Berjamór á Jarlsstaðalandinu...svolítið magnaður dagur.
Berjalófi
Rabbabarableðlar
svo góð
Glittir í nyja pallinn
Hurðin
Gluggað inn
Jarlsstaðabræður
Jarlsstaðir
tásulingar
Rauður
fljúgandi stertur
"fika"
Týnt jafnt í munn sem dall
Myndarleg með týnuna
í ullarsokkum móður sinnar eftir að hafa "dottið" í lækinn
kiðakiðin mín
afi Kiddi í ham
Afrakstur dagsins í tveimur 10 lítra fötum
Monday, August 24, 2009
Saturday, August 22, 2009
Gott kvöld
"Eins og blýantsteikning" sagði tengdamamma mín á leiðinni til Hjalteyrar í gærkveldi. Fjallið skartaði hvítri skyrtu, dimmbláum buxum og gráar slæður skreyttu hálsinn. Ég áttaði mig á fáránleika þess að ég var ekki búin að fara út fyrir Akureyri síðan við komum til að vera. Skýin sleiktu fjallstoppanna og mýktu allar útlínur svo formin runnu saman og ég var skyndilega stödd í þjóðsögu. Ekkert skrýtið að fjöllin svona umlykjandi eru persónugerð með orðum eins og orkumikil, kröftug, æðrulaus og glæsileg. Ég var andaktug hreinlega og það hélt áfram þegar við keyrðum afleggjarann út á Hjalteyri. Grútartankarnir við sjávarmálið veittu mér innblástur og myndirnar á ryðguðu yfirborði þeirra voru óteljandi og krefjast þess að ég vinni með þær. Gömlu hjallarnir römmuðu inn sjávarsýnina og ég hef ekki getað hugsað um annað en tækifærin til innsetningar sem þeir bjóða upp á. Bryggjustólparnir spegluðust undurfallega í sjónum og færðu mig alla leið til Feneyja í huganum, gamlar hugmyndir fengu líf. Verksmiðjan með rauða seríu skrifandi "fish factory" yndislega fyndin andstæða við gráa bygginguna juku á gleðina við innkomuna og skreiðarlyktin var allsráðandi, kunnugleg lykt sem fylgdi mér í gegnum æskuna. Hrá byggingin er náttúrlega yndisleg og það tók á móti mér kindahjörð og Sigga litla systir mín með lamb í fanginu. Skemmtilegt. Gluggarnir lágu hátt og þrír þeirra sem snéru til norðurs voru fagurskreyttir birtunni sem kom fram eftir leiðindaveður dagsins, síbreytilegir.
Þjóðsagan hélt áfram í formi hljóð og sjón upplifunar, engill spilaði á fiðlu, munkur á orgel og sá andlitslausi á bjöllur og sílófón, gnauðið í vindinum, seltan í sjónum, draugar og afturgöngur voru hlutgerð frekar í hljóðgjörningi Hymnódíu blásandi í mismunandi flöskur, hver og einn með sína persónulegu flösku sem gaf hverjum einstaklingi kórheildarinnar andlit. Verkin voru flutt eitt af öðru og undirstrikuðu gluggamyndirnar og færðu mig til heimanna nýja og gamla, ég ferðaðist til bernskuminninga þar sem sjórinn sleikti gluggana á herberginu mína meðan ég las þjóðsögur Jóns Árnasonar, þar sem ég klifraði í "gömlu bryggju" og fann króka og kima sem bannað var að fara á en heillandi kyrrðin dró mig til sín og ýkti upp sjávarhljóðin, dropahljóðin. Það var gaman að horfa á kórinn og kórstjórnandann, það er alltaf eitthvað heillandi við að sjá augnsambandið og traustið sem myndast þar á milli og dans stjórnandans. Hljóðupplifun gærkvöldsins var skemmtileg og yndisleg. Stemmingin sem hún skyldi eftir innra með mér gerði það að verkum að ég fór beint heim og hitaði mér te, ég setti enga tónlist á enda vildi ég treina upplifunina sem lengst og ekki eyðileggja hana með annarri tónlist né kaffihúsaskvaldri, þetta var gott kvöld.
