Er komin á kaf í stjórnunar, skipulags og samskiptafög, kann vel við mig, kennslureynslan kemur sér vel enda hver bekkur eins og áhöfn í sjálfu sér og kennarann skipstjórinn. þvílíkur léttir annars að vera laus undan oki faraldsfræðinnar og líftölfræðinnar. Grátur og gnístran í skólanum en það birtust niðurstöður í dag, ég náði undangreindu með góðum árangri, himinlifandi glöð en þriðjungur þarf að þreyta þorrann aftur, mikið ofsalega er ég fegin að vera ekki í þeim sporum. Annars fátt að segja þar sem dagarnir byrja snemma og enda seint undirlagðir upphafi nýrrar annar. Er komin með góðan lestarstafla nú þegar á borðið og verkefnalistinn fyrirferðarmikill. En fögin eru ekki lengur framandi og óskiljanleg, það er gott að hafa komist í gegnum leiðinlegu byrjunarsíuna og sigla smám saman inn í fögin sem drógu mann í fagið. Fljótlega förum við á fund um nýjar reglur varðandi lokaverkefnið. Hlakka til að heyra um þau mál og ydda svolítið af annars góðum haug hugmynda, það er af mörgu spennandi að taka og dásamlegt að finna fyrir þessum eldmóði, ég hlakka til að takast á við þetta. Ok veit að án efa mun ég á einhverjum tímapunktum bölva fram og aftur svo mikið að Kolbeinn Kafteinn vinur minn mun roðna en æ þá tek ég bara Valíuna og segi "ó ég er svo fögur að ég gæti hlegið"
Ok ég veit lítið áhugavert blogg hingað til, fréttir? Nei svo sem ekki. Nannan stendur sig vel í skólanum og lætur lista- og ástargyðjuna í sjálfri sér njóta sín. Hörður Breki litli maðurinn minn æfir júdó 2 í viku og nýjasta dillan hans er að mála og setja saman kalla sem kallast "warhammer" mjög sniðugt, nokkuð skapandi, fín æfing fyrir fínhreyfingar og einbeitni. Dagrúnlillan er enn á prinsessutímabilinu sínu, hún var búin að safna sér pening sem hún fékk að eyða um helgina. Við reyndum að fá hana til að kaupa sér trivial pursuit disney spil en hún kom heim með bleikt barbihús sem hún reyndar er búin að leika sér í alla morgna núna áður en hún fer í skólann, þar eru teboð og afmælisveislur haldnar á hverjum degi og mikið um dýrðir. Framundan er allt við það sama, elskulegir vinir okkar Frosti og Palli eru á leiðinni til okkar í lok mánaðarins og við hlökkum svo mikið til og ætlum að draga þá með okkur í sjóbað. Vonandi verður hitastigið í sjónum allavega yfir 4 gráðum og engir dularfullir kallar með exi í gufubaðinu. Ætlum svo að fjölmenna öll til Andra og Rósu í Gautaborg og eiga samveru með þessum yndislega vinahópi. *dæs* jahérna er með skrifræpu, svo þægilega letilegt meðan börnin horfa á Bolibomba, sit hjá þeim með tölvuna í fanginu og horfi á ofvaxna elga og börn að læra að hjóla með öðru og blogga með hinu, augnablik sem er dýrmætt þegar það fæst sjaldan.
En o jæja er að hugsa um að fara að lesa glæpasöguna sem Valur gaf mér í jólagjöf en ég faldi hana fyrir sjálfri mér í prófatíðinni. Yndislegt að lesa skáldsögur á ný. Ah frábært get haldið aðeins áfram, fékk svo skemmtilega bók frá Rögnunni minni og Zipponum í jólagjöf, Yozoy eftir Guðrúnu Mínervudóttir. Las hana um helgina. Skemmtilega mannleg en draumkennd um leið, las í einum rykk og tuggði Wasabi hnetur á meðan, nýjasta æðið mitt og hefur þessa stundina ótrúlegt en satt vinninginn yfir súkkulaðið. En bókin já, full af athyglisverðu fólki og pælingum svo ekki sé talað um hvernig stelpan setur saman setningar, bara svo þjált og fallegt hverning hún notar orðin, blessunin. Pínu þunnur endir en náði engan veginn að spilla ánægjunni fyrir mér.
Elskurnar mínar bolibomba er búið, þetta var dagurinn í dag, Sendið mér smá geisla í kommenti.
Brynja
Wednesday, January 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
Hæ Brynsí beib. Finnst vera 1000 ár síðan ég hef heyrt frá þér.
Gaman að heyra að allt gengur vel og að þér hafi gengið svona ljómandi vel. Til hamingju með það.
Kossar og knús.
Góð Brynja! Enda gat nú varla verið að þú féllir eftir svona mikið plugg!
Góð Brynja! Enda gat nú varla verið að þú féllir eftir svona mikið plugg!
Til hamingju elsku Brynja vissum að þú mundir standa þig vel eins og alltaf. Knús á línuna Tengdó.
Gott að heyra að þú ert komin yfir það erfiðasta og að það skemmtilega er framundan. Hér er allt á kafi í snjó sem er s.s. gott því þá er bjartara eða svo er sagt en mér finnst bara fjandi dimmt úti og hlakka til þegar þessi blessaði vetur er búinn! Vona að ég sjái þig sem fyrst. koss og knús
Vona ykkar vegna að Palli komi með jólatréð sem snjóar með sér ;)
Það myndi sko toppa stemmningnuna !
Knús
Edda semerbúinaðsláístrubelgsmetið !
Til hamingju Brynja mín með árangurinn, vissi að þú myndir rúlla þessu upp. Áhugavert að heyra hvað börnin eru að stússa - þarna kemur kynjamunurinn fram svo greinilega, og þó hún dóttir þín hafi verið hvött til að kaupa svona unisex spil þá valdi hún frekar barbi húsið. Ég hlakka sjálf til að sjá hversu snemma kynjamunurinn hvað varðar áhuga á dóti, sjónvarpsefni og fleiru kemur fram hjá dóttur minni (skyldi hún fíla Bubba byggi eins og bróðir hennar?)
Knús úr Snægili 10.
Ingibjörg
Halló elsku Brynja
Vissi að þú myndir klára þetta með stæl, þó að við hefðum verið búnar að ræða það að lífið héldi nú áfram þó að maður falli. Það er nú ekki langt síðan að ég var svo heppin að fá að kynnast þér, en er strax búin að sjá hvað þú ert ótrúlega dugleg, skipulögð, klár, skemmtileg, skvísa, falleg, góð, hugmyndarík og algjör orkubolti.
Knús í hús Fanný
Elsku Brynja, gott að allt gekk vel og að þú skulir koma svona vel undan vetri :)Sit hérna á bókasafninu á kollegíinu mínu og þykist vera að skrifa ritgerð.
elsku Fanný takk fyrir þessu fallegu orð, hlýja mér í hjartastað og er sömuleiðis þakklát fyrir að hafa kynnst þér og þínum, hlakka til þegar ég verð buin í þessari törn og get farið að bjóða ykkur í mat, finnst ykkur ekki annars saltkjötogbaunirtúkall gott?
og jedúdda mía þið öll hin fáið líka þakkir fyrir alla geislana, það er svo dásamlegt að eiga ykkur að í bloggheimum og öðrum heimum
til hamingju sæta mínmeð þennan flotta árangur - ekki það að ég hafi nokkurntíman efast! Ég hef ofurtrú á þér þar sem þú ert svo metnaðarfull og vandvirk og í þessu námi af svo miklum áhuga:)
Kossar og knús úr rokinu á Íslandi
Post a Comment