Saturday, July 22, 2006

Heiðardalurinn



























































































Komin heim í heiðardalinn... þetta var frábært frí, við heimsóttum eftirtalda staði, fólk og dýr:
Kolmården dýragarðinn, þar sem við sáum górilluunga og fleiri dýr. Jönköping, þar sem við fórum á eldspýtusafnið, ekki mjög vinsæl hugmynd sem Valur lagði fram en safnið var ótrúlega áhugavert og gaman að skyggnast á bak við söguna á jafn sjálfssögðum hlut og eldspýtan er, svo var ekki verra að fá að gera sínar eigin eldspýtur, við börnin fyrigáfum Val því . Fórum svo til Lundar og nutum gestrisni Tobbu og Sveinbjarnar, við Tobba fórum á fornsölur og ég keypti dásamlega kitsh eftirlíkingu af rússneskum kirkjulampa, við fórum svo á hundaströndina í Malmö og svo auðvitað var haldin veisla og Þau skötuhjú voru ekki að láta það trufla sig að vera að fara til Íslands daginn eftir. Gautaborg var næst og það var rosalega gaman að hitta Sigfús og Rúnu, sem voru með okkur svo oft á Húsavík hér forðum. Lisebergtívolíið stóð fyrir sínu og eins Skara Sommarland og Astrid Lindgren värld í Vimmerby. Allt gekk ljómandi vel og setningin " ef þetta er ekki lífið, hvað er þetta þá" var oft sögð!

13 comments:

imyndum said...

... fær maður að sjá myndir?

kveðja, Rósa

brynjalilla said...

jamm er að setja inn nokkrar í þessum skrifuðum orðum xxx

imyndum said...

:) skemtilegar myndir, takk
Hafið það sem best í Heiðardalnum
Rósa

Fnatur said...

Velkomin heim darling. Takk fyrir frábærar myndir.

Knús, Fnatz

imyndum said...

Fleiri myndir frábært, þessi af Valla litla við matarborðið er óborganleg, Dagrún í danssveiflu við dyrnar er líka mjög skemmtileg

Fnatur said...

Hver er þessi góði "vinur" Vals?

brynjalilla said...

jú þetta er hann Sigfús "litli" hjartalæknir í Gautaborg, þeir eru góðir saman!

Anonymous said...

Halló halló ég er í sambandi núna, best að neyta meðan á nefinu stendur.
Mikið er nú gaman að sjá að þið skemmtið ykkur svona vel og mikið vildi ég hafa viljað vera með ykkur.
Hugsa mikið til ykkar í sænska sumrinu. Passið hvert annað.
knús til ykkar allra
stóra systa

Anonymous said...

Sæl elsku systir, ég var að skoða myndirnar þínar hér á síðunni þinni. Margar skemmtilegar myndir hjá þér en........verð samt að spyrja "er eitthvað sem þú vilt segja mér?"
Það var nefnilega þetta með manninn sem hann Spúsi þinn er að leiða. Er þetta eitthvað sem ég þarf að hafa áhyggjur af?
elska ykkur
Systa.
PS. Innilegar hamingjuóskir með litlu frænkuna.

Anonymous said...

Hæ hæ
ætli það sé ekki löngu kominn tími til að ég setji inn smá comment þar sem ég er alltaf að skoða síðuna og lesa en hef verið haldin einhverri skrif-fælni í sumar held ég ....
Alltaf gaman að geta kíkt á lífið ykkar í Svíþjóð og ímynda mér að ég sitji á veröndinni með þér og dreypi á góðum veigum :-)
Hafið það gott elsku vinir og ég bið að heilsa afmælisbarni morgundagsins!
Hej hej, Ingveldur.

Anonymous said...

Hæ, vildum bara óska Valla til hamingju með daginn í gær, sáum að hann notar síðuna sína minna og þvi meiri líkur á að hann fái þessa kveðju! Hafið það sem best,
kv. Garðar og Solla ;o)

Anonymous said...

Great site lots of usefull infomation here.
»

Anonymous said...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»