Monday, November 27, 2006
Hamingjan, ærslin og vináttan.
Yndisleg helgi er búin og eftir er tregablandin tilfinning í maganum, söknuður en hamingja yfir þessari lánsemi að eiga svona góða vini. Við lékum okkur börn sem fullorðnir. Það verður að viðurkennast að sumt er ekki ritfært né myndfært hvað varðar leikgleði hinna fullorðnu yfir veigum víns og matar en ógleymanleg augnablik voru vissulega mörg og tekin var ákvörðum um að láta leikgleðina endast allt lífið og taka góða takta saman á elliheimilinu. Að sjálfssögðu var farið í skylduheimsóknir í Svampinn, Wadköping, Slottið og svo var Ronny Petterson heímsóttur.
Hamingjan, ærslin og vináttan eru orð helgarinnar.
Sunday, November 19, 2006
þjófstart og piparkökuskreytingar
Mér líður svolítið eins og ég sé að þjófstarta jólunum. Þau byrja nefnilega 15. des hjá okkur en þá förum við til Íslands. Við viljum ná okkar skammti af jólum hér heima þannig að það eru ýmis skylduverk sem þarf að ljúka áður en haldið er til móðurjarðarinnar. Piparkökuskreytingar var þema helgarinnar. Jólagardínurnar eru komnar upp og stjörnur og fleiri ljós verða hengd svona jafnt og þétt upp í vikunni sem er að byrja. Okkur finnst þetta gaman og viljum líka gera huggulegt fyrir komu kærra vina okkar Frosta og Palla og Andra, Rósu og kó sem koma næstu helgi...þá verður fest. Í dag vorum við í sumarbústað hjá vinafólki okkar Guðjóni og Valdísi, þakhellur voru lagðar, pönnukökur étnar, matador spilað og farið í göngutúr í skóginum og kíkt á gömul maurabú ásamt mosagrónum trjám. Því miður var ég ekki með myndavélina, veðrið var yndislegt, sól, 10 stiga hiti og yndislegur dagur í ekta sænsku umhverfi, tré, tún og mátuleg víðátta til að geta andað djúpt.
Thursday, November 16, 2006
Lína langsokkur, Brynja og Celin Dion
Ég ætti í raun að vera farin í rúmið en er furðu vakandi eftir að hafa hvílt mig í sófanum fyrir framan sjónvarpið og sofið vel, vaknaði reyndar ekki við stillimyndina. Þetta var góður dagur sem byrjaði undarlega. Vaknaði með heimþrá í maganum. Sem er yfirleitt ekki að trufla mig. Fór í skólann með risið ekkert sérlega hátt. Fékk komment frá dönskum listmálara og kennara um að hann sæi íslenska birtu í myndunum mínum og ég fór næstum að grenja af því mér fannst þetta fallega sagt. Það fleytti mér áfram ásamt því að mamma hringdi í mig og við áttum gott spjall. Ég átti yndislegar stundir í vinnustofunni minni, byrjaði á stórri mynd, sem byggist upp með köntuðum formum og línum með sterka landslagstilvísun. Var með Ipodinn minn og hlustaði á já...jólalög, Sissel kirkebo og guð minn almáttugur Celin Dion undarleg tenging tónlistar og myndsköpunar verð ég að segja. Notaði breiða pensla, mjóa pensla, léreft og fingur til að fá útrás og heimþráin í maganum hvarf en skildi eftir sig gleði og þægilegan tilhlökkunarseiðing bara yfir öllu saman. Sköpunin hélt áfram þegar heim var komið og núna horfi ég stolt á fullan kassa af heimabökuðum piparkökum sem eru í formum Línu langsokkur, stjarna, hjarta, engla og svína, skemmtileg blanda þar. Börnin sofa og ég er mett af piparkökum og sátt við daginn í dag, horfi á hveitistráð gólfið og borðið, viskastykki út um allt, ósamanbrotin þvottur, leirtau hér og þar. Leyfar af örbylgjupizzu og mandarínuberki mynda skemmtilega litasinfóníu á Ikeaplastdiskunum og það undarlega er að þetta pirrar mig ekki neitt. Ég ætla í háttinn, kúrast með músunum mínum sem fá að kúra í pabba holu meðan hann er á kúrsi og leyfa hveitinu og öllu hinu að bíða þar til á morgun.
Wednesday, November 15, 2006
Er Akureyri hola?
Ég vitna gjarnan i Ástrik og Steinrík, en segi ekki "Rómverjar eru klikk", heldur "Svíar eru klikk" en geri thad gjarnan mildum rómi. Eg var ad enda vid ad lesa grein um Ísland i "Nollnitton" sem er kúlturblad hér i Örebro. Thar er ekki sagt beinum ordum ad Íslendingar séu klikk en gefid hardlega i skyn og var farid mörgum ordum um naeturlífid i Reykjavík. Einnig var talad um thjódsögur, nátturuvaettatrú og audvitad heita hveri. En thad sem vakti athygli mína var umfjöllunin um Akureyri:
Ég kem til Akureyrar eftir mánud og hlakka til, ég aetla medal svo margs annars ad fara i gönguferd medfram ströndinni, horfa a fjöllin, borda bakkelsi, fá mér kakó á Bláu könnunni. Fara í Bókval og fletta bókum, kíkja á listasafnid og heilsa fólki sem ég rekst á á förnum vegi.
Mér finnst Akureyri ekki vera hola og ég er ekki mannhatari!
