Sunday, August 10, 2008

kjempegoj

Ákafir, glaðfylltir og krefjandi endurfundir. Lífstíllinn einkenndist af óreglu svefns og matar, hlátrasköllum, upprifjunum, spilakvöldum sem drógust á langinn eins og enginn væri morgundagurinn. Samvera við sjaldséða hrafna en heitt elskaða gaf af sér ástúð,afturhvarf til fortíðar og gamalla tilfinninga. Lítil stelpa gægðist fram sem annars er geymd á góðum stað í hjartanu og fannst gott að vera litla systir um stund.


Hrafnarnir eru enn í Noregi og leita þar gimsteima og glits til að skreyta nýbyggt hreiðrið. Dásemdarframlenging bílskúrs bróður míns sem gerir okkur öllum auðveldara fyrir að heimsækja og næra norska blóðið í æðum okkar með römmegröt og brúnum osti tekur á sig vænlegri mynd með hverjum deginum. Það var gott að vera í Norge og segja "kjempegoj" oft og oft.


Örebro tók á móti okkur með gleðihrolli í maga, staður sem er gott að heimsækja. Vinirnir ljúfu á sínum stað og gestrisnin óendaleg. Bjuggum í stugu með útikamri og drukkum heitt kakó á kvöldin.


Lundur er á sínum stað og heimkoman þægileg, innipúkadagur og rigning, gæti ekki verið betra og endurheimting ferðaorku er hafin. Rúmenía bíður með faðminn útbreiddan og lofar að lækna þunglyndið sem fylgir í kjölfar margra kveðjustunda.

Nokkrar myndir frá heimsókn okkar til Stenshuvud, fleiri myndir koma þegar rólegheit færast yfir.




4 comments:

Thordisa said...

hæ gamla ég hringi i þig áður en þú ferð til Rúmeníu. Hér er sól og hiti og ég á leið í sund með manni og syni eftir blaðburð í steikjandi hita í dag. Sakna þín skvísa

Bromley said...

Þú ert alger gyðja!!
Kv. Ásta Ó.

Anonymous said...

hæ sæta mín
gaman að sjá hvað þið eruð búin að njóta sumarsins vel og það í faðmi fölskyldu og vina sem er svo mikilvægt:)
kossar og knús til ykkar allra HBJ

Anonymous said...

Vá, flottar myndir af þér. Ég er alltaf á leiðinni til Sverige. Hvenær verður þú heima? Hvenær verður Valli ekki heima? :)