Tuesday, January 30, 2007

Dásamleg Naanbrauð

200 ml mjólk
2 msk sykur
1 poki þurrger, 11 grömm
600 gr hveiti (eða sú blanda sem ykkur hugnast af, heilhveiti, spelti, hveiti)
1-2 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk olía
1 dós hrein jógúrt (180 gr)
1 msk maldon salt
1-2 msk indversk kryddblanda
25 gr smjör eða meira eftir smekk
2 hvítlauksrif eða meira eftir smekk
Mikið af fersku kóríander


Setjið ger og sykur saman í skál, hellið volgri mjólk yfir og látið standa í 5 mín.
Blandið hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrti við germjólkina.
Hnoðið þar til deigið er mjúkt, bætið við hveiti ef ykkur finnst deigið of blautt.
Látið svo hefast við stofuhita í 1. klst.

Blandið kryddi og salti saman á disk.
Skiptið deiginu í 10 kúlur.
Fletjið kúlurnar nokkuð þunnt og þrýstið í kryddblönduna.
Raðið brauðunum á plötu með bökunarpappír og bakið í 5-7 mín við 275 gráður, eða á efri grind í gasgrilli.

Bræðið smjörið og setjið saxaðan eða kramin hvítlaukinn útí og dreypið því yfir nýbökuð og heit brauðin. Klippið kóríander síðan yfir allt saman. Berið strax fram!

namminamm verði ykkur að góðu!

Sunday, January 28, 2007

sunnudagslúxus

Sunnudagur, södd af pönnukökum með jarðarberjasultu, ligg undir sæng og úti fellur snjórinn hljóðlega og blíðlega. Börnin í heimsókn hjá vinum sínum. Við hjúin alein heima og gerum ekkert nema lesa og vera í tölvunni. Svaraði pósti sem var búin að safnast upp, hlusta á Cörlu Bruni, Madaleine Peiroux og Jay Low. Eftir hálftíma byrjar eðlilegt heimilislíf aftur...

Saturday, January 27, 2007

...svo hamingjusöm eitthvað
















íbúðin seld, búið að velja veggfóður og liti í nýja húsið, umsóknin í Lundarháskóla tilbúin, tilveran í góðum takti. Hér var indversk veisla í kvöld, tandúríkjúklingur, kúskús með rúsínum og 12 kryddum, naanbrauð bökuð af Val, rauðvín frá Ástralíu svindluðum smá, fundum ekki indverskt vín. Börnin enn rjóð í kinnum eftir þoturennsli og rölt á markaðinum í dag, þreytt af nammiáti og södd af pizzunni því tandúríkjúllinn þótti þeim ekki spennandi. Ég svo hamingjusöm eitthvað, kannski útaf rauðvíninu og frábærri ferð í Bra och begagnad með Valdísi vinkonu okkar og ég keypti fallegstu postulínskaffikönnu í heimi en mest held ég útaf stemmingu kvöldsins.

ást
Brynja

ps: myndirnar eru síðan í Moskvu fyrir einu og hálfu ári, var að skoða þær, langar aftur til Moskvu en eiginlega meira til Pétursborgar. Kannski læt ég mér Gdansk nægja næsta sumar...kemur í ljós

Thursday, January 25, 2007

Brynja og lýðheilsan

Er á kafi í umsóknarferli, setti fyrst niður á íslensku hversvegna ég vel lýðheilsu umfram annað, þau ykkar sem nenna að lesa þetta, gjörið svo vel.

Master´s application LU20070115-1104947

Afhverju vel ég Lýðheilsu?

