Sunday, November 09, 2008

you are a great cock

Ég er létt á fæti og nýt þess að þjást ekki af síkvíðanámsbyrgðinni, ný önn byrjar á morgun, síðasta kúrsaönnin og rannsóknin puntar sig fyrir mig og gerir sig tilbúna fyrir stefnumót okkar sem mun hefjast í lok janúar þegar nýju önninni lýkur. Vona að hún setji á sig rauðan varalit og fari í háhæluðu skóna og ég veit að við verðum vinkonur.
Í gær fór ég með lestinni, í loðjakka og svörtum stígvélum með vel glossaðar varirnar, til Helsingborgar til Mihaelu vinkonu minnar. Við drukkum rautt og kíktum í búðir og önduðum að okkur jólafílingnum sem er hafinn með fersku greni í hverjum búðarglugga. Valli kom svo seinnipartinn með krakkana og við borðuðum yndislegan mat, ég þakkaði fyrir mig með því að segja "Mihaela you are a great cock" þetta var algjörlega ekki viljandi enda ætlaði ég að segja "cook" þetta hinsvegar kveikti á hláturkasti mánaðarins jafnvel ársins. Við áttum sem sé góða kvöldstund sem endaði með a view to a kill, Grace Jones með lengstu fætur í heimi og ég kallaði hana Grace Kelly nokkrum sinnum, var í því að mismæla mig.

Elskulegi sunnudagurinn er strokinn og fínn og blúndukanturinn óblettóttur. Hann fór vel með okkur í dag,vakti okkur snemma, strauk okkur blíðlega en blés svo í flautu og allir fóru snemma á fætur. Meðan krakkarnir stóru og litlu fóru að klifra með pabba (farsdag í dag) þá þreif ég og spjallaði við sunnudaginn og mig sjálfa og spreyjaði á mig nýja Dolce Gabbana ilmvatninu sem elsku Mihaela vinkona mín gaf mér í gær. En já nýstrokni og þrifalegi sunnudagurinn, var ánægður með sig og okkur, lagði frá sér flautuna og tók upp trommu og trommaði í takt við jólalögin og vitleysisganginn í okkur í dag, Valur sló garðinn og kantskar og svo tókum við smá forskot á jólin og hituðum jólaglögg og hófum stórbakstur. Mjúk piparkaka, piparkökurúlluterta með piparkökukremi, skreyttar og kremaðar piparkökur og ástarpungar voru því félagsskapur okkar í dag ásamt Tobbu sultu og fylgifiskum
Best af öllu í þessum skrifuðum orðum er að sunnudagurinn er ekki að kveldi kominn












16 comments:

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Skemmtilegar myndir, raðaðirðu sérstaklega hrúgunni af ástarpungunum hans Valla svona fallega eða er það tilviljun.
Takk fyrir mig og mína, ps ætlaðirðu ekki að fótosjoppa mig!! Þú lofaðir því!
Knús í hvert hús, Tobba og co, ps hryggurinn í ofninum, sennilega ekkert verri upphitaður, en sonur minn sagði "trúi þessu ekki mamma, þú veist að ég fíla ekki leifar" well, í kreppu þá étur maður sko leifar, ljúfurinn.
Nema þið sem étið nýbaka ástarpungsa og piparkökurúllutertur með tvöföldu kremi, meiri flottræfilshátturinn á ykkar heimili.

Fnatur said...

Úfff hvað þetta er girnó hlaðborð hjá ykkur.
Ég verð að taka Val til fyrirmyndar og steikja nokkrar kleinur áður en desember mánuður er genginn í garð.
Hljómar yndislegur dagurinn sem þú og Mihaela áttuð saman.
Þú hefur ekki reynt að bjóða Sculder og Mully með ykkur og skellt í ykkur smá barbaque sósu:)

Frábærar myndir af ykkur öllum.

Anonymous said...

Flottar myndir og flottar konurnar í eldhúsinu íhaaa. Þvílíkur myndarskapur í steikingu og bakstri og yndislegt að þér finnist Michaela svona ballarleg....ehh falleg hehe

imyndum said...

Ég verð nú líka að mynnast á myndarskap í ástarpungum, nota afsökunina sjálf að vera með svo lítið eldhús... ;)

Anonymous said...

Elsku Brynja, voðalega eruð þið myndarleg og skipulögð að vera byrjuð á jólaundirbúningnum. Yndislegar myndir, mig klæjar í puttana að ná í þennan disk með Celine Dion, ég átti hann einu sinni og hann kom mér alltaf í jólaskap, en svo týndi ég honum. Sé alltaf eftir því - en held reyndar að hann hafi endað hjá fyrrverandi kærasta...
Knús á ykkur öll,
Ingibjörg

Anonymous said...

Við Þórður bróðir þú veist þessi samkynhneigði erum á leiðinni í kaffi.
knús.
ps hann ætlar meira að segja að vera í gull og latexgallanum sínum þér til heiðurs

Anonymous said...

vildi óska að ég gæti séð bróður þinn í gulli og latex !!

KVeðja
Edda

ekki að spyrja að því að ástarpungurinn kominn í pungana...
pungarnir handleiknir lystilega ;)

Lilý said...

Þið eruð nú alveg mest heimilislegusti búsældarflokkur í hela skåne (sagt með skånskumhreim)! Herra minn trúr takk fyrir myndirnar sem gera manni kleift að reka inn nefið héðan úr Vesturbænum. Ást á alla!

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Var ad blogga vinsamlegast kommentid öll sem allra allra fyrst, tok mig langan tima ad setja allar myndirnar inn!!!!!
Knus Tobba uberblogger

Anonymous said...

frábærar flottar myndir ekki er nú byrjað á jólabakstrinum hér í Kreppulandi en áttum reyndar góða helgi allar 4 systur mínar komu í mat á föstudagskvöldið ásamt 2 frænkum.Laugardagur leið með graut og góðum börnum og barnabörnum vantaði samt sárlega ykkur,síðan átti ég góðan afmælisdag á sunnudeginum ,fór á Oddfellow basarinn og fékk góða vini í kaffi.Knús í krús Tengdó

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Eg fekk líka Rósu fraenku i heimsokn adan, vei vei vei, alltaf gaman ad finna thad ad madur se svona KONA, takk fyrir kommmentid, matt alveg kommenta meira,
knuuss tobbuusss

Þorgerður Sigurðardóttir said...

Ertu að segja að ég sé með Bingóhandleggi?????Ég veit alveg að þú fótósjoppaðir þína handleggi ógeessslega flotta og gerðir mína svaka bingó á myndinni á þessu bloggi.
Ætlaði ekki að segja neinum það en verð þar sem þú segir óbeint að ég sé með bingó. Finnst þér ég kannski líka ógesslega feit.
Tobba ekki glöð

brynjalilla said...

elsku kerlingin mín hvaða bingóbull er þetta, sé ekki vott af bingói hjá þér en takk samt fyrir að segja hvað ég sé með flotta handleggi hahahaa, annars hlakka ég til að spila með þér bingó í ellinni

inga Heiddal said...

mmmm.... Ástapungar langt síðan ég hef séð svoleiðis og enn lengra síðan ég át einn. Ét bara öðruvísi átstarpunga. Thí hí...Ég sé að ég verð að fara baka piparkökur og skreyta. Elsaka jólin og allt sem tilheyrir þeim. Kv iNGA

Fnatur said...

Vildi bara knúsa þig til baka:)

inga Heiddal said...

... Er ekkert að frétta úr svíaríki þessa dagana???