Tuesday, August 22, 2006

Tómlegt











Það er tómlegt í dag í húsinu mínu. Búið að vera mikið af yndislegum gestum sem hafa skemmt sér og okkur. Mikið er maður lánsamur að eiga góða fjölskyldu og góða vini sem nenna að heimsækja okkur til Örebro...nú eru allir gestirnir farnir,
rútínan að komast í gang sem er auðvitað gott en í dag er í mér svona týpískt sunnudagsþunglyndi, ætti að vera að vinna en leyfi mér aðeins að velta mér upp úr tómleikanum. Drakk morgunte með Rósu sem er núna flutt til Gautaborgar ásamt sínum fylgifiskum "andvarp" Já svona eru sumir dagar tómlegir en minna mann um leið á hvað maður er heppinn....nú ætla ég að hætta þessu og fara að hlakka til að kynnast Finnunum og Kínverjanum sem eru víst að fara að byrja í skólanum mínum og já að fá hana Lilý vísindakonu hingað til Örebro..verið þið velkomin!

4 comments:

Anonymous said...

Halló Brynja, langaði að segja þér að ég get ekki lesið bloggið hjá þér, allir íslensku stafirnir eru afskræmdir. Kannski tölvan mín, en vildi samt láta þig vita.
Kv. Ingibjörg

Anonymous said...

Já sama hér engir ísl. stafir.... vildi að ég væri komin aftur til þín í Örebro eða bara að þið væruð hér í sólinni á Akureyri, sakna ykkar. Kv. Jóhanna

brynjalilla said...

eru íslenskir stafir að koma núna í gegn, stórfurðulegt bara, gerði allt eins og venjulega og svo er bara snúið út úr mér!

Anonymous said...

Það er alltaf jafn gaman að fá að sjá myndir frá ykkur. Sumarið er loksins komið til Akureyrar, ekki seinna vænna áður en haustið skellur á.
Ástarkveðjur úr Snægilinu.