Nú er komið að því eða allavega á næstu dögum, kannski, hugsanlega fljótlega. Nú verður þessu bara að linna. Það er kominn tími á, fyrir löngu, að slíta sambandi. Þeir hafa veitt mér nautnir, sérstaklega á kvöldin þegar ég hef þurft á sérstakri uppörvun að halda eftir annasama daga. Við höfum átt mörg munaðarfull augnablik saman, við þrjú höfum verið eitt mörgum sinnum í skammtímaalgleymi. Ég er of oft búin að sjá botninn. Bragðið, lyktin, áferðin og fjölbreytnin hefur hinsvegar togað mig yfir í syndina. Ég bölva þeim en elska um leið. Ástarhaturssamband okkar gengur ekki lengur. Orkan sem þeir gefa mér um stund er fölsk, hún er góð þar til botninn er skafinn en þá tekur við tómleikinn og samviskubitið. Nú þarf ég að rýna í raunverulegar þarfir og leggja þessa syndugu vini mína til hliðar. Eða hvað... efinn nagar mig, hvað þegar ég þarf að fá faðmlag í formi súkkulaðiþerapíu eða pistasíuhrolls, hvað þá, er ég í alvöru að segja: no more threesome?
Wednesday, September 17, 2008
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Vá hvað þú ert hugrökk!!! Oft hugsa ég á svipuðum nótum, en guggna alltaf :(
ég tek þig mér til fyrirmyndar - vonandi sem fyrst :)
kv. Árný
Það er bara rugl að hafa svona á bannlista !
Helgaðu þeim frekar einn dag í viku þá verða allir miklu glaðari...bæði þú og þeir :)
Knús
Edda
Ég er náttúrulega ein af þeim sem get lítið eða fátt látið á móti mér. Og skammast mín ekkert fyrir það. Þó er einn minn stærsti löstur meira að segja bannvænn! Fussum svei.
Þegar nautnirnar og lestirnir eru bæði bragðgóðir og lítið óhollir þá vottar ekki einu sinni fyrir samvisku hjá mér.
You only live once, they say - so whay not enjoy and live a litle!
Hvað varð um anmmidagana þína?
Ásta tannsi
Post a Comment