Ég fór til Stokkhólms í gær, alveg frábær ferð þar sem mér tókst að fullnægja tveimur grundvallarþörfum mínum, skoða list og versla. Í Liljevalchs konsthallen skoðaði ég skúlptúra og teikningar 
Albertos Giacometti og teikningar og málverk 
Brors Hjorth.  Átti í miklum erfiðleikum með að þreifa ekki á skúlptúrum Giaomettis þar sem handbragð hans var svo áþreifanlegt og skemmtilega hrátt, líka gaman að sjá hvernig hann notaði nákvæmlega sömu tækni í teikningunum sínum og í skúlptúrum.  Hjorth er skemmtilegur, teikningar hans frá námsárum hans í Frakklandi 1923-24 gerðu mig glaða, þær gripu augnablikið svo vel og voru fyndnar.  Í Moderna Museet var mjög góð sýning sem ég mæli með 
African remix.  Fjölbreyttur kokteill 86 Afrískra listamann frá 25 Afríkulöndum.  Þemu verkanna eru
 sjálfsmynd og saga.  Ég hef aldrei komið til Afríku því miður en ég fann virkilega fyrir nærveru  menninga sem hafa mótast af heitu veðurfari, ýmsum trárbrögðum þ.á.m. náttúrdýrkun og  auðvitað pólítík.  Mér fannst athyglisvert að þau verk sem höfðu mest áhrif á mig voru öll frá Egyptlandi, yndislegt videóverk sem kallast 
Frozen memory stendur hæst, systkinin 
Abd Ghany  og Amal Kenawy eiga heiðurinn af því.  Ég fann til einkennilegs stolts, umgjörðin var öll hvít sem er sá litur sem ég hef unnið mikið með sjálf auk þess sem mér var svo sterkt hugsað til Rósu og unnustans Marvans sem einmitt er frá Egyptalandi, vona að þau eigi eftir að sjá þetta verk.
Eftir gott linsubaunasalat með geitaosti og chaitee í eftirrétt var það miðbærinn, ætla ekki að þreyta ykkur á búðarupplifunum sem voru margar og góðar.  Endaði  búðarráp með kaffilatte í Kulturhúsinu og kíkti á ljósmyndasýningu Sönnu Sjöwerth.  Flott sýning sem fjallar um endurkynni hennar við íranska fjölskyldu sína, en Sanna var ættleidd til Svíþjóðar 4 ára gömul...en heim til Örebro kom ég svörtum stígvélum og vetrarkápu ríkari.