Tuesday, January 30, 2007

Dásamleg Naanbrauð

200 ml mjólk
2 msk sykur
1 poki þurrger, 11 grömm
600 gr hveiti (eða sú blanda sem ykkur hugnast af, heilhveiti, spelti, hveiti)
1-2 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk olía
1 dós hrein jógúrt (180 gr)
1 msk maldon salt
1-2 msk indversk kryddblanda
25 gr smjör eða meira eftir smekk
2 hvítlauksrif eða meira eftir smekk
Mikið af fersku kóríander


Setjið ger og sykur saman í skál, hellið volgri mjólk yfir og látið standa í 5 mín.
Blandið hveiti, salti, lyftidufti, olíu og jógúrti við germjólkina.
Hnoðið þar til deigið er mjúkt, bætið við hveiti ef ykkur finnst deigið of blautt.
Látið svo hefast við stofuhita í 1. klst.

Blandið kryddi og salti saman á disk.
Skiptið deiginu í 10 kúlur.
Fletjið kúlurnar nokkuð þunnt og þrýstið í kryddblönduna.
Raðið brauðunum á plötu með bökunarpappír og bakið í 5-7 mín við 275 gráður, eða á efri grind í gasgrilli.

Bræðið smjörið og setjið saxaðan eða kramin hvítlaukinn útí og dreypið því yfir nýbökuð og heit brauðin. Klippið kóríander síðan yfir allt saman. Berið strax fram!

namminamm verði ykkur að góðu!

7 comments:

imyndum said...

Blessuð, líst vel á þetta en hvað er indversk kryddblanda? er það karrý eða ein af kryddblöndum pottagaldra?

Er hægt að fá innihaldslýsingu á hvað er í inverskri kryddblödnu?

brynjalilla said...

Garam masala, eða eitthvað annað gott krydd, karrý, cummin, turmerick, Tandúrí Masala bara það sem hugurinn girnist.

Anonymous said...

flott þessi, á örugglega eftir að prófa.
knús

Anonymous said...

Uhhh...

*slefi*slef*

Þetta verður sko aldeilis bakað á mínu heimili hið fyrsta...!!!!

Örugglega meinhollt líka...?! ;)

Fnatur said...

Verð að prufa þessa uppskrift...bananabrauðis uppskriftin var svo góð sem að þú gafst mér upp síðast.

Anonymous said...

Slurp..verður prófað við fyrsta tækifærið.

*Knús og saknaðarkveðja, þreytta fólkið í Barmahlíðinni

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Hljómar dásamlega - var einmitt að slúrpa í mig einu í gær á indverskum stað hérna í Íþöku. Tók svo með mér restina af sósunum heim og ætla núna að fara að steikja kjúlla og baka naanbrauðið þitt ;) með sósunum.