Monday, May 11, 2009

Að hreinsa til í fataskápum, geymslum, skúmaskotum og jafnvel eigin hugarskotum gefur tilefni til nýrra drauma.

Ég er glöð og fersk, hrein og fín. Er í fríi í nokkra daga áður en ég undirbý vörnina mína í byrjun júní. Hlakka til og í dag hef ég mestar áhyggjur af því í hverju ég ætla að vera á vörninni. Um helgina var tekið á ruslahaugum sem hafa fengið að safnast upp í skúmaskotum, geymslu, skápum og háalofti. Merkilegt hvað kemur upp þegar byrjað er að róta og undirbúa flutninga. Allskonar góss sem einhverntíma hafði gildi sem horft er nú á með undrun, hugsanlegu þakklæti fyrir liðnar gæðastundir en fær nú blákaldan dóminn "henda" "gefa". Gamlar skólabækur, glósur, föt, minjagripir, leikföng sem heimilisbúar eru vaxnir upp úr og blettóttir dúkar fylla ruslapoka. Það er merkilegt hvað þessu fylgir mikill léttir, allt í einu er andað dýpra og frelsið er fyrirferðameira. Það er t.d ákaflega þægilegt að opna fataskápinn sinn og vita að þar eru bara nothæf föt en ekki flíkur sem bergmála unaðsstundir liðinna daga. Djammbolir og buxur sem hafa skinið úr sér allt skin og aflausn þeirra gefa fyrirheit um nýjan slíkan búnað þegar fram líða stundir.

Ég fékk lokakomment frá proffsanum mínum á laugardaginn, varð feimin og glöð og er í vinnu við það þessa dagana að trúa því. Hann hefur verið spar á hrósin í þessu ferli okkar en svo kemur þetta hrós sem ég í hégóma mínum og stolti vil deila með ykkur:

Hej Brynja


Bra jobbat - endast minor comments
Detta är jättebra du är smart skriver bra, bättre än de flesta av våra doktorander
Good Luck
Jan

Jan Sundquist, MD, PhD
Distriktsläkare/Family physician
Professor and Director,
Center for Primary Health Care Research
Lund University/ Region Skåne
Consulting Professor, SPRC, Stanford University School of Medicine


Því miður kemst hann ekki á vörnina þar sem hann verður að kenna í Granada. En þessi maður hefur haft heilmikil áhrif á mig. Hann er í fyrsta lagi 6 barna faðir, um tíma var hann einstæður með 3 börn og flutti þá til Suður Ameríku til eigindlegra rannsóknastarfa, yngsta barnið 6 ára. Allt gekk vel og þau öll spænskumælandi í dag og með ævintýragen í blóðinu, allavega þessi maður sýnir að það er hægt að láta drauma rætast.

Draumar eru svo mikilvægir, að lifa þá er yndislegt, en nýjir draumar eiga alltaf að vera velkomnir. Umfang þeirra þarf ekki að vera stórt og betra er að þeir séu raunhæfir. Þeir gefa okkur hreyfanleika, svigrúm fyrir nýjar upplifanir og gleði sem fylgir náðum markmiðum og kraft til að setja sér ný. Að hreinsa til í fataskápum, geymslum, skúmaskotum og jafnvel eigin hugarskotum gefur tilefni til nýrra drauma.

11 comments:

inga Heiddal said...

frábærlega skrifað. Fann fyrir ævintýraþrá og draumaheimi á meðan ég las... Til hamingju með lífið og tilveruna. Og gangi þér vel að grafa í skúmaskotum hugans það getur verið svo gaman..:!!!

Anonymous said...

Stórkostleg komment, held þú hafir bara efni á því að vera ánægð með þig. Er nú ekkert sérstök i sænsku, en mér sýnist maðurinn hafa verið að bjóða þér í doktorsnám!!! Það verður nú ekki amalegt að eyða miðævinni nálægt svona snillingi. Held bara að það hefði liðið yfir mig ef ég hefði fengið þessa skriflegu lofræðu eftir allt puðið. Hamingjuóskir og kveðja á þig og þína.
Þóra.

brynjalilla said...

Takk elskurnar, jú hann talar alltaf við mig eins og ég sé að fara í doktorsnám hjá sér þessi elska, en nú vil ég láta verkin tala, hef ekki pláss í skápnum mínum í bili fyrir fleiri háskólagráður, lýsi yfir tapi gagnvart Georg, vil fara að vinna og láta gott af mér leiða. Þóra við getum verið í því saman...þú veist á Akureyri;)

Anonymous said...

Flott skrif og ég óska þér til hamingju með að vera búin að kasta af þér óþarfa dóti! Þetta þyrfti að gerast á mínu heimili ... ræsk. Njóttu "kommentsins" og ég heyri í þér í kvöld.
Knúsibomm xx Ingveldur.

Hart, félag háskólamenntaðra táknmálstúlka said...

Æ, hvað það er alltaf notalegt að lesa skrifin þín - til hamingju með flottasta hrós í heimi! Njóttu frísins og þú verður örugglega ofboðslega flott í tauinu í vörninni. ;)

edda said...

algjört æði og þú ert alltaf skvísa :)

hannaberglind said...

Alltaf gaman að lesa vangaveltur þínar þú kemur þeim svo skemmtilega niður á blað, rétt eins og Jan vinur þinn segir þá ertu svo góðru penni:)
Til hamingju með tiltektirnar, þær eru ævinlega þarfar, ekki síst vegna þess hversu notaleg og frelsandi tilfinning fylgir í kjölfar þeirra.
kossar og knús úr sunnanrokinu á Ak.

Britta said...

Wow! Shysst kommentar! =) Det är du värd.
Kommer ni till Kristi Himmelfärdshelgen? Vore väldigt roligt.
PoK
Britta, Sixten o Co

imyndum said...

Kæra vinkona, til lukku með áfangann, mig langar til að mynna þig á aftur hvað ég er stolt af þér
knus
Rósa Rut

Erla perla said...

Til hamingju, það þarf ekki skyggnigáfu til að sjá að doktorsgráða er í spilunum. Kannski einmitt skynsamlegt að horfa upp á þjáningu vinkvennanna sem standa í því basli, áður en þú tekur ákvörðun um slíkt. (Ps. tek fram að ég er að vísa til Lindu og Rósu en ekki sjálfrar mínn þar sem ég er ekki enn komin á sársaukatímann).
Innilega sammála með fataskápinn. Minn hefur minnkað niður í algjöra lágmarksstærð og mér líður aldrei betur. Alltaf góð tilfinning þegar flíkurnar sigla með heimilishjálpinni út í fátækrahverfi.

ingibjörg said...

Frábær pistill Brynja, mig langar strax að rjúka í tiltekt, vildi ég hefði tíma til þess. En þetta með draumana snerti mig, er einmitt að reyna að dreyma mátulega stóra drauma þessa dagana, vona einhverjir rætist. Knús á þig!