Tuesday, February 13, 2007

Júrovisjónlag

Ég held með þessu lagi í sænska júróvisjón. Flottir búningar og flott spor.

3 comments:

Anonymous said...

Eiki Hauks er nú betri !!!!!!!!!!

Anonymous said...

ójá geðveikt ! hvar ætli hann hafi fengið þennan jakka og kúl að hafa svona glitter hjarta á brjóstinu ;)
.....og svo hliðar saman hliðar saman hliðar.....
Sylvía Nótt hvað !?

Anonymous said...

Jú, jú. Göteborgs-Posten var búinn að bóka að þetta lag væri það eina sem pottþétt kæmist áfram í úrslitin. Enda æstist múgurinn verulega þegar hann reif sig úr jakkanum. Andri hélt að ég hefði runnið fram úr sófanum við þetta stönt en ég hefði frekar haldið að hann ætti í vandræðum með að halda vininum á sínum stað :-)

En þegar til kom þá féllu þeir félagar í The Ark úr sviðsljósinu vegna huggulegrar og hógværrar kennslukonu frá Munkedal sem kom fram á sviði í fyrsta skipti, frammi fyrir þúsundum manna í Scandinavium hér í Gautaborg, raulandi hugljúft lag og spilaði á gítarinn sem bróðir hennar hafði lakkað svo listilega. Hún kom sjálfri sér mest á óvart með því að vera með annað af tveimur lögum kvöldsins sem komust beint í úrslit. Ægilega sætt og verður fróðlegt að sjá fyrir hverju Svíar falla endanlega, Silvíu Nótt endurfæddri, einhverju sem er meira í áttina að "Ein bisschen Frieden" eða kannski dæmigerðum sænskum slagara, einhverju meira svona "Carolu"-legu.