrir mig, annars.

Fnatur said...

Elsku litla knúsin.
Þetta verða skemmtilegar minningar þegar hún verður eldri. Þá verður sagan sögð aftur og aftur þegar hún fékk gat á hausinn.
Þvílíkur lúxus á ykkur annars að geta gert að svona sárum bara heima í eldhúsi:)

Kossar.

Anonymous said...

sakna þess að fá ekki nýtt blogg....
vonandi er gaman hjá ykkur og pakkarnir komnir undir jólatréð ;)
Vona að Dagrún hafi verið ánægð með afmælisgjöfina

Knús úr 8 stiga frosti og blíðu
Edda

Anonymous said...

Mikið er nú gott að allt fór vel, það er ekkert jafn slæmt eins og að þurfa að leita að barni sínu, finna það er dásamlegt, gott að hafa Valla til staðar að sauma fyrir gat á enni (tala af lífsreynslu frá barnsaldri, fannst þetta þá svakalegt og Ása í Kálfsskinni kom og bjargaði málunum)
Dugleg stúlka og á framtíðina fyrir sér með smá lífsreynslu í farteski sínu.
Love

brynjalilla said...

takk fyrir síðast Hjörvar minn það var svo gaman að hitta þig. Takk þið öll hin fyrir falleg orð og að hugsa til okkar.
knús á ykkur