Sunday, October 12, 2008

það er alltaf gott að vera hjá vinum.

Við erum komin heim í heiðardalinn eftir indæla ferð til Gautaborgar þar sem við hittum vinina okkar Andra og Rósu og börn þeirra þrjú. Valur og Andri settu bát í var meðan við húsfrýrnar unnum í eldhúsinu og nutum þess að spjalla um heima og geima og allt í kring. Við borðuðum gamaldagsa smurtertu með hangikjetssalati og kanelsnúða við smábátabryggjuna, sænskt og íslenskt í senn. Við hittum gott fólk, Íslendinga og spjölluðum ástandið auðvitað og engin varð niðurstaðan. Við borðuðum íslenskt berjalegið léttreykt lambalæri og héldum áfram að ræða ástandið en náðum samt líka að njóta hvors annars og ræða persónulegri mál. Þetta var góð heimsókn á fallegu heimili, það er alltaf gott að vera hjá vinum.

Nú hefst mikil törn í lærdómi, miðannapróf framundan og stór verkefnaskil. Viðbrögð síðustu færslu færðu mér gleði, enda auðvitað stórar pælingar í gangi. Þær eru þarna ennþá, pælingarnar en líklegast best að salta þær í tunnu, halda þeim mátulega ferskum en samt ekki láta þær ráða för í bili. Ef landið nær floti á ný, ef góð vinnutilboð bíða handan við hornið, ef lækkun á fasteignamarkaði og verðbólgu er fyrisjáanleg, ef hjartað og skynsemin haldast í hendur þá fyrst verður tímabært að skola saltpækli af.

Nú er það hakk og spakk hjá vinum okkar Tobbu og Sveinbirni, mikið ljómandi gott er að þurfa ekki að elda á sunnudagskvöldi.

Knús á ykkur öll

2 comments:

Anonymous said...

Gott að heyra að þið hafið notið helgarinnar og eruð komin heim í heiðardalinn. haldið endilega áfram með pælingarnar þó að Ísland geti nú kanski ekki kallast bestasta eða stórasta land í heimi þessa dagana, þá er það nú einu sinni landið okkar og hvergi annarstaðar viljum við nú eiga heima. Ástarkveðjur héðan úr Snægilinu.

Thordisa said...

gangi þér vel að undirbúa miðannaprófin ég á sjálf 2 próf eftir.