Þjóðsagan hélt áfram í formi hljóð og sjón upplifunar, engill spilaði á fiðlu, munkur á orgel og sá andlitslausi á bjöllur og sílófón, gnauðið í vindinum, seltan í sjónum, draugar og afturgöngur voru hlutgerð frekar í hljóðgjörningi Hymnódíu blásandi í mismunandi flöskur, hver og einn með sína persónulegu flösku sem gaf hverjum einstaklingi kórheildarinnar andlit. Verkin voru flutt eitt af öðru og undirstrikuðu gluggamyndirnar og færðu mig til heimanna nýja og gamla, ég ferðaðist til bernskuminninga þar sem sjórinn sleikti gluggana á herberginu mína meðan ég las þjóðsögur Jóns Árnasonar, þar sem ég klifraði í "gömlu bryggju" og fann króka og kima sem bannað var að fara á en heillandi kyrrðin dró mig til sín og ýkti upp sjávarhljóðin, dropahljóðin. Það var gaman að horfa á kórinn og kórstjórnandann, það er alltaf eitthvað heillandi við að sjá augnsambandið og traustið sem myndast þar á milli og dans stjórnandans. Hljóðupplifun gærkvöldsins var skemmtileg og yndisleg. Stemmingin sem hún skyldi eftir innra með mér gerði það að verkum að ég fór beint heim og hitaði mér te, ég setti enga tónlist á enda vildi ég treina upplifunina sem lengst og ekki eyðileggja hana með annarri tónlist né kaffihúsaskvaldri, þetta var gott kvöld.
Sunday, August 16, 2009
Ætli ég eigi eftir að mala hana í veiðimanni í dag?
Elskuleg.
Ég sit í sófanum nýpússuð og fín eftir fyrsta útiskokkið síðan ég flutti heim, það gekk betur en ég átti von á eftir rískubbapartýið hér í gækveldi. Það er ósköp gott að vera komin heim til Íslands, merkilegt hvað allir hlutir verða einfaldari og svo lengi sem maður hlustar ekki mikið á fréttir fullar af stofnanamáli, "ef" orðum sem vekja kvíða og frekar illa sömdum og að því er oft virðist óígrunduðum fréttum þá er kreppan ekki í mínu lífi. 'Ég nýt þess að fara í íslenska sturtu á hverjum degi og vildi óska um leið að Íslendingar gerðu sér betur grein fyrir því hvað orkan okkar er mögnuð og ódýr ef út í það er farið. Það er merkilega þægilegt að vera ekki lengur útlendingur, að geta talað tungumálið sitt og sagt meiningu sína hnitmiðað með orðum sem ekki eru til annarsstaðar. Íbúðin okkar er yndisleg, verður yndislegri eftir því sem við verðum þreyttari í bakinu og fáum strengi á skrýtna staði. En þetta er allt að koma, Valur er í þessum skrifuðum orðum að setja flísar milli eldhússkápa, ber að ofan í smekkbuxum, fallegur. Garðurinn okkar er fullur af birkitrjám sem þegar sólin skín varpa skuggamyndum inn á heimilið og minnir á verk eftir Ólaf Elíasson. Nannan var hjá okkur í gær og skrýtið að hún sé svo bara að fara til Sverige aftur án okkar, fullorðinslífið er byrjað hjá henni en ég er viss um að hún spjari sig en auðvitað er ákveðin aðskilnaðarkvíði í gangi og eftirsjá, Við héldum upp á 11 ára afmæli frumburðarins 13. ágúst og því hefur húsið verið vígt hvað varðar veisluhöld, þetta var dásamlegt, vinir og vandamenn fylltu húsið og vinsælasta veislufangið var sænska kladdkakan. Hörður Breki er alsæll og í góðu jafnvægi. Dagrún er öll að koma til eftir strembið upphaf, hún saknar stöðugt Helgunnar sinnar en er núna á sundnámskeiði sem gerir hana glaða eins og hún orðar það og er búin að plata mig í daglega spilamennsku og ennþá er "veiðimaður" og "lönguvitleysa" vinsælust. Þegar spilamennsku dagsins er lokið ætla ég að fara að dedúast í vinnustofunni minni, taka upp úr kössum og búa hana undir sköpunarríkari notkun. Nú tosar Dagrún í ermina mína, ætli ég eigi eftir að mala hana í veiðimanni í dag?
