Thursday, February 08, 2007

píkublóm














Ég hef fátt gert annað undanfarna daga en að þæfa ull, sauma og rækta píkublómin mín. Er ánægð með útkomuna og ætla að gera allavega 36, þ.e. jafn mörg og árin sem ég hef lifað, ætti samkvæmt því að vera 35 og hálft þar sem ég er enn ekki orðin 36. En hvað um það, blómin eru mín lofgjörð til hins kvenlega, mjúka, hlýja, bleika og erótíska. Vona að fæstir upplifi blómin mín klámfengin því til þess er ekki leikurinn gerður. Vil sem endranær minna á að við erum fallegar eins og náttúran skapaði okkur, að við eigum að njóta sérkenna okkar og mótmæla þeirri hneisu að æ fleiri konur láta gera "fegrunaraðgerðir" á sköpum sínum. Ég dæmi konurnar ekki sem slíkar heldur þjóðfélagið sem elur á hugmyndum um hvað þyki ljót eða falleg kvensköp. Einnig vil ég upphefja kvenlega eiginleika, við getum alveg verið prinsessur og verið stoltar af því svo lengi sem við grenjum ekki undan bauninni heldur slátrum drekum og vöskum upp eftir þörfum, svona í samfloti við aðra heimilismeðlimi.

9 comments:

Fnatur said...

Ég er nú algjörlega 100% sammála þessu með sem að þú sagðir í sambandi við fegrunaraðgerðirnar. Mér varð einnig hugsað til þess ef þetta verkefni yrði lagt fyrir í Bandarískum listaskóla......grunar að allt yrði vitlaust og það kæmist í flesta fjölmiðla.
Þetta er glæsilegt hjá þér Brynja mín og greinilegt að þú nýtur þín vel í náminu.

Lilý said...

Til hamingju fallega frú, með þitt píku krú (crew).

Sumar á túr? Aðrar ekki.. svona eins og gengur og gerist. En allar eru þær kvenlegar og fallegar, eins og ég og þú ;)

Frumleg ertu Brynja mín, ekki einungis oft á tíðum heldur jafnvel alltaf á tíðum og svo líka án þeirra. Tíðanna.

Koss frá Enrisvägen..

hannaberglind said...

þau eru yndisleg, falleg og rómantísk þessi píkublóm, hlakka til að sjá þau öll 36 saman, vona að ég fái tækifæri til þess.

Anonymous said...

Hvernig væri nú bara að opna sýningu í BNA Brynja mín á þínum frábæru píkublómum. Ér viss um að þú átt þar góðan umboðsmann.
Umtal skapar frægð, frægð skapar sölu, sala skapar fjármagn, fjármagn skapar aukið frelsi til frekari listsköpunar.
knús

hannaberglind said...

frábær hugmynd frú skrú skrú, nú er bara að hrinda þessu í framkvæmd!!!!

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Þú myndir líka alveg slá í gegn hér í Íþöku. Allt fullt af fólki hér sem berst gegn klámvæðingu, hlutgervingu kvenna og vilja hafa alla sem náttúrulegasta. Það eru jú einmitt stundum prinsessudraumarnir sem fá stúlkur til að breyta útliti sínu. EF prinsessur eyða ekki of miklu af tekjum sínum í útlit, ef þær eyða ekki of miklu af tíma sínum í útlit, ef sjálfsmynd þeirra byggist ekki of mikið á útliti/staðalímyndum sem haldið er að þeim (s.s. ákv. útliti á píkum sem á sér uppruna í klámvæðingunni) þá er ég sátt við prinsessur ;) Hið kvenlæga þarf að upphefja en það þarf að endurskilgreina prinsessuna. Hún er enn leiksoppur þessara samfélagsafla sem hafa neikvæð áhrif á konur, stela dýrmætum tíma þeirra, sálarró og peningum.

brynjalilla said...

Bingó Linda, ég þarf að hitta þig á msn og ræða þetta við þig, hvenær ertu á lausu?

Berglind Rós Magnúsdóttir said...

Til er ég - hlýt að hafa tíma fyrir msn einhvern tímann á morgun ;)

Anonymous said...

Þau eru svo falleg Brynja mín og áferð þæfðu ullarinnar svo hlýleg, sem á mjög vel við. Sammála öllum fyrri ræðumönnum um fegrunaraðgerðir.

Þú ert frumlegust og best!

Kær kveðja,

Ingibjörg
PS. hugmyndin um sýningu í US of A er ansi góð, þú myndir pottþétt vekja athygli þar.