Saturday, August 25, 2007
Hversdagsannríkið...
Erum komin heim eftir frábært ferðalag og fegrum heimilið með minjagripum úr ferðinni og skoðum myndirnar til að aðlögunin að venjubundnu lifi gerist ekki með skelli. En hversdagsannríkið er skammt undan og við tilbúin í slaginn. Búið að dusta rykið af skólatösku stráksins og Dagrún er stoltur eigandi blómamynstraðs bakpoka sem var keyptur í Tékklandi. Ég er búin að laga til í fartölvunni minni og á nýtt pennaveski með nýjum skrúfblýanti. Ferðasagan kemur seinna og myndir þegar tími gefst til, vona að það verði sem fyrst.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
5 comments:
velkomin heim, og í venjubundið líf!
Velkomin heim darling. Ferlega fannst mér þetta laaaaangt frí hjá ykkur.
Hlakka til að heyra betur ferðasöguna.
hæ elskan,
mikið er að gott að þú sért komin heim nú get ég hringt í þig og heyrt allt sem er að gerast hjá þér. Eins og þú sérð á blogginu mínu þá er ég að taka mig taki hvað varðar líkamsrækt og mæti kl 6 í fyrramálið og hef þá viku 3 á Nordica Spa. Vona að þetta komi mér vel af stað og að áframhaldið verði eins gott. xxxx
Gott að vita af ykkur heilum og hamingjusömum heim eftir gott ferðalag. Sakna ykkar kæru vinir
Gott að fá ykkur aftur heim, hlakka til að heyra ferðasöguna og sjá myndir.
Post a Comment