Jahérna hér, heilinn á mér er á svo miklum farti að það rýkur úr honum. Er búin að skila tveimur stórum verkefnum, sem ætlunin er að verja í prófatíðinni. Líðandi stundir fram að 14. janúar eru eyddar við lestur, skriftir, stærðfræðiúrlausnir, fyrirlestragerð og svör við yfirvofandi, mögulegum spurningum. Æfi svarið/spurninguna: A good question, interesting perspective, what do you thing the answer is? En á milli kvíðakasta þá finnst mér svei mér þá að þetta sé farið að raðast með nokkru skipulagi í skúmaskot og lýðheilsuhillur heilabúsins. Sem raðast bara nokkuð snyrtilega meðal annarra hilla sem geyma mis nýtanlega þekkingu. Staða dagsins er nokkuð góð, las í kúrsinum Public health og global pattern, skemmtilegur kúrs þar sem félagsvísindabakgrunnur nýtist helvíti vel svo ekki sé talað um þægindin sem fylgja því að vera gift manni sem er hvorki meira né minna en sérfræðingur í heilbrigðisvísindum. Á morgun er það bókasafnið, 20 bollar af kaffi, red bull og veruleg loftmengun frá heila en vonandi ekki rassi svona svo tillit sé allavega tekið til annarra gesta safnsins.
Ja hérna hér, ætlaði bara að skrifa að þetta blogg væri óvirkt næstu 2 vikurnar og vorkenna mér stuttlega en er allt í einu búin að gera alvöru blogg, hrmpff og tíminn sem er svo dýrmætur og ég ætlaði að lesa um hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar. O jæja reykvélin náttúrlega þarf sína pásu og já þetta var góð pása að sitja hér og hugsa svolítið til ykkar og muna að ég á mér líf, meira að segja blogglíf.
Heyrumst eftir 2 vikur sirka, þá verð ég búin, reykvélin komin inn í skáp við hliðina á nýja kjólnum handa mér í verðlaun frá mér til mín.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
12 comments:
Duglega, vona að þú standir þig vel og getir keypt þér einhvern geggjaðann glimmermjónugellu kjól þegar þú ert búin;)
Vertu dugleg skvísa og gangi þér vel. Þó svo jólin séu búin ætla ég ekki að slökkva á ljósunum strax það er svo rosalega dimmt úti ég held ég vilji bara hafa þau aðeins áfram.
Gleðilegt nýtt ár Brynjalilla,
kær kveðja, Ásta á Akureyri
Gleðilegt ár Brynja mín og gangi þér vel með öll verkefnin.
go girl!!
úff ég fæ hroll, löngun mín til þess að skella mér í nám fór aftur í dvala eftir þennan lestur!!!
en þú með þinn mikla metnað og skipulag tekst á við þetta verkefni og skilar því af þér með glæsibrag, mundu bara að hvíla heilann af og til:)
Hlakka til að sjá verðlaunakjólinn:)
Gangi þér allt í haginn Brynja mín ég veit að þú munt standa þig vel eins og alltaf Knús og kossar frá okkur.
Good luck Honey - en mundu að setja batterí í reykskynjarann svo þú bræðir ekki úr sellunum ...
Ef byrjar að væla í skynjaranum þá er kominn tími á blogg, góðan tebolla eða jafnvel stuttan göngutúr í hreinu lofti.
Knúsibomm, Ingveldur.
Hey Brynsí beib.
Hlakka til að heyra í þér eftir 2 vikur. Ég veit að þú átt eftir að rokka feitt að víkinga sið og ganga alveg glimrandi vel.
Love, Fnatzý patzý
Sendi þér baráttukveðjur frá Álfheimum. Er einmitt að reyna að setja mig í námsgírinn hérna heima en gengur eitthvað erfiðlega, virðist ekki duga mér að vera gift málfræðingi né vera skráð í nám í Cambridge til að andagift og ofurstílsnilld hrynji yfir mig.
lesa lesa lesa læra læra læra.....úff púff... fegin að vera ekki í þessu stuðinu núna !
Er svosem búin með ágætis skammt af því !
Gangi þér vel og mundu að rokka feitt ;)
Held þú verðir.... né ég meina VEIT þú verður geðveikt sæt í nýja kjólnum !
Elsku systir
Gangi þér vel í prófunum.
Búin að krosslegga fingur og tær fyrir þig.
knús á ykkur öll
Áslaug
Bloggrúnturinn minn er bara hundleiðinlegur þegar þú ert í prófum. Gangi þér vel og láttu þetta tímabil líða hratt og örugglega.
Á von á þér tví- eða þríefldri þegar þú snýrð aftur í bloggheima.
Systa sæta
Post a Comment