Thursday, April 27, 2006

un petit peu

Var að skríða inn úr dyrunum, búin að vera í rútu í sólarhring. Keyrði í gegnum Belgíu, Þýskaland Danmörku og Sviþjóð og sit nú og býð eftir að baðið fyllist af heitu vatni sem á að skola af mér svitann og liðka beinin eftir að hafa verið í fósturstellingunni síðasta sólarhringinn. EN það var alveg þess virði, París er yndisleg borg og ótrúlega rómantísk. Ég skoðaði mikið af list, sá gömul meistaraverk og spennandi samtímalist sem gefur manni heilmikinn innblástur svo ég tali ekki bara um París sjálfa og allt það líf sem hrærist þar. Ég borðaði mikið af góðum mat, drakk hvítvín og rauðvín með. Hitti Rósu vinkonu mína og kærastann hennar Marvan, átti frábærar stundir með henni og lýst mjög vel á kærastann, ljúfur og mjög skotinn í Rósu. Það var erfitt að kveðja hana, það var svo gott að hitta íslenska vinkonu sem er búin að þekkja mig lengi, skældi svolítið þegar ég kvaddi hana! Það var skrýtið að vera með Svíum í útlöndum, þeir voru líka útlendingar eins og ég en æi hvað það er nú allt "jobbigt" hjá þeim greyjunum....ósköp gott fólk Svíar en þeir gleyma stundum að njóta augnabliksins og slaka á. En nú er baðið tilbúið set inn myndir seinna
au revoir
Brynja

8 comments:

Anonymous said...

Velkomin til baka skutla. Ég varð nú bara bílveik við að lesa um sólarhrings rútuferð. Hlakka til að sjá myndir. Njóttu nú baðsins.
Kv, Fnatur

Anonymous said...

hlakka til ad heyra i ther is síma, hef saknad thin, Valli stod sig vel, hringdi daglega i hann til ad athuga hvort ekki vaeri i lagi med börnin, allt var hreint og fínt og ekkert drasl.

löv Tobba

Anonymous said...

velkomin "heim" litla systir.
systa

Anonymous said...

ég er nú bara í nettu áfalli eftir að hafa slysast til að skoða húgasjagga tengilinn á síðunni þinni. veit ekki hvort ég á að hlæja eða gráta nema kannski bæði. hlakka til að sjá myndir frá París og hitta ykkur fjölskylduna :D nú er víst kominn maímánuður sem er mánuðurinn með stóru emm-i n'est pas?!?

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hlakka til að fá að heyra meira frá París - borg sem ég á eftir að sjá og fínt að sjá hana fyrst með augum listakonunnar Brynju. Ég mæli líka með San Francisco :)

imyndum said...

Var hugsað til þín meðan ég smjattaði á sveskjujógúrti,
kossar

Anonymous said...

ertu elsku systir alltaf að skríða inn úr þessum dyrum? Er farin að bíða eftir fréttum af þér góða mín.
Sakna þín
Systa

Anonymous said...

Hmm I love the idea behind this website, very unique.
»