Wednesday, August 29, 2007

Meltingarslý og borubrött fiðrildi

Já ég veit ég var búin að lofa ferðasögu og myndum og auðvitað efni ég það...fljótlega. Er annars að undirbúa mig fyrir fyrsta skóladaginn, hlakka til en er með nokkur borubrött stressfiðrildi sveimandi í maganum. Skil ekkert í því hvað þau eru að villlast þarna inn enda ættu þau að vita að magasýrur og annað jukk er ekki vænlegur gróður fyrir þau. En nú er þessu ljúfa og langa sumarfríi lokið og merkilegt nokk þá er það góð tilfinning og ég spái að fiðrildin muni deyja kvalarfullum dauðdaga í grænu meltingarslýi, tja eða ef ég er góð, fljúga út um naflann. Rútínan er þægilegur gestur, þegar henni er boðið. Gjörðu svo vel og hreiðraðu um þig.

6 comments:

Soar Iceland said...

trúi endalaust á þig brynja mín þannig að stressfiðrildin munu fara út og eftir standa fallegu litríku fiðrildin sveimandi inní þér að gefa þér góðar hugmuyndir elska þig og þína p.s. var að gefa þér comment á orð dagsins sakna þín

Anonymous said...

Æ hvað þú ert dásamlega skáldleg núna :) Það er nú pínu fyndið að ég vildi á vissan hátt vera í þínum sporum núna, með fiðrildin og allt það, því það er svo spennandi að takast á við nýja hluti og nýjar hliðar á sjálfum sér .... ég gera það bara svo sjaldan sjálf hehe og nýt þess því í gegnum þig og allar góðar vinkonur sem ríða á vaðið. knúsibomm

Thordisa said...

Gangi þér vel skvísa. Mætti sjálf kl hálf 7 og lyfti í morgun er með fiðrildi í maganum um að ég fái gott út úr mælingu á morgun :-) þú þekkir það

Anonymous said...

Það er alltaf pínu gott að hafa fiðrildi í maganum, þau boða yfirleitt eitthvað gott, nýtt og spennandi í manns lífi. Þú tekur þetta með trompi eins og allt annað.
Knús, Ingibjörg

Anonymous said...

vona að fyrsti skóladagurinn hafi verið ánægjulegur, ekki vanmeta fiðrildin, þau halda okkur við efnið

xxx

imyndum said...

Sammála þér að rútínan sé þægilegur gestur, fyrsti september á morgun fullur af fyrirheitum um góðan og viðburðarríkan vetur. Kossar