Thursday, January 21, 2010

klikk klakk, klikk klakk

Ég var búin að gleyma þessum dimmu vordögum á Íslandi og spyr mig í forundran eða voru þeir aldrei? Birtan sem læðist mjúklega inn í miðjan daginn hefur heldur aldrei verið fallegri svo langt sem minnið ber mig. Þessi bleika og mjúka sem við könnumst öll við og erum alltaf jafn hissa á því hve birtir fljótt.

Við áttum gleðilega hátíð og nutum þess að eiga heima á Íslandi á ný, merkilegt nokk þá gleymdum við samt ora grænu baununum með hangikjötinu þetta árið en það var ekki lítið lagt á sig að fá þessi ósköp send til Svíþjóðar þegar jólin nálguðust. Jólin voru hefðbundin hlaðin mat, svefni, spilum, vina og fjölskyldufundum.

Árið 2009 var kvatt með sátt og þakklæti. Það var annasamt, viðburðarríkt og vissulega farsælt. Nýja árið 2010 ber með sér rósemi, svona slétt og felld tala. Það er lofandi og stillan í því vel þegin með von um kraftmikla takta inn á milli.

Fyrsta hughrifning ársins 2010 var á myndinni "Mamma Gógó" Ég hef aldrei áður hrifist eins mikið af leik nokkurs íslensks leikara, Kristbjörg Kjeld var stórkostleg og tókst að fylla mig angurværri gleði sem situr eiginlega enn í mér. Þetta var góð bíóferð ekki bara vegna myndarinnar heldur líka vegna áhorfendanna. Það var fallegt að fylgjast með gamla manninum sem var greinilega einn og rölti um í hléi, klikk, klakk, klikk, klakk enn með mannbroddanna á sér og með röndótt bindi. Ekki síðra var að fylgjast með gömlum hjónum sem leiddust og konan var sparibúin í rauðri peysu með glitsteinum en karlinn í grænni úlpu með loðkanti. Þetta fólk gerði þessa bíóferð að einhverju svo miklu meira því það greinilega leit ekki á bíóferð sem hversdagslegan atburð.

Ég man einmitt þegar ég sá E.T. í bíó, það var sko ekki hverdagslegt og ég grét í fyrsta skipti í bíó.

Vinnan fer ljúfum höndum um mig og það er gott að vera hluti af hópi fólks á ný sem keppist að sameiginlegum markmiðum og skipuleggur þorrablót til að efla liðsandann. Háskólinn á Akureyri er líflegur og það á vel við mig.

Gleðilegt nýtt ár kæri bloggvinur, viltu vera svo vænn að kvitta fyrir þig, ég þarf að vita hvort einhver les bloggin mín ennþá.

Aðfangadagskvöld

og þau elska ég mest

Með krullupinna í hárinu

Við systur á áramótunum

21 comments:

Thordisa said...

Ég les enn hjá þér elskan mín :-) er bara sjálf hundlöt að blogga eiginlega alveg komin á facebook. Var að koma úr ræktinni gott að taka á því ætla að gera vel við mig sjálfa á þessu ári. Veit ekki með norðurferð ennþá treysti mér ekki að keyra ein á milli ef það er hálka og snjór og Ingó er voðalega mikið upptekin um helgar á næstunni. En við sjáum hvað setur. Knús á þig

Thordisa said...
This comment has been removed by the author.
Árný said...

Takk fyrir mig Brynja mín, ég lít alltaf inn í von um fallegan texta frá þér og það brást ekki í þetta skiptið. Bíð eftir Gógó á DVD svo ég geti séð hana :)
Hlakka til að koma í heimsókn þegar við kíkjum næst á klakann!

Anonymous said...

Den sode pige

mnannai said...

Eg er sko alltaf ad lesa!

Unknown said...

Ég líka!

Anonymous said...

kvitt kvitt
Edda

imyndum said...

Kvitt frá mér líka, er tryggur lesandi :)

Anonymous said...

ég les líka reglulega en er alveg ferlega léleg ad kvitta. Gódar kvedjur til ykkar allra. Kram Lóla

Anonymous said...

ég les líka reglulega en er alveg ferlega léleg ad kvitta. Gódar kvedjur til ykkar allra. Kram Lóla

Anonymous said...

Gott að heyra að allt gengur vel - vonandi hafa allir það gott í stórfjölskyldunni. Söknum þess að hafa ykkur ekki hérna við hliðina á okkur, en þá er gott að geta lesið bloggið þitt - þá ertu ekki svo langt i burtu. Knús á ykkur öll, Aníta og co

Lilý said...

Takk fyrir skrifin elskan. Þetta var ljúf og góð lesning sem endranær :)

hannaberglind said...

Ég bíð alltaf spennt eftir nýjum pisli frá þér sæta mín. Einlagir, sætir, ljóðrænir, skemmtilegir, umhugsunarverðir og töff. Þetta eru pislarnir þínir. Hluti af lífinu:)
Takk fyrir pislana, hlakka til að lesa þann næsta.
p.s. myndirnar, ekki má gleyma þeim, þær eru yndislegar:)
Takk fyrir mig:)

ingibjörg said...

Kvitt kvitt mín kæra. Kíki alltaf reglulega hingað, þú ert amk miklu duglegri en ég að blogga. Vel skrifað blogg sem endranær og fallegar myndir.

Anonymous said...

Sakna þín mín kæra.

Kv, Fannsla

Hjörvar Pétursson said...

Hei, ég kíki hérna annað veifið. Gott að fá fréttir úr bænum svona einusinni í mánuði.

Erla perla said...

Kvitti kvitt

Anonymous said...

Elska þessar myndir af ykkur öllum:)

Kv, Fanney

inga Heiddal said...

Fallegar myndir og sæt lesning eins og alltaf mín kæra en ég held ég hefði dáið ef ég hefði ekki fengið ora grænar..:O/... Takk fyrir kíkkið reglulega á mína síðu.

inga Heiddal said...
This comment has been removed by the author.
Anonymous said...

takk takk, falleg skrif kæra Brynja