Thursday, July 31, 2008

litlar áhyggjur af morgundeginum

Ég er södd og sæl eins og kisa sem lúrir í sólinni og hefur litlar áhyggjur af morgundeginum. Sleiki á mér loppurnar og set upp stýrið, ævintýrið er þó ekki úti heldur rétt byrjað. Ágúst er framundan, fríið og ævintýrið heldur áfram. Sagan tekur dýfur, rólega millikafla og fléttar inn í hliðarsögur með lykkjum og slaufum sem lífga upp öll skynfæri kisunnar. Mallinn malar og heldur að hann verði aldrei aftur svangur, sólkysst húðin þakkar fyrir sig og bíður mýflugnabitum byrginn með nýfengnu sjálfsöryggi....

Kisi kúrir í fleti og kleinuilmur fyllir húsið

3 comments:

Anonymous said...

mmm kleinur...

Lilý said...

Falleg röð vel valinna orða. Gaf mér sömu tilfinningu og fljótandi piparkaka á Bara Vara. Þú ert hunang.

Bromley said...

Yndislega ljóðrænt!!
Eins og falleg smásaga..
Kv. Ásta Ó