Sunday, August 06, 2006

blíðan




















...og sumarið heldur áfram. Það er gott að vera í fríi heima hjá sér og slappa af og taka dagstúra hingað og þangað. Fara á ströndina, halda matarboð á veröndinni, buslupartý og
forafmælispartý. Fara í veislur, klæða sig upp hvort sem það er í grímubúning eða ballkjól, "andvarp". Og ævintýrið heldur áfram fullt af vinum og vandamönnum á næsta leyti og helstu áhyggjurnar snúast um að blíðan taki sér hvíld og rigningin leysi hana af....

...já og takk fyrir allar kveðjurnar, okkur finnst alltaf svo gaman að fá kveðjur!
....Hæ Siva vona að þú kíkir aftur á okkur, ertu kannski sjálf með heimasíðu?

9 comments:

Anonymous said...

Halló elskurnar takk fyrir fínar myndir. Vorum í sveitinni um helgina í algjörri leti Það var enginn "varpasöngur" þar sem Sigga og Þórður eru á Spáni svo það vantaði gítarleikinn.Vonum að þið hafið það áfram sem allra best KNÚS KNÚS:

Stína stuð

Anonymous said...

Saknaðarkveðjur til ykkar allra og stórt knús handa afmælisbarninu.
Nú fara skrýtinir tímar í hönd hjá mér. Bæði systkinin erlendis og foreldrarnir einnig.
knús

brynjalilla said...

vildi að þú kæmir líka dúllan mín, vertu dugleg að klæða þig í bleika kjólinn og fá þér ljúfengan svaladrykk á veröndinni á meðan og já vertu líka í bkúnduhönskunum það er svo dömulegt...elska þig

imyndum said...

Skemmtilegar blíðu myndir, hafið það sem allra best það sem eftir er af sumrinu...
Rósa

Anonymous said...

Hæ elsku Brynja mín
Set link inná þig frá minni síðu líka.
Hey geggjuð píkublóm og æðisleg myndin sem ég sá hjá Hönnu okkar
:-)
Verðum í bandi stelpa. Knús til Valla beib
kv
Guðbjörg Harpa

Fnatur said...

Frábærar myndir elsku vinkona. Mikið er myndin af þér og karlinum þínum skemmtileg. Þetta er svona mynd sem að krakkarnir ykkar hefðu gaman af að eiga seinna meir í svart/hvítu. Heyrumst fljótlega sæta.
Knús, Fnatz

Fnatur said...

p.s. og mikið var gaman að lesa bréfið hans til hans Bjartar.

Anonymous said...

Svakalega flott afmæliskaka hjá þér Hörður Breki, vildi að við hefðum komist í veisluna. 'Og Dagrún rosalega fín í Línu búningnum, næstum alveg einsog Lína sjálf !!

Kveðja
Edda, Addi og litla

arnarsdottir.barnaland.is

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til hamingju Hörður Breki með ammmælið. Rosalega skrifar þú vel!