Friday, February 02, 2007

Gardínuklám

Þið vitið að mér finnst mikilvægt að hafa fallegt í kringum mig. Birta og rými er eitthvað sem ég spái mikið í til að heimili og meðlimir þess njóti sín sem best. Þessi fororð set ég áður en ég lýsi því yfir að ég er komin með veiki sem heitir gardínuveiki. Hef oft áður veikst af kjólaveiki, kertaveiki og lampaveiki. Þessa dagana er ég illa haldin af gardínuveiki sem lýsir sér sem áráttu í að skoða gardínur: á netinu og hýbýlablöðum . Finnst ég galin að eyða tíma í þetta en er jafnframt ánægð að tilveran gefi svigrúm fyrir að hanga á netinu og skoða gardínur og annan óþarfa. Þetta er gardínuklám, ekkert annað. Finnst samt sorglegt að svona prjál og pjatt skipti mig máli. Ætti í rauninni að vera að berjast gegn misrétti og safna pening handa hungruðum í staðin fyrir að opna enn einn gardínulinkinn. Æi já það er víst ábyggilegt að maður er lánsamur þegar pælingar hversdagsins snúast um hvernig gardínur maður ætlar að fá sér í stað þess að velta fyrir sér hvort fjölskyldan fái að borða þann daginn.

9 comments:

Anonymous said...

Nennirðu ekki að láta mig vita ef þú finnur fínar gardínur fyrir eldhúsgluggann minn, plís :-)

Skilyrði:
Mega ekki byrgja fyrir útsýnið og það verður helst líka að vera hægt að opna þá alveg (til hliðar eins og hurð) án þess að þær flækist fyrir. Þessar gardínur sem ég keypti fyrir eldhúsgluggann í Örebro passa því miður ekki hér (þú veist, þessar sem ég keypti eftir að Valli hafði fengið nóg af jólagardínunum mínum í apríl).

Þetta eru fjórir gluggar, tveir litlir til hliðanna og tveir stórir í miðjunni, mjóir veggir á milli og mynda smá útskot í eldhúsinu. Í ofanálag þá eru þeir mjög áberandi svo það er varla hægt að hafa þá berrassaða. Dettur helst í hug eitthvað sem prýðir vegginn fyrir ofan án þess að vera beint fyrir gluggunum.

Óska hér með eftir sérfræðihjálp...

hannaberglind said...

væri sko til í að vera með þér og taka þátt í gardínukláminu:)
Ég skil þig svo alltof vel að velta þér vel og lengi upp úr svona prjáli. Svo framarlega sem það verður ekki ráðandi afl í lífi okkar finnst mér það bara allt í lagi, þegar okkur líður vel þá eigum við auðveldar með að gefa af okkur og veita öðrum umhyggju, ef gardínur eru hluti þess sem valda vellíðun okkar þá sé ég bara ekkert rangt við það!!!

Fnatur said...

Rósa, Brynja og aðrir gardínuklám unnendur.
Þessir linkar ættu að aðstoða eitthvað í leitinni.

www.bedbathandbeyond.com
www.lnt.com
www.target.com
www.jcpenney.com
www.homedepot.com
http://www.homevisions.com

Have fun gardínunördlingar hehe

Anonymous said...

Svo ramarlega sem manni líður vel og þarf einmitt ekki að hafa áhyggjur af mat handa fjölskyldunni getur maður verið glaður að hægt er að stunda slíka iðju sem gardínuklám. Mikið þyrfti ég að komast inní slíkt, hér vantar mikið af gardínum og húsmóðirin er svo mikill slóði að hún gerir akkúrat ekkert í því. skamm skamm...

Gangi þér vel að finna gardínur.

Anonymous said...

Það er bara mjög eðligt að sinna gardínuklámþörfinni sinnni, gardínur skipta mun meira máli en fólk heldur, þær eru andlit þitt útavið, fólk sem labbar framhjá húsinu og horfir inn sem allir gera, mun segja vá flottar gardínur nú eða ljótar (ekki þínar) og svo verður allt svo heimilislegt með gardínum, mínar gardínur voru allar mjög útpældar og mjöööööööög dýrar Sveinbi mjög hneykslaður í fyrstu en sér svo núna að sér og er mjög anægður,
maður á að sinna þörfum sínum og svo þegar garínurnar eru komnar upp, þá finnurðu þér nýja árattu, það er það sem er svo skemmtilegt
löv tobba

Fnatur said...

Ertu búin að finna hina einu réttu?

Anonymous said...

Ég get kannski reynt að fela skortinn á hæfileikum mínum á þessu sviði með því að liggja á netinu til að finna eitthvað. Mitt framlag til þessara innkaupa hefur á tímabilum verið frekar takmarkað en þó hef ég á stundum það mikla skoðun á málinu að ég finn ekki neitt sem mér líkar.
Þegar við keyptum stofugardínurnar fyrir nokkrum árum var ég svo timbruð eftir starfsmannapartý að ég stóð úti á bílastæði fyrir framan Epal, alveg græn í framan, og gerði mitt besta til að gubba ekki á bílastæðið (fylgir ekki sögunni hvernig það gekk!) meðan eiginmaðurinn gekk frá kaupunum. Jú, þær voru nokkuð dýrar en hafa passað alls staðar þar sem við höfum búið síðan svo sú fjárfesting hefur sennilega margborgað sig.
En þær eru ekki enn komnar upp hér í Gautaborg. Og ástæðan? Jú, ég hef ekki enn fundið gardínustangir sem mér finnst passa. Það virðast bara vera tveir framleiðendur gardínustanga hér, IKEA og einhver annar og engin tegund hefur skorað nógu hátt hjá mér til þess að mig langi til að kaupa þær. Svo við erum meira og minna gardínulaus fyrir utan strimlana sem voru hérna fyrir.
Batnandi manni er best að lifa, nú skelli ég mér á fullum krafti í gardínuklámið !!!

Anonymous said...

vonandi gengur þér vel að finna þær einu réttu!
Þegar úrvalið er mikið og vanda skál valið getur þetta verið alveg heilmikill höfuðverkur.
Litur, áferð, snið, sídd, þykkt tilgangur, munstur eða ekki munstur, heildarútlit, úff gangi þér vel og góða skemmtun.
Mitt ráð til að leysa vandann var það að hafa sem minnst af gardínum, mörgum til undrunar en hinsvegar bý ég svo vel að hjá mér eru ekki forvitnir nágrannar eða gangandi vegfarendur sem langar til að sjá inn.
knús

brynjalilla said...

ég er svo glöð með ykkur allar, þið virðist skilja mig allar og hafið greinilega allar ykkar gardínuklámþörf, takk fyrir að vera systur mínar í syndinni.