Vakna snemma
Borða hafragrautinn rólega um leið og blaðinu er flett
Hlusta á Robin og Nirvana
Lesa kaflana þegar Ásta Sóllilja fæddist og Rósa var jörðuð
Vökva nýsprottin lavenderfræ
Rífa upp grjót í garðinum og leggja línurnar í vorverkin
Baka köku og elda graut
Fá Ástu og fylgifiska í heimsókn
Gefa börnunum bláan bolta og kenna þeim Sjöupp
Fara vinahring með súkkulaðikökur, í pokum, skreytt með bandi og litlum fugli
Finna uppskrift að fylltum paprikum og hlakka til kvöldsins
það er hversdagur með sýrópi
Saturday, May 01, 2010
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Ég er einmitt búin að vera ofvirk hér heima í dag og er þar að auki með veislu í kvöld... Ég er svo veisluglöð kona . En ég er þó ekki farin að fara í garðinn ennþá það er of kalt hér og svoddann andsk... rok alltaf hreint. Góða helgi..Kram INGA
oh æði, ég elska veislur, ég er byrjuð að skipuleggja eina þann 18. júní, þá á ég afmæli;) Njóttu Inga og takk fyrir að vera einn af mínum dyggu kommenterum
mmmmm ljúffengur dagur hjá þér.
Bíð svo spennt eftir slæðum og lýsingunni!
Bjargaði alveg deginum að fá vinaköku frá ykkur : ) Hér var meira svona hversdagur með leti frekar er sýrópi en það var allavega sól! kv. J
Thad er svo ogurlega gott ad lesa bloggid thitt.
ydar TogS
Takk elsku TogS, ég sakna ykkar og blogga mikið til fyrir ykkur
Post a Comment