Monday, April 21, 2008
freknurnar fleiri en þrjár.
Íklædd gallapilsi, bleikrósóttum stígvélum, með úfið hár, bleikt gloss og rauðvín í glasi, stakk hún upp kryddjurtabeðið. Tók karlmannlega á sem var ekki alveg í stíl við stígvélin en kom myntunni sem var búin að skríða um allt kryddjurtabeðið og kæfa graslauk, timjan og steinselju til ólífis, í stálbalann. Þrýsti frekum mynturótunum ofan í balann, þéttaði moldinni vel að og fékkst ekki um skítinn sem þrýstist undir vel snyrtar neglurnar. Hún naut þess að finna sólina hita sig en fá samtímis vindkælingu, sem lyfti einnig gallapilsinu lítillega. Útsýnið vakti athygli nágrannanna sem stóðu út í glugga, hún veifaði, brosti og hló innra með sér. Best að gefa þeim ástæðu til að undrast yfir Íslendingunum eina ferðina enn. Hún handlék sumarblómin með blíðu og með natni gróðursetti hún þau í mismunandi potta með þeim loforðum að vel skyldi með þau farið. Þau kinkuðu kolli og litu stórum augum á nýja heimilið sitt, hreiðruðu um sig, hóstuðu lítið eitt og reyndu að finna þægilega stellingu. Hún festi gamla hakkavél made in Sweden á pall, tyllti fjólubláu blómi í og þreifaði á ávölum blöðum blómsins. Datt inn í hugsanir mjúkra munna og saup á rauðvíninu, roðinn í kinnum var vaxandi og freknurnar fleiri en þrjár.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
"Og Guð leit allt, sem hann hafði gjört, og sjá, það var harla gott."
1. Mósebók, 1:31.
Systa
já nákvæmlega :-) þú ert svo dugleg stelpa
Kveðja úr sumarblíðunni hér á Akureyri.
Hér er ekki verið að setja niður sumarblóm...heldur meira svona verið að gefa brjóst, setja í þvottavél og þurrkara og já svo þyrfti að skúra...
;)
Kveðja
Edda
Eins og ég hef alltaf sagt þú átt að skrifa rauða ástarsögu.
Hlakka til að fá mér smá rauðvínsdreitil með þér:)
Post a Comment