Thursday, September 13, 2007

utbränd, bra, the og and

allamallamá, er búin að taka eftir skánskum framburði hjá mér 2 daga í röð. Sagði "utbränd" og "bra" með fáránlega ýktu kokuðu r-hljóði...og ég sem er svo stolt af íslenska framburðinum mínum sem minnir mig mest á finnlandssænsku sem er svo falleg og skemmtileg. Hugsa samt að þetta hafi nú bara verið tilviljun en samt er alveg merkilegt hvað framburður manns litast af því við hvern talað er. Ekki nóg með að skánskan troði sér óvelkomin að heldur er ég búin að tala ensku síðusta 2 vikur með kínverskum, rúmenskum, amerískum og indverskum hreim. Er núna að æfa mig í að vera bara skýrmælt og leyfa íslenskum einkennunum að njóta sín og hef svei mér þá leitað fyrirmynda í fræga Íslendinga eins og Björku og Jón Pál. Það virkar. En annars þetta er búið að vera vika þar sem orðin utbränd og bra eiga vel við. Ég er búin að vera í fyrirlestralotu sem ég vil helst kenna við andskotann þar sem farið er í tölfræði faraldsfræði á ljóshraða og á tímabili fannst mér ég skilja tvö orð: "The" og "and". Var að hugsa um brenna upp bara og snúa mér að bakstri en sem betur fer hélt þrjóskan mér uppi og ég sem sé er farin að átta mig á áður óþekktum hugtökum sem er jú "bra" auk þess sem ég er búin að kynnast bekkjarfélögum mínum betur og sé í augsýn verðandi vini, er meira að segja búin að fá eitt heimboð í hús við svarta hafið.

Sé í augsýn helgi þar sem námsbækur eru að mestu í fríi, en pizzuát, videógláp, útivera og samvera með fjölskyldunni eru í akkorði. Ætla svo að gefa mér gjöf á mánudaginn. Leyfa námsbókunum að sofa út og munda rykfallna penslana sem kvarta sáran yfir hreyfinarleysi.

Góða helgi

7 comments:

Vallitralli said...

Hlakka til að sjá þig mála aftur.

Fnatur said...

Hæ skutla.
Ég hefði nú verið til í að borga fyrir að heyra hana ljóshærðu Brynju mína tala ensku með inverskum hreim haha.
Mér heyrist að keyrslan sé ansi stíf í þessu námi þínu og vona því að þú getir slakað á um helgina og sukkað feitt:)
Ekki gleyma síðan að hendast í smekkbuxur og taka upp penslana og mála eitthvað fallegt.
Góða helgi;)

Anonymous said...

góða helgi :)
Kveðja úr snjókomunni á AK !!

Anonymous said...

Tölfræði er unaðsleg.

Anonymous said...

Þú átt eftir að brillera í faraldsfræði ekki síður en við gerðum í aðferðafræðinni hér forðum daga. Mundu að þú ert klárust!

brynjalilla said...

eh já takk...en átti frábæra helgi. Borðaði sushi, fór í barnaafmæli og lagaði til í garðinum. Við slógum grasið og reittum illgresi og njótum núna að horfa á snyrtilegann garðinn.

Thordisa said...

Njóttu þín í náminu Brynja mín dauðöfunda þig. En ég átti yndislega helgi í Amsterdam. Kíktu á bloggið mitt..xxxx