Wednesday, January 02, 2008

Syndabaðlausn 2007-2008

2007 verður líklega árið sem svo margt og mikið gerðist en óhætt er að segja að það hafi einkennst af breytingum, ferðalögum og annríki. Við keyptum hús og seldum hús, fluttum, kláruðum skóla, útskrifuðumst. Ég eilífðarstúdentinn byrjaði í masternámi og Valli í nýrri vinnu. Dagrún byrjaði í grunnskóla og bæði börnin byrjuðu því í nýjum skólum. Við fórum til Egyptlands, austur Evrópu og Íslands. Við gerðust fósturforeldrar og unglingsstúlkan hún Nanna okkar bættist í flóruna okkar og síðar tengdasonurinn André. Frábært og mjög spennandi ár sem ég er mjög sátt við þegar allt er tekið saman.

Í gær fór ég í bað, svo sem ekki neitt merkilegt við það og þó? Ég nefnilega fór í bað enn með nokkrar syndir ársins 2007 óuppgerðar, ónauðsynlegar áhyggjur, lítil sem engin listsköpun og ofát bar þar hæst. Ég hinsvegar þvoði mér (hmm með aðstoð eiginmannsins, líklega siðferðislega rangt að láta þessar upplýsingar fylgja með, það er bara svo skemmtilegt) með glimmersápunni minni og syndirnar skoluðust af mér og glimmerið skyldi eftir sig fyrirheit um hamingju, ástundun dyggða sem bæta andlega og líkamlega líðan eins og listsköpun, hreyfingu og mátulegri hófsemi í súkkulaðiáti, ferðalögum og róteríi. Við erum sammála um fjölskyldan að vilja eiga rólyndis og hamingjuríkt ár framundan. Vonandi veitist okkur það.

Gleðilegt nýtt ár elskurnar mínar, njótið þess og verið til.

Skelli inn nokkrum myndum af áramótafagnaðinum okkar sem við áttum í félagsskap yndislegra vina, sænskra og íslenskra. Við tókum ofátið, annálinn, áramótaskaupið, nú árið er liðið í aldanna skaut, kampavínsskálun og flugeldagleði alvarlega sem aldrei fyrr. Takið sérstaklega eftir flotta flugeldapallinum sem Valur smíðaði með aðstoð krakkanna.












10 comments:

Anonymous said...

Gleðilegt ár allir saman. Frábær skotpallur með fínni áletrun,en um fram allt fallegt fólk og greinilega verið glatt á hjalla hjá ykkur. megi nýtt ár verða ykkur öllum gleðiríkt og gjöfult á ást og hamingju. Knúz Knúz og kossar frá okkur K&S

Anonymous said...

Kæra systir og dýrmæta fjölskyldan þín.
Ég þakka fyrir öll árin okkar saman, gleði, skammarstrik, leik og störf. Vináttu, hlýju og samstöðu á erfiðum tímum.
Elsku systir megi nýja árið færa ykkur öllum uppfyllingu óska og langana og margar, margar, margar hamingjustundir.
Saman getið þið allt.
Elska ykkur og sakna.
Ykkar Áslaug

Anonymous said...

Elvis lifir !

Britta said...

Hej Brynjalilla!
Tack återigen för en mycket trevlig och rolig nyårsafton! Det är stört-skönt att umgås med er!
Idag har vi snöstorm och jag är ledig och är hemma och eldar i spisen. Stackars Daniel måste jobba.
Ser framemot att ses snart igen och att få bjuda er på vildsvin!
/PoK
Häxorna från Nora (med tanke på fotografiet..)

Anonymous said...

Hæ Brynja

Gleðilegt árið. Þú ert svaka flott í þessum kjól og varla hefur glimmerið skemmt fyrir. Sjálf eyddi ég drjúgum tíma af gamlárskvöldi í að reyna að svæfa dóttur mína sem var nú ekki á þeim buxunum að fara í háttinn. Svo sofnaði ég hundsnemma sjálf, eftir að hafa séð flugeldana fjúka um bæinn. Lítið fjör á þeim bæ.

Kveðja

Anna Sigga

Anonymous said...

Elsku Brynja
óska ykkur öllum gleðlegs nýs árs, með kærri þökk fyrir yndislega núðlustund í sumar og frábærar móttökur og yndislega samveru í haust. Takk fyrir endalausa og trygga vináttu, yndisleg samtöl með svo frjóum og skemmtilegum pælingum og vangaveltum um lífið og tilveruna, uppeldi, kennslu, menntun, listir, sköpunargleði, allar gömlu góðu stundirnar okkar og allt það sem okkur langar að gera í framtíðinni. Takk fyrir að vera vinur minn!!!
Megi nýja árið færa þér og fjölskyldu þinni hamingju og gleði, ný tækifæri

Fnatur said...

Hæ elsku Brynsí beib.
Gaman að skoða allar þessar fínu myndir af ykkur. Verð samt að segja að hún er alveg yndislega krúttleg síðasta myndin af þér með húfuna, í pæjupelsinum og síðan þessum himneska bleika kjól.
Takk fyrir að deila syndabaðinu ykkar Valla á blogginu...þú værir ekki Brynja ef þú myndir ekki gera það hehe.
Ásta að eilífu.
Þín Fnatzý

Thordisa said...

Gleðilegt árið elskan mér sýnist ekki á þessum myndum að þú þurfir að hafa móral yfir áti þú lítur guðdómlega út. kannski væri það gott áramótaheit að hætta að hafa móral yfir því sem maður gerir og bara njóta þess sem gerist og láta lífið fljóta áfram.
Með ósk um hamingju og ást Þórdís

brynjalilla said...

ni alla är så underbara, puss och kram mina vänner

Anonymous said...

ohh maður bara saknar ykkar svo mikið langar svo að vera með ykkur ..þakka fyrir allt og elska ykkur brynja,valur,hörður og dagrún ykkar
elskuleg ragna, zippo, viktor og ísfold