Saturday, November 29, 2008

Hann fær fólk til að fara í sleik.

Goran Bregovic, Goran Bregovic, Goran Bregovic. Svo fallegur í hvítum jakkafötum með úfið hár. Hrífandi, glaður og kynþokkafullur. Hann spilar, syngur, slær taktinn, berfættur í skónum og með útréttann arminn fær hann fólk til að fara í sleik.

Malmö konserthall var yfirfull í gærkveldi, þegar Maðurinn sjálfur gekk inn við dynjandi lúðraþyt gat maður ekki annað en æpt, geðshræringin var yndislega vímukennd og kitlið og ærslin innra með manni voru kærkomin. Æi hvað það var gaman, við stóðum upp úr sætunum okkar þegar trommurnar, lúðrarnir og söngurinn kitlaði mann svo ógurlega að það var ekki annað hægt en að dilla sér og ærast í takt, ef pláss hefði leyft hefði salurinn dansað í einum allsherjarhring. Kærleikurinn og gleðin yfir því að vera til var allsráðandi, ég elska Goran Bregovic.










ps: Hér var reyttur arfi í dag, snjórinn er horfinn, blessuð sé minning hans

Tuesday, November 25, 2008

skitið víða til skrauts

Enginn var arfinn reyttur því svo lánsöm vorum við að hér skall á haglél og hríð svo um munaði, hvítari jörð höfum við ekki séð lengi og við fögnum snjónum og birtunni sem honum fylgir. Arfinn fær að vaxa og monta sig fram á vorið haldandi að hann lifi veturinn af. Snjórinn sparkaði okkur í rassinn og blés rykinu í burtu, jóladótið fékk sinn heiðursess eftir ársbið í kössum sem nagaðir hafa verið af heimilisdýrunum, mýsnar sjá um sig og hafa látið vel að jólakertunum og skitið víða til skrauts, við afþökkuðum það þó pent og engan heiðurssess fékk skíturinn. Piparkökubaksturinn gekk vel að venju og árleg skreyting er yfirstaðin, gjöriði svo vel elsku vinir, verst að ég á ekki kaffi líka handa ykkur.

Haglélið


Piparkökufjölskyldan 2008

amma að knúsa stóra strákinn sinn

Skrýtnar á svipinn en líkar

sætabrauðsdrengurinn

Reyndu nú að gera þetta almennilega

Einbeitt


Sykur í sætum munni

Vandað til verksins

Amminamminamm

Ekta kærleikur

þær leynast víða

Litfagurt og góður endir á piparkökuframleiðslunni, saltkjöt og baunir túkall

Svona máltíðir orsaka margar heimsóknir á bráðamóttökuna, en gott var það á meðan var



Í lokin fótabaðsmyndir af sætum tásum


Thursday, November 20, 2008

Art for health

Snýtið og kvefið er enn að hreiðra um sig í mér, sérlega óvelkomið og ég vinn í því að það hunskist í burtu, borða mandarínur, drekk te og kúri í rúmi í dag. Fúlt þar sem ég missi fyrir vikið af seminar sem ég er búin að hlakka til alla vikuna um homma, lesbíur og mannréttindi. Ég er búin að vera annars á alveg frábærum kúrsi, Sexual reproductive health and rights, hann tekur á þar sem viðkvæm málefni eru rædd í hópi fólks frá öllum heiminum en vá hvað það einmitt er lærdómsríkt. Önnin sem sé með svona eldrauðan varalit. Í gær var ég á fyrirlestri sem m.a. fjallaði um umskurð kvenna, svakalegt málefni og á morgun mun ég leggja því lið og fyrirlesa um píkublómaprojectið mitt. Nú nýlega hefur alþjóðaheilbrigðisstofnunin einmitt skilgreint "fegrunaraðgerðir" á píkum sem eina gerð af umskurði kvenna. Art for health er því nálgun mín þessa dagana og ég vona innilega að mér eigi eftir að gefast fleiri tækifæri til að nýta listina í þeim tilgangi.

Ma og pa komu í gær, gott gott, hér verður því þrifið og reyttur arfi næstu daga en þessar elskur vilja alltaf hafa eitthvað fyrir stafni og leggja okkur lið, okkur finnst það dásamlegt. Vona að í kjölfarið myndist reiða á þessu heimili sem geri okkur kleift að taka upp jóladót og byrja að skreyta svolítið og ekki væri verra að leggja í piparkökubakstur eða jafnvel laufabrauð.

Um helgina mun ég ásamt góðum hópi kollega minna, dreifa bæklingum og ræða við unglinga um heilbrigt mataræði, hluti af heilsuverkefni sem við erum að gera, hlakka bara til enda alltaf gaman að ræða við unglinga og jafnvel vekja þá til umhugsunar. Læt fylgja með bæklinginn sem ég og Nannan mín hönnuðum, dásamlegt að hafa aðgang að hæfileikum unglings í tölvuvinnslu og grafískri hönnun. Nú ætla ég að fá mér te og mandarínu og bíða eftir knúsi frá ykkur.

ps: einhverra hluta vegna þá eru litirnir eitthvað asnalegir sem þið sjáið, blár er ekki liturinn heldur rauður, þið verðið bara að nota hugarflugið.