Þetta nám er kjörin leið til að leiða saman félagsvísindin, listina og áhuga minn á heilbrigði, velferð og vellíðan fólks. I gegnum störf mín og líf mitt sem uppeldisfræðingur, kennari og listamaður hef ég fengið æ meiri áhuga á því hvað manneskjan sjálf getur gert til ad gera lif sitt farsælt og innihaldsríkt. Ég hef séð í störfum mínum hvað, áhugahvöt, tjáning. virkni, sköpunargáfa og stefnufesta er mikilvæg og hvernig það ásamt heilbrigðri lífssýn og lífsháttum getur stuðlað að ánægðum einstaklingum. Gildi náms, tómstunda, heilbrigðs lífstíls, vináttu- og fjölskyldutengsla eru þar seint ofmetin.
Það sem einnig vekur áhuga minn er hversu sterkar andstæður eru innan lýðheilsuvandamála. Á meðan tveir milljarðar fólks á við heilsuvandamál að stríða vegna þess að það borðar of mikið og hreyfir sig of lítið, er stærsta lýðheilsuógn heimsins enn sú sama og fyrir iðnbyltinguna. Hungur, ungbarnadauði og skortur á aðgangi að hreinu vatni.

Heilbrigd lífssýn og lífshættir eru stoðir sem ég vil efla meðal fólks á öllum aldri. Ég vil skoða gildi heilbrigðra lífshátta og tengsl þeirra við virka hugsun og nýtingu sköpunargáfunnar sem okkur er öllum gefin. Í því samhengi er mikilvægt að skapa forsendur sem stuðla að fólk uppgötvi áhugasvið sín og hæfileika og nýti sér þá.
Að fólk nái tökum á lífstíl sínum, sé virkt í eigin lífi og menningu, með ýmsum hætti, eru án efa mikilvæg tæki sem draga úr líkum á: lærðu hjálparleysi, streitu, líkamlegri sem andlegri kyrrstöðu, kulnun í lífi og starfi, ýmsum geðrænum og persónulegum vandamálum.


Lykilord áhugsviða minna eru:

Heilbrigðir lifnaðarhættir
Heilbrigð lífssýn
Heilsuefling
Gildi hreyfingar og holls mataræðis
Nám, starf og tómstundir
Sköpunargáfa og virk hugsun
Áhugahvöt, fræðsla og tilleinkun
Samskipti í fjölskyldum og á vinnustöðum
Framkvæmdargleði, framkvæmdargeta og framkvæmdarmöguleikar
Forvarnir

Lykilorðin má tengja saman á ýmsan hátt, t.d. má velta fyrir sér :

Tengslum hreyfingar við afköst og starfsánægju.
Hvernig best megi virkja áhugahvöt og vilja fólks til bættra lífsvenja.
Gildi virkrar sköpunargáfu og tómstundaiðkunar á heilsu og vellíðan fólks á ólíkum aldri
Tengsl heilbrigðra fjölskyldusamskipta við tíðni hreyfingar, holls mataræðis og iðkun tómstunda.
Tengsl heilbrigðra samskipta á vinnustöðum við afköst, vellíðan, frumkvæðis, veikindadaga og starfsánægju.
Heilbrigð samskipti í fjölskyldum og vinnustöðum, hvað er það?
Iðkun hreyfingar og tómstunda og samfélagsgerð. Hver er hinn gullni meðalvegur í iðkun hreyfingar og tómstunda svo ekki orsaki streitu og tímaleysi?
Forvarnargildi heilsueflinga í skólum allt frá leikskólastigi, upp í framhalds- og háskóla.
Hönnun skilvirkrar heilsueflingar og námsefnis fyrir mismunandi skólastig og mismunandi vinnustaði.
Hvernig megi bæta við og auka ungbarnaeftirlit heislugæslustöðva. Hanna námskeið og námsefni sniðin að mismunandi þroskastigum barna og unglinga. Bæta þekkingu og tilleinkun foreldra á hollum llifnaðarháttum og jákvæðum samskiptum. Gera þá meðvitaða um að sýna fordæmi og ábyrgð gagnvart börnum sínum og stuðla að hollum lífsvenjum og lífstíls þeirra.

