Fyrirlestur dagsins í gær var fluttur af Julian Tudor Hart, 81 gamall heimilislæknir frá Wales og marxisti með meiru. Mjög gaman að hlusta á reyndann og skemmtilegann kall. Ég hitti Elísabetu Gerle í pásunni, manaði mig upp í að fara að þakka henni fyrir fyrirlesturinn sem ég var á með henni um daginn sjá blogg Hún var svona almennileg og við spjölluðum um tengsl heilsu og menningar og gildi þess að nýta sköpunargáfuna sem býr í okkur mannfólkinu. Ég fékk svoltið í hnén því ég ber mikla virðingu fyrir þessari konu og mér fannst það skemmtilegt (kannski líka af öðrum ástæðum sjá síðar í þessari færslu). Annars dró ég Ingveldi þessa elsku með á fyrirlesturinn en hún er búin að vera í heimsókn hjá mér síðustu daga. Eins og okkur er lagið höfum við nýtt dagana vel og m.a. vökvað lífsblómið af og til. Við vorum því ekki alveg að ná að einbeita okkur, læt því til sönnunar fylgja með bréfaskriftir sem fóru okkur á milli.
"heldurðu að það sé lykt af okkur"?
"ó já ég held að það sé þokkaleg lykt af okkur"
"ó men og ég var að tala við master thesis prófessorinn minn, og á eftir að tala aftur við hann í hlénu"
....
pældu í því hann er 81 árs...
"væri gott að hafa fleyginn núna"
"ojá, hvað eigum við að gera á eftir"?
"Veit ekki, væri til í að ná Martin og Nick á krána"
..."maðurinn getur talað"
"núna þyrfti ég að fá mér sopa"
"þetta minnir mig á íslenskutíma hjá meistara í gamla daga"
"ójá"
En svo sem til að fyrirbyggja allan misskilning þá er ég ákaflega samviskusamur nemandi sem gef lífsblóminu yfirleitt hafragraut. Við komumst klakklausar frá þessari breytingu á lífsblómamatseðlinum, allavega sýndi fólk þá kurteisi að þefa ekki af okkur með vandlætingarvip. Valur var sem betur fer með og gætti þess að blómið yrði ekki ofvökvað.
eigið góðan dag, nú er ég farin til Kaupmannarhafnar með lífsblóminu og Ingveldarblóminu.
Tuesday, September 23, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Hæ Brynja, fyndin skilaboð ykkar á milli. Vona að þið Ingveldur njótið samverunnar.
Knús og kram, Ingibjörg
Hlakka til að heyra ferðasöguna og um allt sem þið gerðuð skemmtilegt saman koss og knús
hahhaaha ferðasagan verður ekki uppgerð hér, þú færð hana í samtali, love við söknuðum þín
þið hefðuð þurft að hafa
Jarlsstaða-lífselexír ;)
Knús í hús
Post a Comment