Ég sit í sófanum nýpússuð og fín eftir fyrsta útiskokkið síðan ég flutti heim, það gekk betur en ég átti von á eftir rískubbapartýið hér í gækveldi. Það er ósköp gott að vera komin heim til Íslands, merkilegt hvað allir hlutir verða einfaldari og svo lengi sem maður hlustar ekki mikið á fréttir fullar af stofnanamáli, "ef" orðum sem vekja kvíða og frekar illa sömdum og að því er oft virðist óígrunduðum fréttum þá er kreppan ekki í mínu lífi. 'Ég nýt þess að fara í íslenska sturtu á hverjum degi og vildi óska um leið að Íslendingar gerðu sér betur grein fyrir því hvað orkan okkar er mögnuð og ódýr ef út í það er farið. Það er merkilega þægilegt að vera ekki lengur útlendingur, að geta talað tungumálið sitt og sagt meiningu sína hnitmiðað með orðum sem ekki eru til annarsstaðar. Íbúðin okkar er yndisleg, verður yndislegri eftir því sem við verðum þreyttari í bakinu og fáum strengi á skrýtna staði. En þetta er allt að koma, Valur er í þessum skrifuðum orðum að setja flísar milli eldhússkápa, ber að ofan í smekkbuxum, fallegur. Garðurinn okkar er fullur af birkitrjám sem þegar sólin skín varpa skuggamyndum inn á heimilið og minnir á verk eftir Ólaf Elíasson. Nannan var hjá okkur í gær og skrýtið að hún sé svo bara að fara til Sverige aftur án okkar, fullorðinslífið er byrjað hjá henni en ég er viss um að hún spjari sig en auðvitað er ákveðin aðskilnaðarkvíði í gangi og eftirsjá, Við héldum upp á 11 ára afmæli frumburðarins 13. ágúst og því hefur húsið verið vígt hvað varðar veisluhöld, þetta var dásamlegt, vinir og vandamenn fylltu húsið og vinsælasta veislufangið var sænska kladdkakan. Hörður Breki er alsæll og í góðu jafnvægi. Dagrún er öll að koma til eftir strembið upphaf, hún saknar stöðugt Helgunnar sinnar en er núna á sundnámskeiði sem gerir hana glaða eins og hún orðar það og er búin að plata mig í daglega spilamennsku og ennþá er "veiðimaður" og "lönguvitleysa" vinsælust. Þegar spilamennsku dagsins er lokið ætla ég að fara að dedúast í vinnustofunni minni, taka upp úr kössum og búa hana undir sköpunarríkari notkun. Nú tosar Dagrún í ermina mína, ætli ég eigi eftir að mala hana í veiðimanni í dag?
Monday, August 03, 2009
kindahorn í fötu
Eftirsjáin var engin en söknuðurinn gerði strax vart við sig. Skrýtið að fá ekki lengur heimalingana sína á skörina á morgnana, rauðbirkna og og freknótta en alls ekki kiðfætta.
Ferðalagið hófst ekki út í óvissuna eins og oft áður heldur Heim og það var notaleg tilfinning sem fylgdi okkur því úr hlaði frá Signalvägen 20. Við áðum í Helsingborg þar sem vinir okka buðu upp á "bullar och saft" og meira. Það var sárt að kveðja litla drenginn þeirra litla peðið sem líklega verður orðin allavega að góðum riddara næsta ár þegar við sjáumst á nýjan leik.
Danmörkin var söm við sig eins og alltaf fyrir utan verðlagið auðvitað og við nutum daganna í Billund á nákvæmlega sama stað og við hófum ferðalagið okkar fyrir 4 árum, örlítið hræddari, yngri og vitlausari þá en nú. Legoland var hvorki leiðinlegt né þjáningarfullt. Börnin komin á aldur kunnandi að njóta lífsins án yfirþyrmandi dramtíkur í formi kúkableyja og grenjukasta og foreldrarnir líka ef út í það er farið. Biðraðir voru viðráðanlegar og kubbaðar lystisemdirnar færðu mann inn í ímyndunarheima barnæskunnar fljótt og vel. Lalandia var eins og börnin orðuðu það "paradís, himnaríki" Það var gott að geta flúið rigningarsuddann inn í gerviheim þar sem alltaf er blár himinn. Sundgarðurinn var tær snilld og vatnsrennibrautirnar meira að segja freistandi fyrir foreldrana, fjölskylduskemmtun með fullt hús stiga.
Ferjan beið okkar á bakkanum, frúin kveinaði svolítið innra með sér og endurupplifði bíómyndaatriði úr Titanic í huganum þar sem hvorki jarpur elskhugi kom við sögu né blúndur og síðkjólar. En káetan var hugguleg og Iceage í sjónvarpinu. Þetta gekk ljúft, foreldrarnir fengu að sofa í efri kojunum og hafið vaggaði okkur öllum notalega inn í svefninn þó sjóveikin hafi truflað frumburðinn sem var um tíma hvítari en fallegar öldurnar sem skipið skar, það gekk sem betur fer fljótt yfir. Rólegheit einkenndu siglinguna og við sporðrenndum í okkur bókum af list milli þess sem horft var á mangamyndir í tölvunni.