Þegar námi mínu er lokið í lýdheilsufræðum myndi ég vilja stofna fyrirtæki. Með það yfirmarkmið að:Styrkja þætti sem stuðla að bættir heilsu andlegri og líkamlegri hjá einstaklingum og ólíkum hópum folks á öllum aldri, fyrirtækjum og fjölskyldum og draga úr líkum á kulnun og vanlíðan sem rekja má til óhollra lífsvenja, óvirkni og slæmra samskipta.


Aðferðir:

Gerð námskeiða, fræðsla, fyrirlestrar, verkefni, námsefnisgerð, rýni í fyrirtæki, og skóla, ráðgjöf og eftirfylgni.

Sunday, January 21, 2007

Janúar og sjöundi dagurinn.




Janúar er búin að vera góður við okkur. Það er komin vetur og börnin hæstánægð. Ég spurði þau í morgun hversvegna væri gaman að vera þau og Hörður Breki svaraði: Af því ég á góða fjölskyldu, er ánægður með lífið mitt og finnst gott að vera til, Dagrún sagði: Af því við erum saman og af því það er gaman að leika. Mér hlýnaði um hjartaræturnar enda gott þegar sátt ríkir. Við erum í þann mund að selja húsið, guðisélof því ég er orðin ansi þreytt á að henda öllu "ljótu" inn í skáp og þrífa gólfin sem aldrei fyrr og Valur orðin þreyttur á að fara stöðugt í endurvinnsluna með nokkra plastdalla og dagblöð. En vissulega hefur verið tekið vel á móti fólki í kauphugleiðingum. Verð að viðurkenna að svona fínt hefur ekki verið lengi og ég er útskrifuð í "homestylingfræðum"

Erum búin að eiga mjög góða helgi, útivera, sund, nammidagur, sushi og bókarlestur. Ég er á kafi í að lesa núna bækur eftir Stefan Einhorn og hvet ykkur að hafa augun opin fyrir þessum rithöfundi. Bókin sem ég er að lesa núna heitir " Den sjunde dagen" og segir frá samtali uppkomins sonar við föður sinn sem á ekki langt eftir. Samtalið fjallar um, sjálfssögð grundvallaratriði í tilverunni sem þarft er að minna á og fá mann til að meta væntanlega, líðandi og liðna stund betur.

Wednesday, January 17, 2007

lagom

Mér finnst:

Svíar vera almennilegir, "snälla" þeim er umhugsað að taka tillit til allra og hlæja ekki nema vera vissir um að verið var að segja brandara.

Svíar vera með skort af kaldhæðni, það má stundum gera grín af sjálfum sér sko.

Svíar vera með skemmtilegar hefðir, elska jónsmessu og Lúsíu.

Svíþjóð stórt og fallegt land með ótrúlega fjölbreyttu landslagi, svona ef maður nennir að keyra hana þvera og endilanga.

Skógarnir í Svíþjóð stundum vera þrúgandi.

Svíar borða hollan mat og grænmetisætur eru algengar.

Svíar vera mjóir og ljóshærðir.

Svíar vera með göt hér og þar, með svart litað hár, tattú og langar neglur.

Svíar vera kvöldsvæfir, eru farnir í háttinn gjarnan klukkan 22.

Svíar kjánalegir þegar þeir eru á samkomu og standa við stólana þar til þeim er sagt að sitjast, eins og þeir séu í barnaskóla.

Svíar rómantískir þegar þeir týna sveppi og fara í nestisferð.

Svíar vera nískupúkar eða sniðugir. Ef boðið er til veislu er ekki óalgengt að þurfi að borga sig inn. Sniðugt ef þeir eru blankir en níska ef ekki.

Svíar vera þolinmóðir, sérstaklega þegar þarf að bíða í röð.

Svíar vera leiðinlegir að láta mann bíða í röð við hvert einasta tækifæri og þoli ekki þegar það á að taka fokkings "kölapp" eða raðmiða með númeri og fatta það ekki fyrr en maður er búin að bíða lengi í röðinni.