Saturday, November 15, 2008

Snýt, hóst og svolítið skæl

Snýt, hóst og svolítið skæl. Nýja önnin er með grettutrýni, er í sléttbotna ecco skóm, ómáluð og frekar ófrýnileg hún segist vera á túr og að hún muni setja upp varalitinn síðar, eins gott að hún standi við það. Ég er lasin, með hita, hálsbólgu og dass af depurð. Rigning úti, álagið í skólanum mikið og verkefnastaflinn hár. Í vikunni brast miðaldra skólabróðir minn í grát þegar hækkað var um eina hæð í verkefnastaflanum, ljúf stúlka brjálaðist,reifst og skammaðist en það var samt ekki ég, prinsinn minn ljúfi frá Ghana missti vin sinn, 40% bekkjarins féll í heilsuhagfræði og ég var í þeim hópi, sem sé fýla og fjúk í veruleika mínum síðustu daga...fruss og fnæs.... Langar nefnilega að vera bara að baka piparkökur og hlusta á jólalög og vera brynjulega væmin sem aldrei fyrr. En iss almáttugur, sem betur fer tímabundin vandamál sem eru öll leysanleg. þegar ég er hætt að snýta mér mun ég skipuleggja tíma minn vel svo ég geti verið eins brynjuleg og ég vil og njóta tíðarinnar með fólkinu mínu. Mun taka djö heilsuhagfræðina í nefið og snýta henni beint upp í heila svo vel þar sitji.


En, ojojojojoj (sænskt oj ekki íslenskt allt önnur merking) karlinn er að steikja kleinur, börnin að perla, rólegheit í húsi og tja í sjálfu sér engin ástæða til að kveina.
ps:
Dagrún og Helga voru að leika og ákváðu að breyta sér í stráka og vera Frosti og Palli sem eru góðir vinir okkar, þær vildu báðar vera Frosti en leystu málið með því að vera Valur og Sveinbjörn að drekka bjór, það fannst mér þroskuð lausn á málinu, fyrst þær gátu ekki báðar verið Frosti, að taka bara alveg nýjan vinkil á málið. Vonandi er þetta lífsspeki sem við hin getum lært af. Þetta voru hin brynjulegu orð dagsins.

Sunday, November 09, 2008

you are a great cock

Ég er létt á fæti og nýt þess að þjást ekki af síkvíðanámsbyrgðinni, ný önn byrjar á morgun, síðasta kúrsaönnin og rannsóknin puntar sig fyrir mig og gerir sig tilbúna fyrir stefnumót okkar sem mun hefjast í lok janúar þegar nýju önninni lýkur. Vona að hún setji á sig rauðan varalit og fari í háhæluðu skóna og ég veit að við verðum vinkonur.
Í gær fór ég með lestinni, í loðjakka og svörtum stígvélum með vel glossaðar varirnar, til Helsingborgar til Mihaelu vinkonu minnar. Við drukkum rautt og kíktum í búðir og önduðum að okkur jólafílingnum sem er hafinn með fersku greni í hverjum búðarglugga. Valli kom svo seinnipartinn með krakkana og við borðuðum yndislegan mat, ég þakkaði fyrir mig með því að segja "Mihaela you are a great cock" þetta var algjörlega ekki viljandi enda ætlaði ég að segja "cook" þetta hinsvegar kveikti á hláturkasti mánaðarins jafnvel ársins. Við áttum sem sé góða kvöldstund sem endaði með a view to a kill, Grace Jones með lengstu fætur í heimi og ég kallaði hana Grace Kelly nokkrum sinnum, var í því að mismæla mig.

Elskulegi sunnudagurinn er strokinn og fínn og blúndukanturinn óblettóttur. Hann fór vel með okkur í dag,vakti okkur snemma, strauk okkur blíðlega en blés svo í flautu og allir fóru snemma á fætur. Meðan krakkarnir stóru og litlu fóru að klifra með pabba (farsdag í dag) þá þreif ég og spjallaði við sunnudaginn og mig sjálfa og spreyjaði á mig nýja Dolce Gabbana ilmvatninu sem elsku Mihaela vinkona mín gaf mér í gær. En já nýstrokni og þrifalegi sunnudagurinn, var ánægður með sig og okkur, lagði frá sér flautuna og tók upp trommu og trommaði í takt við jólalögin og vitleysisganginn í okkur í dag, Valur sló garðinn og kantskar og svo tókum við smá forskot á jólin og hituðum jólaglögg og hófum stórbakstur. Mjúk piparkaka, piparkökurúlluterta með piparkökukremi, skreyttar og kremaðar piparkökur og ástarpungar voru því félagsskapur okkar í dag ásamt Tobbu sultu og fylgifiskum
Best af öllu í þessum skrifuðum orðum er að sunnudagurinn er ekki að kveldi kominn












Thursday, November 06, 2008

hámur

kannist þið við þegar það dettur úr ykkur orð? Ég gleymdi í dag orðinu yfir hrægamm. Bekkjarfélagi minn minnti mig svo á hrægamm því hann var eitthvað með svo mjóan og langan háls, var samt frekar vinalegur öfugt við hrægamma sko, hvað um það. Ég bara gat ekki einbeitt mér fyrr en ég mundi orðið. Skrifaði því niður á blað eitthvað sem mér fannst minna mig á það orð sem ég leitaði offari að í huga mér. Tillögur mínar voru þessar:
hámur
gámur
gammur
og þá loks datt orðið inn, mikið lifandi skelfing varð mér létt og ég gat einbeitt mér að fyrirlestrum dagsins.

Tuesday, November 04, 2008

Saturday, November 01, 2008

bus eller godis 2008

Falleg og hræðileg börn sem við eigum, múhahhahahahhhaa, happy halloween