Wednesday, July 16, 2008

ef maður á heima í málverki er allt hægt.

Ég á heima í málverki þessa dagana. Ferköntuð form og innlit í glugga jökuls. Fann þessar setningar í skissubókinni minni:

Að hvílast á jökli, finna æðalátt okkar beggja og óþreyjufulla náttúruna

og hér sit ég og læt mig dreyma um glæsta fjallgöngu...það er mín náttúrufræði


Annars er gaman að eiga heima í málverki, ég er heppin að geta skroppið þangað. Tók Dagrúnu með mér í ferðalag og Sylvíu litlu skvísu sem vildi halda upp á fimm ára afmælið sitt í dag þó rauntími sé ekki fyrr en í apríl. Hinsvegar ef maður á heima í málverki er allt hægt.





Tilboð óskast

mynd dagsins 120x72 sm

Ég í vinnugallanum

Þetta er ekki málverk, heldur svuntan mín

Listamannssvipur Dagrúnar

Sylvía Rós, lítill lærlingur

Dagrún er efnileg

Rassálfarnir í Stångby munda penslana

5 comments:

Vallitralli said...

Gaman ad fylgjast med thessum málverkum verda til. Eins og lesa sköpunarsöguna.

Anonymous said...

Hej! saknar er o kommer snart ner o hälsar på. Hoppas ni är hemma då. Puss o kram från Britta o Sixten

Anonymous said...

Tilboð í málverk:
Börnin mín 2 næsta sumar þegar við komum í heimsókn ;) Svo þarftu að skila þeim aftur áður en við förum heim.

Knús
ungamamma

imyndum said...

Mikið ertu skáldleg i dag elsku vinkona

Málverka og jöklaknús
Rósa Rut

brynjalilla said...

Til þín Rósa

"Gæt þessa dags

því að hann er lífið

lífið sjálft

og í honum býr allur veruleikinn

og sannleikur tilverunnar

unaður vaxtar og grósku

dýrð hinna skapandi verka

ljómi máttarins

Því að gærdagurinn er draumur

og morgundagurinn hugboð

en þessi dagur í dag, sé honum vel varið

umbreytir hverjum gærdegi

í verðmæta minningu

og hverjum morgundegi í vonarbjarma.

Gæt þú því vel þessa dags