Akureyri sem er í klukkutímafjarlaegd frá höfudborginni ef ferdast er med retro Fokker F-50, er stadur fyrir mannhatara. Ég er viss um ad sumrin séu vidburadarík en eftir 4 haustdaga á tómum kaffihúsum og veitingastödum vissum vid hvernig jördin liti út ef uppvakningar vaeru bunir ad útryma thar öllu lífi. Thetta er hola thar sem fólk laesir ekki bílunum sínum. Thannig thid vitid hvert á ad fara ef allir bílarnir eru búnir hjá Hertz Island. Mest sláandi munurinn vid saenskan bae af sömu staerd er ad baejarbókabúdin bídur upp á allar mögulegar listaverkabaekur t.d. Mathew Barney og álíka hábókmenntir. (Fáar slíkar baekur eru á íslensku thar sem markadurinn er lítill og velflestir tala góda ensku).
Thad var lítid annad haegt ad gera en fara í gönguferdir medfram ströndinni og í haedunum, borda bakarísbraud á kaffihúsinu Bláa kannan eda heimsaekja eitt af furdanlegu mörgum og stórum listasöfnum baejarins. En thrátt fyrir thad er Akureyri samt gódur stadur til ad byrja á ef á ad ferdast um og kynnast nordurhluta Íslands. (Nollnitton, 072006, bls. 34)
Thad var lítid annad haegt ad gera en fara í gönguferdir medfram ströndinni og í haedunum, borda bakarísbraud á kaffihúsinu Bláa kannan eda heimsaekja eitt af furdanlegu mörgum og stórum listasöfnum baejarins. En thrátt fyrir thad er Akureyri samt gódur stadur til ad byrja á ef á ad ferdast um og kynnast nordurhluta Íslands. (Nollnitton, 072006, bls. 34)
Ég kem til Akureyrar eftir mánud og hlakka til, ég aetla medal svo margs annars ad fara i gönguferd medfram ströndinni, horfa a fjöllin, borda bakkelsi, fá mér kakó á Bláu könnunni. Fara í Bókval og fletta bókum, kíkja á listasafnid og heilsa fólki sem ég rekst á á förnum vegi.
Mér finnst Akureyri ekki vera hola og ég er ekki mannhatari!
Saturday, November 11, 2006
African remix
Ég fór til Stokkhólms í gær, alveg frábær ferð þar sem mér tókst að fullnægja tveimur grundvallarþörfum mínum, skoða list og versla. Í Liljevalchs konsthallen skoðaði ég skúlptúra og teikningar Albertos Giacometti og teikningar og málverk Brors Hjorth. Átti í miklum erfiðleikum með að þreifa ekki á skúlptúrum Giaomettis þar sem handbragð hans var svo áþreifanlegt og skemmtilega hrátt, líka gaman að sjá hvernig hann notaði nákvæmlega sömu tækni í teikningunum sínum og í skúlptúrum. Hjorth er skemmtilegur, teikningar hans frá námsárum hans í Frakklandi 1923-24 gerðu mig glaða, þær gripu augnablikið svo vel og voru fyndnar. Í Moderna Museet var mjög góð sýning sem ég mæli með African remix. Fjölbreyttur kokteill 86 Afrískra listamann frá 25 Afríkulöndum. Þemu verkanna eru sjálfsmynd og saga. Ég hef aldrei komið til Afríku því miður en ég fann virkilega fyrir nærveru menninga sem hafa mótast af heitu veðurfari, ýmsum trárbrögðum þ.á.m. náttúrdýrkun og auðvitað pólítík. Mér fannst athyglisvert að þau verk sem höfðu mest áhrif á mig voru öll frá Egyptlandi, yndislegt videóverk sem kallast Frozen memory stendur hæst, systkinin Abd Ghany og Amal Kenawy eiga heiðurinn af því. Ég fann til einkennilegs stolts, umgjörðin var öll hvít sem er sá litur sem ég hef unnið mikið með sjálf auk þess sem mér var svo sterkt hugsað til Rósu og unnustans Marvans sem einmitt er frá Egyptalandi, vona að þau eigi eftir að sjá þetta verk.
Eftir gott linsubaunasalat með geitaosti og chaitee í eftirrétt var það miðbærinn, ætla ekki að þreyta ykkur á búðarupplifunum sem voru margar og góðar. Endaði búðarráp með kaffilatte í Kulturhúsinu og kíkti á ljósmyndasýningu Sönnu Sjöwerth. Flott sýning sem fjallar um endurkynni hennar við íranska fjölskyldu sína, en Sanna var ættleidd til Svíþjóðar 4 ára gömul...en heim til Örebro kom ég svörtum stígvélum og vetrarkápu ríkari.
Eftir gott linsubaunasalat með geitaosti og chaitee í eftirrétt var það miðbærinn, ætla ekki að þreyta ykkur á búðarupplifunum sem voru margar og góðar. Endaði búðarráp með kaffilatte í Kulturhúsinu og kíkti á ljósmyndasýningu Sönnu Sjöwerth. Flott sýning sem fjallar um endurkynni hennar við íranska fjölskyldu sína, en Sanna var ættleidd til Svíþjóðar 4 ára gömul...en heim til Örebro kom ég svörtum stígvélum og vetrarkápu ríkari.
Friday, November 03, 2006
bus eller godis?
Í þessum skrifuðum orðum eru börnin að borða hauskúpupizzu og nammið bíður í pokum sem þau söfnuðu með því að fara í hús og segja: Bus eller godis eller frukt? Svaka stuð og ég fylgdi þeim að sjálfssögðu í búningi. Það var bara einn leiðinlegur Svíi sem skellti hurðinni á okkur en öðrum fannst þetta voðalega skemmtilegt. því miður vorum við ekki með egg til að henda í hurðina hjá þessum leiðinlega. En meðan við söfnuðum nammi var Jón Sigurðsson heima við eldamennsku, hann fær verðlaunin fyrir besta búningin og frumlegasta skeggið.
Wednesday, November 01, 2006
Subscribe to:
Posts (Atom)