Svíar vera leiðinlegir þegar þeir gera vesen úr einhverju smáatriði eins og ef örbylgjuofnin er bilaður á kaffistofunni og það er kallað til Krísufundar.

Svíar vera góðir við börnin sín.

Svíar vera skipulagðir.

Skipulagið í Svíum vera pirrandi en samt á stundum ótrúlega þægilegt.

Gott að búa í Svíþjóð. Lagomlandið er þægilegt, stundum of rólegt en tækifæri á hverju strái. Kann vel við að vera mitt á milli tveggja menninga, sænskrar og íslenskrar. Kann vel við rólegheitin í Svíum en nýt þess um leið að hafa kraft og sjálfstæði Íslendingsins.

þannig er nú það.

Annars get ég sagt að ég hafi ekki málað á rólegu nótunum í dag, fór offari yfir William Turner stúdíuna mína, sem allt í einu er orðin frekar dimm en með áberandi andstæðum ljóss og skugga.

Það var snjókoma þegar ég hjólaði heim og þegar ég var búin að sækja börnin og leit í spegil sá ég að ég var nánast svört öðrum megin í andlitinu, hafði rekið penslana í mig og auðvitað var engin að segja mér frá þessu, hafa líklega verið hræddir við að særa mig eða haldið að þetta væri hefð frá Íslandi. Ég er búin að fá mér 3 tebolla og ætla að fara að drullast til að taka úr uppþvottavélinni.

Tuesday, January 16, 2007

ullarbrók, syrdur rjómi og súkkuladikonfekt

Áttum góda helgi og ballid og kvöldverdurinn var mjög athyglisvert útfrá ethnógrafísku sjónarhorni. Vid skemmtum okkur mjög vel en mest vid ad analysera Svía. Fengum unadslegan góda mat, silung frá Kiruna, kavíar med syrdum rjóma og einhverja vodalega goda böku og svo var dyrdlegt nanast svart sukkuladikonfekt i eftirrett. Valli var kalladur upp á svid thar sem hann tok vid vidurkenningu fyrir ad vera ordin heimilislaeknir, hann var fyndinn og flottur og eg var vodalega stolt af mínum manni.

Thad er yndislegt vedur í dag, 8 stiga hiti og sólskin, ólíkt ástandinu fyrir ári sídan thegar ég hjóladi í skólann med tvenn pör af vettlingum og í ullarbrókum, nokkrum lögum. Elska thad ad hafa snjólaust og finnst ótrúlega stutt í sumarid. Er ad mála og tek thví rólega, lídur vel og veit ad thad er ad stórum hluta vegna thess ad eg er aftur byrjud i raektinni eftir friid.

Ég er annars ad lesa athyglisverda bók eftir saenskan prest, prófessor og lífsgúru. Bókin fjallar um lífssyn mannsins og hvad hefur áhrif á hana og tengsl vid heilbrigdi.

Jaeja nú er matur!!!

Friday, January 12, 2007

Pizzudeig og hýasintur

Ég elska föstudaga, hér var þrifið, þveginn þvottur og kveikt á kertum, pizzudeigið er að hefast og það er góð bíómynd í kvöld. Börnin eru úti á sleða í fyrsta snjónum. Líklega skammvinn sæla þar sem það er spáð 8 stiga hita á morgun. Um helgina ætla ég að kaupa mér túlípana og hýasintur og hugsanlega spjalla svolítið við þær. Ætlum líka að skella okkur á ball, Valli var að fá sérfræðingsleyfið sitt og við erum glöð.

