Wednesday, February 14, 2007
Ett ögonkast från Brynja
Grafík og silkiþrykk á vel við mig, það er eitthvað svo magnað að vinna við prentvélina, stóra og kröftuga. Fæ "mokaskítkikk" við að snúa handfanginu og lyfta pappírnum spennt af mótinu. Er með svo yndislegar konur frá Póllandi sem kennara, þær eru á svipuðum aldri og ég og við náum vel saman. Ég verð að viðurkenna að það er gott að hafa jafnaldra í kringum mig sem skilja húmorinn minn og samkenndin einhvernvegin liggur í loftinu. Góð tilfinning sem maður veit að gæti þróast í vináttu ef ekki væri vegna þess að þær pólsku verða flognar á föstudaginn til síns heima. Í dag fann ég fyrir eirðarleysi, fann fyrir óþreyju í kroppnum og finn að ég er tilbúin að klára skólann hér og halda á önnur mið, góð tilfinning.
Myndirnar sem fylgja eru silkiþrykk og þetta er ég sem gægist þarna undan rómantíkinni. MYndirnar eru 28 sm x 20 sm.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
3 comments:
Flottar myndir systir góð en vöktu nú samt sem áður bros hjá mér því ég hef einnig verið að dunda mér með þetta mótif bara með vatnslitum.
Þó höf skilji að.........
knús
Fallegar þrykkimyndirnar. Þú ert svo hæfileikarík elsku Brynsí beib.
Flottar myndir... hvernær verður annars næsta sýning?
Post a Comment