Thursday, April 17, 2008
morgunverkin
Sit hér enn, skoða flug heim til Íslands, er með hjartsláttartruflanir yfir væntanlegum flugútgjöldum, þetta er ekki fyndið verð og ekki gott, passar ekki inn í sænskt budget, vildi við gætum farið syngjandi heim í staðin fyrir fljúgandi. Ætla út að hlaupa, læt verkefnahlaðann sem öskrar á mig draga úr mér mátt, rífst við sjálfa mig, víst fer ég út að hlaupa, verð duglegri í verkefnavinnu fyrir vikið, merkilegt hvað ég reyni að sannfæra mig um annað þó ég viti svo vel að hreyfingin er mín leið til að virkja kveikinn í mér. Þreytt eftir 4 tíma fund gærkvöldsins um hvernig hægt er að bæta heilbrigðiskerfið í Uganda hvorki meira né minna, langar að klára að lesa flugdrekahlauparann, fara til Kaupmannahafnar og kaupa mér kjól. Blöh er ég er á leiðinni inn í gnällkór Svía? Neibb, ég er hætt að "gnälla". Dagrún missti fyrstu tönnina sína í fyrradag, velur sér föt á kvöldin og raðar á gólfið snytilega í réttri röð. Hörður Breki stendur sig vel í må bra þemanu í skólanum og langar í skrefateljara, ég ætla að gefa honum einn slíkann. Valur stundar íþróttir, huga og handar og snóker kjuðinn hans er farinn að slitna. Hann eldaði líka plokkfisk, altso Valur en ekki kjuðinn, í gær úr íslenskum þorski, við borðuðum flatbrauð með og allir átu yfir sig. Ég hélt á yndislegri nýfæddri stúlku í gær, skoðaði litlu tásurnar og fingurnar og var snortin af þessum kraftaverkum sem stöðugt eru að gerast, ég er umvafin frjósemi þessa dagana, til hamingju vinir mínir nær og fjær sem eruð búnir að vera svo duglegir að eignast börn undanfarið, líka þið hin sem eigið eldri börn, til hamingju og til hamingju ég.....nú er ég farin að hlaupa
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
6 comments:
Stundum bara þarf maður að eyða til að njóta ;)
Við hlökkum mikið til að fá ykkur hingað og erum meira að segja búin að splæsa í kerru sem rúmar bæði börnin og svínvirkar á stígunum í Kjarnaskógi. Því þegar þið komið verður geggjað veður og við verðum alltaf úti að leika okkur :)
Knús
Edda og gríslingarnir sofandi
Þetta er svo lifandi pistill hjá þér, mjög svona myndrænn--
Við þurfum að taka góðan hring í sumar, kannski litla Eyjafjarðarhringinn, svo getum við líka látið keyra okkur í botninn á firðinum og hlaupið til baka, það er rosa fínt- ég ætla líka að prófa að hlaupa frá Grenivík til Akureyrar ca 30 km, hef ekki gert það áður. Eftir löngu hlaupin er alveg frábært að fara í pottinn og fá sér eitt hvítvínsglas, nammi namm og kannski smá bita af Quatro Formaggi pizza á La vita bella-yndislegt!
Ekki missa kraftinn, maður endurhleður sig svo vel með svona hlaupastússi-hefurðu prófað að hlusta á talað mál í ipodnum á meðan? Td Anthony Robbins (svona amerískur personal peppari) margir aðrir eru líka ´finar. Ég prófa líka stundum að hlusta á viðtöl við aðra hlaupara á meðan ég hleyp-það er mjög fínt.
Kær kveðja
astao
Sem betur fer hef ég aldrei upplifað þenna valkvíða hlaupa vs. sitja eða yfir höfuð hreyfa mig vs. sitja. Hjá mér er bara val á milli - sjónvarpsófans, lazyboy eða tölvustólsins. Ekkert flókið. Hugsa sér hvað ég á í vændum þegar ég verð eldri og þroskaðri og fer að hreyfa mig - þá þarf ég að velja á milli sófans eða hlaupsins og svo þegar skynsemin er ofan á þá er það hvaða leið á að hlaupa, hvorir skórnir, hvað ég geti hlustað á o.s.frv. Þegar ég set þetta niður fyrir mig og sé þetta svart á hvítu - þá er ég sannfærð um að það eru mörg ár í þetta þroskastig mitt. Eða allavega eitt og hálft.
Og ég ræði ekki einu sinni flugútgjöld og Ísland - þau samræmast ekki nokkurri einustu fjárhagsáætlun. Nema kannski þeirra sem eru á einkaþotum.
Systa
hlakka til að sjá ykkur í sumar, vona að þið farið ekki alveg á hausinn á flugútgjöldunum. Hvað varðar hlaupin, tja, ég hleyp ekki en er búin að fá mér kort í ræktina, svo nú er að taka á því...
Já ég kannast við þennan fargjaldakvíða. Fann mikið fyrir þessu í mars áður en við skelltum okkur á okkar miða fyrir sumarið.
Ég get samt sagt þér það að um leið og maður er bara búin að kaupa þessa blessuðu miða þá hverfur kvíðinn eins og dögg fyrir sólu:)
Þetta verður allt þess virði þegar þú ert komin til fjölskyldu og vina í sumar:)
ooh hvað ég hlakka til að fá ykkur hjemmmm.. vei!
Ég, óþólinmóða ég sendi mail daginn eftir að skilafrestur rann út í Borås. Þá fullviss um að þau höfðu fengið umsóknina mína, og spurði hvenær maður fengi að vita hvort maður kæmist inn í inntökupróf og viðtöl. Hún svaraði mér um hæl og sagði mér að í byrjun 19. viku sendu þau út með pósti tilkynningar. Þá þurfti ég að telja, af því að ég er ekki Svenson og hafði ekki guðmund né harald, hvað þá hemma.. um það hvenær í gráhærðum rallanum 19. vika væri. Kemur þá uppúr kafinu að ég fæ að vita þetta svona 8. maí. Heppilegt, inntökuprófin eru 14. maí. Hvað ætli flugmiðinn kosti þá? Ö (ö-ið er sko nýr kall.. sem er með augu og galopinn munn) ræræræræææææ...
ást
Post a Comment