góða helgi
Brynja

Tuesday, January 09, 2007

dökkt súkkulaði, tré lavender

Æ hvað það er alltaf gaman þegar þið eruð dugleg að kommenta, takk fyrir það og gleðilegt nýtt ár öllsömul. Núna er ég hætt að pissa með rassinum og er innilega sátt við að vera að komast í fyrra líkamlegt ástand. Þessi allsvakalega hreinsun hefur þó gert það að verkum að ég hef ákveðið að vera duglegri að borða mat " som det är någon mening med" en það er einmitt nafn á bók sem ég er að lesa núna. Var að enda við að sjóða fullt af baunum sem eru stútfullar af góðri orku og ætla að nota helgina til að gera grænmetissbuff og kjötbollur úr hamingjusömum dýrum. Ætla að fullnægja súkkulaðiþörf minni með dökku súkkulaði en annars sneyða hjá nammi sem er fullt af löngum og óskiljanlegum orðum.

Nýja árið leggst vel í mig. Ég fæ aftur uppáhaldskennarann minn á vorönninni, hann Kelvin Sommer, sá sem fannst ég hafa íslenska birtu í myndunum mínum, ég klára listaskólann og styrkist jafnt og þétt í því að skilgreina mig sem listamann, ég flyt og mínir fylgifiskar til Lundar sem er svo sætur staður og einhvernveginn í miðju alheimsins, ég byrja masternámið mitt í lýðheilsufræði, ég ætla að gróðursetja rósir í garðinn okkar og taka með mér lavenderið mitt héðan úr blómabeðinu mínu í Örebro því það lyktar svo vel og er vinkona mín.

Annars opinberaði ég svolítið í kvöld við matarborðið:ég tengist trjám og tala við þau í huganum og þau segja mér gjarnan hvernig þeim líður. Finnst þetta fullkomnlega eðlilegt en aðrir heimilismeðlimir eru sannfærðir um að ég sé ekki með fullum sönsum. Langar að spyrja ykkur hvort þið þekkið tré sem þið eigið samskipti við eða aðrar plöntur?

knús til ykkar allra

Friday, January 05, 2007

Heima á ný






















Ja hvar á ég að byrja, við náðum yndislegum dögum og aðdraganda að jólum. Það var yndislegt að vera umkringdur fjölskyldunni og finna hversu lánsöm við erum. Við Valur nutum þess að vera barnlaus í bænum og skemmtum okkur vel við að gera grín af ljótum og illa hönnuðum geisladiskahulstrum í bókval. Þeirra á meðal voru auðvitað gimsteinar og fékk ég einn frá mínum heitelskaða í jólapakkann. "lay Low, please dont hate me". Börnin hittu vini sína og við hittum vini okkar. Áttum yndislegt aðfangadagskvöld hjá systur minni en um nóttina voru jólin búin. Hörður Breki og Valur fengu þessa rokna æluskítapesti í heimsókn, hún vildi víst fá sinn skerf af jólunum og skrapp ekki heim heim fyrr en þann 28. des. Kom aftur um kvöldið þar sem hún vildi halda upp á áramótin en lagðist upp hjá Mér og Dagrúnu þetta skiptið. Hún kunni víst ekki við annað. Hún tók heimsókn sína til mín sérstaklega alvarlega og lagði sig fram við að sýna alla þá takta sem hún átti til. Eftir 5 daga var klósettið og forláta plastfata ennþá bestu vinir mínir ásamt auðvitað æluskítapestinni. Við Dagrún seinkuðum því ferð okkar til Svíþjóðar um 5 daga en nutum þeirra engan veginn á Íslandi og hittum enga þar sem við vildum ekki leyfa uppáþrengjandi vinkonu okkar að eignast nýja vini. Verð þó að þakka tengdaforeldrum mínum lífgjöfina án þeirra hefði vinkonan drepið okkur.

En nú erum við fjölskyldan sameinuð á ný og það er svo gott að vera komin heim. Erum meira að segja búin að plokka jólin niður og vorum að gera pizzu. Við erum öll staðráðin í að njóta þessarar síðustu helgi jólafrísins.