Þórshöfn í Færeyjum tók á móti okkur um miðnætti, grámygluleg og fúl yfir því að vera trufluð af túristum þegar annars almennilegt fólk sefur. En glaðbeitt og ánægð náðum við að tjalda stærsta tjaldinu og sofa inn í morguninn. Næstu daga fórum við í tímaflakk milli eyja. Fórum í fjöruferðir nálægt Eyði á Eysturoy þar sem Risinn og Kerlingin stóðu í sjávarmálinu eftir misheppnaða tilraun að draga Færeyjar til Íslands, heimsóttum afskekkt þorp, skoðuðum söfn og hlógum okkur máttlaus við skiltalestur. Einna eftirminnilegast var heimsókn í þorpið Gásadalur á eyjunni Vágar, í grenjandi roki og rigningu. Merkilegt hvað kindahorn í fötu, gamall maður í bláum samfesting við húsvegg syngjandi hástöfum út í veðrið "STORM" gleður samhliða því sem haldið er í húshorn til að fjúka ekki upp í álfaborgirnar sem trónuðu allt í kring. Álfakirkjurnar voru jafn algengar og fjörufótboltavellirnir. Hrikaleiki landslagsins fékk hugann til að spinna upp líf sem okkur er annars hulið og náttúrutrúin elfdist og varð jafn sjálfsögð og morgunrútínan. Þar sem grjóthrun hafði skafið landið breyttist í kroppandi tröllakló og við fundum til samúðar með fjallkonunni. Vegirnir lágu hátt og gáfu okkur yfirsýn í lítil þorpin þar sem húsin hjúfruðu sig upp að hvort öðru í leit að félagsskap og skjóli. Færeyskar konur voru áberandi fallegar, stórskornar en hrífandi og við sáum Eyvör í hverju horni. Færeyskar pylsur, færeyskar hundasúrur og ólafssúrur voru góðar á bragðið og bókabúðin í Þórshöfn góð til að gleyma sér og eyða pening, "litli prinsinn" var keyptur á færeysku auk ýmislegs annars sem taldist nauðsynlegt.
Ferjan var kunnugleg og tilhlökkunin efldist og óx og við vorum tilbúin í endasprettinn. Stutt og lipurleg ferð með færeyskt nesti. Hjartað og hugurinn gladdist óumræðanlega þegar við sigldum inn í íslenska lögsögu og fjöllin föðmuðu okkur að sér þakklát fyrir að fá gamla vini heim. Hjónin urðu kjánalega meir og þægileg tilfinning blandaðist þeirri sem fylgir því að vera í lausu lofti um stund. Seyðisfjörðurinn þar sem fullorðinsleg húsin endurspegluðu hófsemi. hlýju og virðingu fyrir því sem gamalt er sáum við aðeins í gegnum bílrúðuna, óþreyjan eftir fjölskyldunni á Akureyri var búin að taka yfirhöndina. Stutt stopp við Námsskarð var látið nægja á leiðinni og loks sátum við öll umkringd þeim sem okkur þykir vænt um og snæddum fiskibollur í brúnni sósu með rabbabarasultu. Ferðlaginu að heiman og heim var lokið og nýtt að hefjast.
...myndir koma síðar
Ferðalagið hófst ekki út í óvissuna eins og oft áður heldur Heim og það var notaleg tilfinning sem fylgdi okkur því úr hlaði frá Signalvägen 20. Við áðum í Helsingborg þar sem vinir okka buðu upp á "bullar och saft" og meira. Það var sárt að kveðja litla drenginn þeirra litla peðið sem líklega verður orðin allavega að góðum riddara næsta ár þegar við sjáumst á nýjan leik.
Danmörkin var söm við sig eins og alltaf fyrir utan verðlagið auðvitað og við nutum daganna í Billund á nákvæmlega sama stað og við hófum ferðalagið okkar fyrir 4 árum, örlítið hræddari, yngri og vitlausari þá en nú. Legoland var hvorki leiðinlegt né þjáningarfullt. Börnin komin á aldur kunnandi að njóta lífsins án yfirþyrmandi dramtíkur í formi kúkableyja og grenjukasta og foreldrarnir líka ef út í það er farið. Biðraðir voru viðráðanlegar og kubbaðar lystisemdirnar færðu mann inn í ímyndunarheima barnæskunnar fljótt og vel. Lalandia var eins og börnin orðuðu það "paradís, himnaríki" Það var gott að geta flúið rigningarsuddann inn í gerviheim þar sem alltaf er blár himinn. Sundgarðurinn var tær snilld og vatnsrennibrautirnar meira að segja freistandi fyrir foreldrana, fjölskylduskemmtun með fullt hús stiga.
