Monday, September 08, 2008
Elisabeth Gerle Ástríður
Elisabeth Gerle, hrifning eða ást við fyrstu sýn? Mig langar til að kynnast henni eða allavega fara á fleiri fyrirlestra með henni, allavega heyra hana syngja. Prestur, jazzsöngkona og vísindamaður. Ég var high on life eftir að hafa verið á fyrirlestri hjá henni í dag um mannréttindi. Hún er svo falleg konan, berfætt í háhæluðum skóm með svo lifandi blá augu. Ég gat bara ekki hætt að horfa í þessi augu sem gjörsamlega gripu mig og tóku mig og skólasystkini mín í ferðalag um upprunahugmyndir mannréttinda. Umræður um kynjahlutverk, trúarhugmyndir,biblíuþýðingar og ótrúlega bragðsterk og hrífandi hebresk orð sem hún sagði fallega upphátt. Líflegar umræður í kjölfarið þar sem sterkur trúarhiti býr í mörgum skólasystkina minna, oft undarlega fjarlægur rökhyggju. En dæs, andvarp og korriró, í dag fann ég fyrir ástríðu á orðum, fékk innsýn inn í guðfræði og sá heiminn með nýjum sjónarhornum, dillidó þetta var æðislegt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Þetta er falleg kona og ég get alveg ímyndað mér að það sé gaman að hlusta á hana tala. Annar eins er nú ljóminn í kringum hana.
Javíst er þetta glæsileg kona... en spáðu í eitt... svona mun einhver skrifa um þig eftir hmmmm svona 20 ár :)
Knús úr heitri haustrigningu
Edda
Kveðjur frá skólastelfunni í Reykjavík sem eyðir meiri tímí í lestur námsbóka en mála sig hehe.. sakna þín verðum að fara að heyrast.
Glæsileg kona. Alltaf gaman að hlusta á góða fyrirlestra.
Koss og knús:)
Post a Comment