Ferjan beið okkar á bakkanum, frúin kveinaði svolítið innra með sér og endurupplifði bíómyndaatriði úr Titanic í huganum þar sem hvorki jarpur elskhugi kom við sögu né blúndur og síðkjólar. En káetan var hugguleg og Iceage í sjónvarpinu. Þetta gekk ljúft, foreldrarnir fengu að sofa í efri kojunum og hafið vaggaði okkur öllum notalega inn í svefninn þó sjóveikin hafi truflað frumburðinn sem var um tíma hvítari en fallegar öldurnar sem skipið skar, það gekk sem betur fer fljótt yfir. Rólegheit einkenndu siglinguna og við sporðrenndum í okkur bókum af list milli þess sem horft var á mangamyndir í tölvunni.
Þórshöfn í Færeyjum tók á móti okkur um miðnætti, grámygluleg og fúl yfir því að vera trufluð af túristum þegar annars almennilegt fólk sefur. En glaðbeitt og ánægð náðum við að tjalda stærsta tjaldinu og sofa inn í morguninn. Næstu daga fórum við í tímaflakk milli eyja. Fórum í fjöruferðir nálægt Eyði á Eysturoy þar sem Risinn og Kerlingin stóðu í sjávarmálinu eftir misheppnaða tilraun að draga Færeyjar til Íslands, heimsóttum afskekkt þorp, skoðuðum söfn og hlógum okkur máttlaus við skiltalestur. Einna eftirminnilegast var heimsókn í þorpið Gásadalur á eyjunni Vágar, í grenjandi roki og rigningu. Merkilegt hvað kindahorn í fötu, gamall maður í bláum samfesting við húsvegg syngjandi hástöfum út í veðrið "STORM" gleður samhliða því sem haldið er í húshorn til að fjúka ekki upp í álfaborgirnar sem trónuðu allt í kring. Álfakirkjurnar voru jafn algengar og fjörufótboltavellirnir. Hrikaleiki landslagsins fékk hugann til að spinna upp líf sem okkur er annars hulið og náttúrutrúin elfdist og varð jafn sjálfsögð og morgunrútínan. Þar sem grjóthrun hafði skafið landið breyttist í kroppandi tröllakló og við fundum til samúðar með fjallkonunni. Vegirnir lágu hátt og gáfu okkur yfirsýn í lítil þorpin þar sem húsin hjúfruðu sig upp að hvort öðru í leit að félagsskap og skjóli. Færeyskar konur voru áberandi fallegar, stórskornar en hrífandi og við sáum Eyvör í hverju horni. Færeyskar pylsur, færeyskar hundasúrur og ólafssúrur voru góðar á bragðið og bókabúðin í Þórshöfn góð til að gleyma sér og eyða pening, "litli prinsinn" var keyptur á færeysku auk ýmislegs annars sem taldist nauðsynlegt.
Ferjan var kunnugleg og tilhlökkunin efldist og óx og við vorum tilbúin í endasprettinn. Stutt og lipurleg ferð með færeyskt nesti. Hjartað og hugurinn gladdist óumræðanlega þegar við sigldum inn í íslenska lögsögu og fjöllin föðmuðu okkur að sér þakklát fyrir að fá gamla vini heim. Hjónin urðu kjánalega meir og þægileg tilfinning blandaðist þeirri sem fylgir því að vera í lausu lofti um stund. Seyðisfjörðurinn þar sem fullorðinsleg húsin endurspegluðu hófsemi. hlýju og virðingu fyrir því sem gamalt er sáum við aðeins í gegnum bílrúðuna, óþreyjan eftir fjölskyldunni á Akureyri var búin að taka yfirhöndina. Stutt stopp við Námsskarð var látið nægja á leiðinni og loks sátum við öll umkringd þeim sem okkur þykir vænt um og snæddum fiskibollur í brúnni sósu með rabbabarasultu. Ferðlaginu að heiman og heim var lokið og nýtt að hefjast.
...myndir koma síðar
Subscribe to:
Posts (Atom)